Endalok heimsins nálgast óðfluga Sara McMahon skrifar 3. júlí 2013 21:00 Gamanmyndin This is the End skartar mörgum af stærstu gamanstjörnum dagsins í dag í helstu hlutverkum. Myndin hefst þegar leikarinn Jay Baruchel, úr kvikmyndunum Tropic Thunder og Knocked Up, kemur til Los Angeles að heimsækja vin sinn, leikarann Seth Rogen. Félagarnir fara saman í innflutningspartí til James Franco og hitta þar fyrir fjöldann allan af leikurum, söngvurum og öðru þekktu fólki. Baruchel þekkir þó fáa í veislunni og talar Rogen inn á að rölta með sér út í búð í þeim erindagjörðum að kaupa sígarettur. Þar verða þeir vitni að því þegar nokkrir viðskiptavinir verslunarinnar eru numdir á brott af bláum geislum sem koma af himni ofan. Þetta skýtur þeim skelk í bringu og forða félagarnir sér aftur heim til Franco. Stuttu síðar hefst mikið eldregn og verður öngþveiti á götum úti. Á meðan heimurinn ferst neyðist hópurinn sem inni er að takast á við þverrandi matarbirgðir og hvert annað. Handrit og leikstjórn er í höndum Seths Rogen og Evans Goldberg, en þeir skrifuðu einnig handritið að Pinapple Express. Með helstu hlutverk fara James Franco, Jonah Hill, Seth Rogen, Jay Baruchel, Danny McBride, Craig Robinson, Michael Cera og Emma Watson. Einnig má sjá Rihönnu, Channing Tatum, Paul Rudd og The Backstreet Boys bregða fyrir í myndinni. Að sögn Rogens og Goldbergs hafði þá alltaf dreymt um að framleiða mynd þar sem fólk léki sjálft sig. „Upphaflega hugmyndin var sú að Seth og Busta Rhymes væru að taka upp tónlistarmyndband og maurafólk úr iðrum jarðar réðist á þá,“ sagði Goldberg. This is the End hefur fengið góða dóma og fær meðal annars 83 prósent í einkunn á vefsíðunni Rottentomatoes og 8 í einkunn á Imdb.com. Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Fleiri fréttir Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Gamanmyndin This is the End skartar mörgum af stærstu gamanstjörnum dagsins í dag í helstu hlutverkum. Myndin hefst þegar leikarinn Jay Baruchel, úr kvikmyndunum Tropic Thunder og Knocked Up, kemur til Los Angeles að heimsækja vin sinn, leikarann Seth Rogen. Félagarnir fara saman í innflutningspartí til James Franco og hitta þar fyrir fjöldann allan af leikurum, söngvurum og öðru þekktu fólki. Baruchel þekkir þó fáa í veislunni og talar Rogen inn á að rölta með sér út í búð í þeim erindagjörðum að kaupa sígarettur. Þar verða þeir vitni að því þegar nokkrir viðskiptavinir verslunarinnar eru numdir á brott af bláum geislum sem koma af himni ofan. Þetta skýtur þeim skelk í bringu og forða félagarnir sér aftur heim til Franco. Stuttu síðar hefst mikið eldregn og verður öngþveiti á götum úti. Á meðan heimurinn ferst neyðist hópurinn sem inni er að takast á við þverrandi matarbirgðir og hvert annað. Handrit og leikstjórn er í höndum Seths Rogen og Evans Goldberg, en þeir skrifuðu einnig handritið að Pinapple Express. Með helstu hlutverk fara James Franco, Jonah Hill, Seth Rogen, Jay Baruchel, Danny McBride, Craig Robinson, Michael Cera og Emma Watson. Einnig má sjá Rihönnu, Channing Tatum, Paul Rudd og The Backstreet Boys bregða fyrir í myndinni. Að sögn Rogens og Goldbergs hafði þá alltaf dreymt um að framleiða mynd þar sem fólk léki sjálft sig. „Upphaflega hugmyndin var sú að Seth og Busta Rhymes væru að taka upp tónlistarmyndband og maurafólk úr iðrum jarðar réðist á þá,“ sagði Goldberg. This is the End hefur fengið góða dóma og fær meðal annars 83 prósent í einkunn á vefsíðunni Rottentomatoes og 8 í einkunn á Imdb.com.
Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Fleiri fréttir Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira