Gagnrýnir græðgi og spillingu á Íslandi Freyr Bjarnason skrifar 21. ágúst 2013 10:00 Hörður Arnarson á Emmy-verðlaunahátíðinni árið 2011 ásamt eiginkonu sinni, dr. Dana Del George. Hörður Arnarson hefur gefið út á mynddiski heimildarmynd sína Decoding Iceland. Hún fjallar um Decode-ævintýrið og tímabilið frá komu fyrirtækisins til landsins allt fram að bankahruninu. Myndin var sýnd á RIFF-hátíðinni og á Los Angeles Scandinavian Film Festival árið 2010. Þessi nýja DVD-útgáfa er 54 mínútna löng en sú fyrri var 94 mínútur. „Mig langaði að einfalda söguna og gera hana aðgengilegri,“ segir Hörður, sem hefur búið í Los Angeles í 25 ár. Hann hefur mest unnið við sjónvarpsframleiðslu og verið tilnefndur fjórum sinnum til Emmy-verðlaunanna fyrir klippingu á svokölluðu „non-scripted TV“, eða handritslausu sjónvarpi eins og t.d. Survivor. Aðspurður hvort Decoding Iceland hafi fengið svipuð viðbrögð og hann bjóst við segist hann hafa talið að Sjónvarpið myndi taka henni fagnandi og birta hana samkvæmt stefnuskrá sinni. „En þar sem efnið og efnistökin eru umdeilanleg held ég að þeir hafi ekki þorað að taka á henni,“ segir Hörður. „Enda er það kannski ekki furða, því myndin gagnrýnir græðgi og spillingu á Íslandi og sýnir fram á meðvirkni fjölmiðla í aðdragandanum að hruninu mikla árið 2008. Þar fyrir utan má nefna að Páll Magnússon, núverandi útvarpsstjóri Rúv, var áður stjórnandi almenningstengsla hjá Decode.“ Spurður hvort Íslendingar hefðu ekki gott af því að sjá myndina segir Hörður: „Ég tel myndina hið ágætasta fræðsluefni um eðli hins frjálsa markaðar án eftirlits og hvernig græðgi og spilling á auðvelt uppdráttar í litlu og óreyndu samfélagi eins og Íslandi. Sérstaklega tel ég innihaldið mikilvægt í tengslum við umræðu um hvernig skuli haga tekjuöflun og eignarrétti á náttúrulegum auðlindum Íslendinga. Gen Íslendinga, læknaskrár þeirra hundrað ár aftur í tímann og gagnasafn Decode sem byggir á því er klárlega náttúruauðlind,“ segir hann. „Svo stór er þessi auðlind að hún er kölluð „Big Data“ af sérfræðingum. Þar eru svo miklar hráar upplýsingar saman komnar að núverandi eigandi þessa sýnasafns, bandaríski lyfjarisinn Amgen, kemur til með að njóta forskots vegna þeirra í áratugi án þess að nokkur Íslendingur fyrir utan Kára Stefánsson fái krónu fyrir og hvað þá galtómur ríkissjóður.“ Decoding Iceland Trailer 2103 from H.A. Arnarson on Vimeo. Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Fleiri fréttir Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Hörður Arnarson hefur gefið út á mynddiski heimildarmynd sína Decoding Iceland. Hún fjallar um Decode-ævintýrið og tímabilið frá komu fyrirtækisins til landsins allt fram að bankahruninu. Myndin var sýnd á RIFF-hátíðinni og á Los Angeles Scandinavian Film Festival árið 2010. Þessi nýja DVD-útgáfa er 54 mínútna löng en sú fyrri var 94 mínútur. „Mig langaði að einfalda söguna og gera hana aðgengilegri,“ segir Hörður, sem hefur búið í Los Angeles í 25 ár. Hann hefur mest unnið við sjónvarpsframleiðslu og verið tilnefndur fjórum sinnum til Emmy-verðlaunanna fyrir klippingu á svokölluðu „non-scripted TV“, eða handritslausu sjónvarpi eins og t.d. Survivor. Aðspurður hvort Decoding Iceland hafi fengið svipuð viðbrögð og hann bjóst við segist hann hafa talið að Sjónvarpið myndi taka henni fagnandi og birta hana samkvæmt stefnuskrá sinni. „En þar sem efnið og efnistökin eru umdeilanleg held ég að þeir hafi ekki þorað að taka á henni,“ segir Hörður. „Enda er það kannski ekki furða, því myndin gagnrýnir græðgi og spillingu á Íslandi og sýnir fram á meðvirkni fjölmiðla í aðdragandanum að hruninu mikla árið 2008. Þar fyrir utan má nefna að Páll Magnússon, núverandi útvarpsstjóri Rúv, var áður stjórnandi almenningstengsla hjá Decode.“ Spurður hvort Íslendingar hefðu ekki gott af því að sjá myndina segir Hörður: „Ég tel myndina hið ágætasta fræðsluefni um eðli hins frjálsa markaðar án eftirlits og hvernig græðgi og spilling á auðvelt uppdráttar í litlu og óreyndu samfélagi eins og Íslandi. Sérstaklega tel ég innihaldið mikilvægt í tengslum við umræðu um hvernig skuli haga tekjuöflun og eignarrétti á náttúrulegum auðlindum Íslendinga. Gen Íslendinga, læknaskrár þeirra hundrað ár aftur í tímann og gagnasafn Decode sem byggir á því er klárlega náttúruauðlind,“ segir hann. „Svo stór er þessi auðlind að hún er kölluð „Big Data“ af sérfræðingum. Þar eru svo miklar hráar upplýsingar saman komnar að núverandi eigandi þessa sýnasafns, bandaríski lyfjarisinn Amgen, kemur til með að njóta forskots vegna þeirra í áratugi án þess að nokkur Íslendingur fyrir utan Kára Stefánsson fái krónu fyrir og hvað þá galtómur ríkissjóður.“ Decoding Iceland Trailer 2103 from H.A. Arnarson on Vimeo.
Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Fleiri fréttir Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira