Fékk Riddarakross fyrir það sem þótti klikkun Friðrika Benónýsdóttir skrifar 15. júlí 2013 10:00 Sigurður hlaut mikið lof fyrir þýðingu sína á Ariasman eftir Tapio Koivukari. Hér er hann á slóðum hvalfangaranna í bókinni. Mynd/Aðalsteinn Svanur Sigurður Karlsson hlaut á dögunum Riddarakross Finnska ljónsins fyrir framlag sitt til útbreiðslu finnskra bókmennta. Sigurður hefur á undanförnum árum getið sér orð sem einn okkar besti þýðandi en í byrjun fannst útgefendum framlag hans lítt áhugavert. "Orðan er kennd við finnska ljónið og er riddarakross sem samsvarar fálkaorðunni íslensku,“ segir Sigurður spurður hvaða merkingu orðan hafi. „Þeim finnst það greinilega tíðindum sæta að einhver nenni að þýða finnskar bókmenntir yfir á íslensku.“ Sigurður er leikari að mennt og var tíður gestur á fjölum íslenskra leikhúsa áður en hann sneri sér að skriftum. Hvað olli þessari stefnubreytingu? „Þetta er gömul della hjá mér, þessi veikleiki fyrir Finnum og finnsku. Ég byrjaði á því að læra finnsku hér í Háskólanum og fór í framhaldi af því til Finnlands til að taka einn vetur í háskóla þar. Ílentist þar, meðal annars vegna þess að ég fór að leika í sænska leikhúsinu í Åbo. Þegar því var að ljúka, vorið 2005, átti ég fjörutíu ára leikafmæli og fannst kominn tími á að breyta svolítið til. Fékk þá hugmynd að fara að þýða úr þessu skrýtna tungumáli sem ég var kominn sæmilega inn í og hef verið í því síðan.“ Fyrsta þýðing Sigurðar, Fyrirmæli eftir Leenu Lander, kom út 2004 en hann segir hana litla athygli hafa hlotið. Að ráði finnska lektorsins við Háskóla Íslands hófst hann þá handa við að þýða Óþekktan hermann eftir Väinö Linna, en það reyndist ekki hlaupið að því að fá hana útgefna. „Ég fór að leita fyrir mér hjá útgefendum en það hafði enginn nokkurn áhuga á því gefa út finnskar bókmenntir. Fjórum árum síðar komst ég í samband við Kristján Kristjánsson hjá Uppheimum og honum fannst svo klikkað að einhver hefði þýtt Óþekktan hermann án útgáfusamnings að hann vildi ólmur fá að taka þátt í ævintýrinu.“ Kristján hefur varla séð eftir þeirri ákvörðun því síðan hefur hver þýðing Sigurðar rekið aðra og má nefna bækur Sofie Oksanen, Tapio Koivukari og fleiri og fleiri. Álagið hefur aukist ár frá ári og nú er svo komið að Sigurður hefur tæpast undan að þýða þær bækur sem útgefendur vilja. „Nú eru glæpasögurnar komnar til sögunnar, það verður að gefa þær út til að borga undir fagurbókmenntirnar, þannig að ég lít varla upp frá tölvunni núorðið.“ Menning Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Sigurður Karlsson hlaut á dögunum Riddarakross Finnska ljónsins fyrir framlag sitt til útbreiðslu finnskra bókmennta. Sigurður hefur á undanförnum árum getið sér orð sem einn okkar besti þýðandi en í byrjun fannst útgefendum framlag hans lítt áhugavert. "Orðan er kennd við finnska ljónið og er riddarakross sem samsvarar fálkaorðunni íslensku,“ segir Sigurður spurður hvaða merkingu orðan hafi. „Þeim finnst það greinilega tíðindum sæta að einhver nenni að þýða finnskar bókmenntir yfir á íslensku.“ Sigurður er leikari að mennt og var tíður gestur á fjölum íslenskra leikhúsa áður en hann sneri sér að skriftum. Hvað olli þessari stefnubreytingu? „Þetta er gömul della hjá mér, þessi veikleiki fyrir Finnum og finnsku. Ég byrjaði á því að læra finnsku hér í Háskólanum og fór í framhaldi af því til Finnlands til að taka einn vetur í háskóla þar. Ílentist þar, meðal annars vegna þess að ég fór að leika í sænska leikhúsinu í Åbo. Þegar því var að ljúka, vorið 2005, átti ég fjörutíu ára leikafmæli og fannst kominn tími á að breyta svolítið til. Fékk þá hugmynd að fara að þýða úr þessu skrýtna tungumáli sem ég var kominn sæmilega inn í og hef verið í því síðan.“ Fyrsta þýðing Sigurðar, Fyrirmæli eftir Leenu Lander, kom út 2004 en hann segir hana litla athygli hafa hlotið. Að ráði finnska lektorsins við Háskóla Íslands hófst hann þá handa við að þýða Óþekktan hermann eftir Väinö Linna, en það reyndist ekki hlaupið að því að fá hana útgefna. „Ég fór að leita fyrir mér hjá útgefendum en það hafði enginn nokkurn áhuga á því gefa út finnskar bókmenntir. Fjórum árum síðar komst ég í samband við Kristján Kristjánsson hjá Uppheimum og honum fannst svo klikkað að einhver hefði þýtt Óþekktan hermann án útgáfusamnings að hann vildi ólmur fá að taka þátt í ævintýrinu.“ Kristján hefur varla séð eftir þeirri ákvörðun því síðan hefur hver þýðing Sigurðar rekið aðra og má nefna bækur Sofie Oksanen, Tapio Koivukari og fleiri og fleiri. Álagið hefur aukist ár frá ári og nú er svo komið að Sigurður hefur tæpast undan að þýða þær bækur sem útgefendur vilja. „Nú eru glæpasögurnar komnar til sögunnar, það verður að gefa þær út til að borga undir fagurbókmenntirnar, þannig að ég lít varla upp frá tölvunni núorðið.“
Menning Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“