Pylsuvagn með minjagripi opnaður við Seljalandsfoss Garðar Örn Úlfarsson skrifar 13. júní 2013 07:00 Eigendur Seljaveitinga við vagninn sem opnaður verður við Seljalandsfoss í næstu viku. Fréttablaðið/Anton Tvenn hjón opna í næstu viku veitingavagn við Seljalandsfoss. Auk skyndibita og minjagripa selja þau regnslár fyrir þá sem ganga undir fossinn. Þau telja mikla eftirspurn eftir þjónustunni sem býðst með þessum fyrsta söluvagni á staðnum. „Það hafa margir spekúlerað og velt fyrir sér í mörg ár af hverju það er ekkert við fossinn,“ segir Elísabet Þorvaldsdóttir, um tilkomu veitingavagns sem opna á við Seljalandsfoss í næstu viku. Veitingavagninn mun Elísabet starfrækja ásamt manni sínum Heimi Hálfdanarsyni og vinahjónum þeirra; Kristínu Guðbjartsdóttur og Atla Má Bjarnasyni. „Við ætlum að vera með það helsta sem verið er að selja í svona vögnum; kaffi, gos, samlokur, pylsur og súpu og eitthvað af minjagripum og ferðamannavörum að ógleymdum einnota regnslám fyrir þá sem vilja fara á bak við foss og eru ekki með útbúnað í það. Maður blotnar alltaf bak við foss,“ segir Elísabet um vöruúrvalið. Margir sem gengið hafa bak við Seljalandsfoss hafa lent í því að aðrir fossgöngumenn biðja þá að smella af þeim ljósmynd. Spurð hvort boðið verði upp á slíka þjónustu að fossbaki segir Elísabet það einmitt hafa komið til tals. „Það eru framtíðar pælingar. Það er ýmsar hugmyndir í gangi, þetta er bara byrjunin,“ svarar hún. Eiginmaður Elísabetar er frá Seljalandi og einn eigenda jarðarinnar sem er þríbýl og á skikann í kring um Seljalandsfoss í óskiptri sameign með Seljalandsseli. Aðrir landeigendur hafa veitt sitt samþykki eins og Rangárþing eystra gerði að skilyrði þegar sveitarfélagið veitti stöðuleyfi fyrir veitingavagninum fram til 1. október. Elísabet segir óvíst hversu lengi veitingavagninn verður opinn eftir að sumri tekur að halla. „Mér finnst ólíklegt að við verðum með opið yfir háveturinn. Ferðamannastraumurinn til Íslands virðist samt alltaf vera að aukast utan þessara hefðbundnu sumarmánuða svo við munum horfa á þetta með opnum huga,“ segir veitingamaðurinn væntanlegi við Seljalandsfoss. Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Sjá meira
Tvenn hjón opna í næstu viku veitingavagn við Seljalandsfoss. Auk skyndibita og minjagripa selja þau regnslár fyrir þá sem ganga undir fossinn. Þau telja mikla eftirspurn eftir þjónustunni sem býðst með þessum fyrsta söluvagni á staðnum. „Það hafa margir spekúlerað og velt fyrir sér í mörg ár af hverju það er ekkert við fossinn,“ segir Elísabet Þorvaldsdóttir, um tilkomu veitingavagns sem opna á við Seljalandsfoss í næstu viku. Veitingavagninn mun Elísabet starfrækja ásamt manni sínum Heimi Hálfdanarsyni og vinahjónum þeirra; Kristínu Guðbjartsdóttur og Atla Má Bjarnasyni. „Við ætlum að vera með það helsta sem verið er að selja í svona vögnum; kaffi, gos, samlokur, pylsur og súpu og eitthvað af minjagripum og ferðamannavörum að ógleymdum einnota regnslám fyrir þá sem vilja fara á bak við foss og eru ekki með útbúnað í það. Maður blotnar alltaf bak við foss,“ segir Elísabet um vöruúrvalið. Margir sem gengið hafa bak við Seljalandsfoss hafa lent í því að aðrir fossgöngumenn biðja þá að smella af þeim ljósmynd. Spurð hvort boðið verði upp á slíka þjónustu að fossbaki segir Elísabet það einmitt hafa komið til tals. „Það eru framtíðar pælingar. Það er ýmsar hugmyndir í gangi, þetta er bara byrjunin,“ svarar hún. Eiginmaður Elísabetar er frá Seljalandi og einn eigenda jarðarinnar sem er þríbýl og á skikann í kring um Seljalandsfoss í óskiptri sameign með Seljalandsseli. Aðrir landeigendur hafa veitt sitt samþykki eins og Rangárþing eystra gerði að skilyrði þegar sveitarfélagið veitti stöðuleyfi fyrir veitingavagninum fram til 1. október. Elísabet segir óvíst hversu lengi veitingavagninn verður opinn eftir að sumri tekur að halla. „Mér finnst ólíklegt að við verðum með opið yfir háveturinn. Ferðamannastraumurinn til Íslands virðist samt alltaf vera að aukast utan þessara hefðbundnu sumarmánuða svo við munum horfa á þetta með opnum huga,“ segir veitingamaðurinn væntanlegi við Seljalandsfoss.
Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Sjá meira