Það skiptir máli hverjir stjórna Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 26. apríl 2013 06:00 Senn lýkur einu viðburðaríkasta kjörtímabilinu í sögu lýðveldisins. Þegar ríkisstjórn Samfylkingarinnar og VG tók við stjórn landsins blasti við afar dökk mynd af stöðu efnahagsmála; þjóðargjaldþrot var yfirvofandi. Fjármálamarkaðurinn var hruninn, verðbólga nálgaðist annan tug prósenta, atvinnuleysi, skuldir heimila og fyrirtækja og halli ríkissjóðs náðu fordæmalausum hæðum. Gjaldmiðill landsins og kjör almennings voru í frjálsu falli. Ísland var einangrað frá alþjóðlegum fjármálamarkaði, rúið trausti eins og lánshæfismat og skuldatryggingarálag ríkissjóðs sýndi. Að fjórum árum liðnum blasir við gjörbreytt mynd. Hagvöxtur hefur verið tvö ár samfleytt og er landsframleiðsla nú svipuð og hún var árið 2006. Hagvöxtur hefur verið meiri hér á landi en í okkar helstu samanburðarlöndum. Þrátt fyrir verri viðskiptakjör eru hagvaxtarspár talsvert jákvæðari fyrir Ísland en önnur Evrópuríki. Halli ríkissjóðs hefur minnkað úr 216 milljörðum í tæpa fjóra milljarða. Kaupmáttur hefur aukist þrjú ár í röð og hafa laun á hverja vinnustund ekki verið hærri frá hruni í samanburði við laun í helstu viðskiptalöndum okkar.Minni verðbólga og atvinnuleysi Verðbólgan er nú einungis þriðjungur af því sem hún var og atvinnuleysi hefur minnkað um tæpan helming. Eftir hrun var tæplega einn af hverjum tíu vinnufærum mönnum án vinnu. Nú er atvinnuleysi hið næstminnsta í allri Evrópu. Atvinnulausum hefur fækkað um meira en 12.000 og er það ekki síst aðgerðum stjórnvalda að þakka. Afkoma heimilanna og eignastaða hefur batnað jafnt og þétt undanfarin tvö ár. Gjaldþrotum fækkar og árangurslausum fjárnámum sömuleiðis. Frá miðju ári í fyrra hafa fleiri flutt til landsins en frá því. Góður afgangur er nú af utanríkisviðskiptum og ferðaþjónusta og hinar skapandi greinar eru í miklum vexti, ekki síst vegna stóraukins stuðnings stjórnvalda.300 milljarða lækkun skulda heimila Skuldir heimila og fyrirtækja hafa lækkað um tæpan helming frá haustinu 2008. Sé litið til alls kjörtímabilsins hafa skuldir heimila og fyrirtækja lækkað sem nemur tvöfaldri landsframleiðslu, um 3.000 milljarða króna. Skuldir heimilanna hafa lækkað um meira en 300 milljarða króna og er skuldastaða þeirra nú svipuð og árið 2006. Skuldir hins opinbera lækka einnig þrátt fyrir áföll hrunsins og eru þær nú svipaðar og í ýmsum öðrum iðnríkjum á borð við Bandaríkin, Belgíu og Írland. Við stöðvuðum skuldasöfnun hins opinbera og endurreistum traust alþjóðasamfélagsins á íslensku efnahagslífi. Skuldatryggingarálag ríkissjóðs hefur ekki verið jafn lágt síðan á miðju ári 2008 og hafa öll alþjóðlegu matsfyrirtækin sett Ísland í fjárfestingarflokk.Merkin sýna verkin Enn blasa við krefjandi verkefni. Ríkisstjórnin hefur stigið mikilvæg skref til að ýta undir aukna fjárfestingu í landinu. Þær aukast um fimmtung á þessu ári samkvæmt þjóðhagsspá Hagstofunnar. Fjölmargir fjárfestingarsamningar hafa verið undirritaðir um lögfestar ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi. Gangi þau áform eftir til ársins 2017 væri um 2.200 ársverk að tefla í fjárfestingum fyrir meira en 290 milljarða króna. Sérstök þriggja ára fjárfestingaráætlun ríkisstjórnarinnar getur skapað 4.000 bein störf en á þessu ári verður yfir 10 milljörðum varið til verkefna vítt og breitt um landið í nafni hennar. Þá bind ég miklar vonir við það víðtæka samráð sem ég setti af stað á grunni skýrslu McKinsey um hvernig auka megi framleiðni og fjárfestingu á Íslandi.Sterk staða Íslands Efnahagslegur árangur ríkisstjórnarinnar hefur vakið heimsathygli enda tala tölurnar sínu máli. Það er einmitt á grunni þessa árangurs sem allir stjórnmálaflokkar landsins telja sig nú geta lofað auknum útgjöldum og skattalækkunum. Sterk staða Íslands til að leysa vandann sem við blasir vegna fjármagnshafta, snjóhengjunnar og uppgjörs vegna þrotabúa gömlu bankanna er einnig til komin vegna faglegrar vinnu ríkisstjórnarinnar og afdráttarlausrar lagasetningar sem kyrrsetti erlendar eignir kröfuhafanna í þrotabúum gömlu bankanna. Hvorki Sjálfstæðisflokkurinn né Framsóknarflokkurinn studdu þá lagasetningu þótt þeir byggi nú stórkarlaleg kosningaloforð á þessari aðgerð ríkisstjórnarinnar og góðri stöðu Íslands.Kjósum öryggi í stað áhættu Ný ríkisstjórn getur glutrað niður þeim góða árangri sem þjóðin hefur náð á liðnu kjörtímabili með miklum fórnum allra landsmanna. Það skiptir því máli að þjóðin kjósi stjórnmálaflokka sem þeir geta treyst til að halda áfram uppbyggingarstarfi liðinna ára og sýna ábyrgð og festu í ríkisfjármálum og efnahagsmálum. Aðeins á þeim grunni byggjum við velferð þessa lands. Munum að með stefnu sinni og aðgerðum, t.d. einkavæðingu bankanna, kölluðu Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn skelfilegar afleiðingar hrunsins yfir íslensk heimili. Það voru líka þessir flokkar sem ollu hér meiri ójöfnuði en áður hafði sést. Það voru hins vegar jafnaðarmenn sem leiddu þjóðina út úr vandanum, komu Íslandi í hóp þeirra þjóða þar sem jafnrétti og jöfnuður eru hvað mest í heiminum og lögðu grunn að þeim eftirsóknarverðu tækifærum þjóðarinnar sem nú blasa við flestum. Kjósum öryggi í stað áhættu. Gleðilegt sumar! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Senn lýkur einu viðburðaríkasta kjörtímabilinu í sögu lýðveldisins. Þegar ríkisstjórn Samfylkingarinnar og VG tók við stjórn landsins blasti við afar dökk mynd af stöðu efnahagsmála; þjóðargjaldþrot var yfirvofandi. Fjármálamarkaðurinn var hruninn, verðbólga nálgaðist annan tug prósenta, atvinnuleysi, skuldir heimila og fyrirtækja og halli ríkissjóðs náðu fordæmalausum hæðum. Gjaldmiðill landsins og kjör almennings voru í frjálsu falli. Ísland var einangrað frá alþjóðlegum fjármálamarkaði, rúið trausti eins og lánshæfismat og skuldatryggingarálag ríkissjóðs sýndi. Að fjórum árum liðnum blasir við gjörbreytt mynd. Hagvöxtur hefur verið tvö ár samfleytt og er landsframleiðsla nú svipuð og hún var árið 2006. Hagvöxtur hefur verið meiri hér á landi en í okkar helstu samanburðarlöndum. Þrátt fyrir verri viðskiptakjör eru hagvaxtarspár talsvert jákvæðari fyrir Ísland en önnur Evrópuríki. Halli ríkissjóðs hefur minnkað úr 216 milljörðum í tæpa fjóra milljarða. Kaupmáttur hefur aukist þrjú ár í röð og hafa laun á hverja vinnustund ekki verið hærri frá hruni í samanburði við laun í helstu viðskiptalöndum okkar.Minni verðbólga og atvinnuleysi Verðbólgan er nú einungis þriðjungur af því sem hún var og atvinnuleysi hefur minnkað um tæpan helming. Eftir hrun var tæplega einn af hverjum tíu vinnufærum mönnum án vinnu. Nú er atvinnuleysi hið næstminnsta í allri Evrópu. Atvinnulausum hefur fækkað um meira en 12.000 og er það ekki síst aðgerðum stjórnvalda að þakka. Afkoma heimilanna og eignastaða hefur batnað jafnt og þétt undanfarin tvö ár. Gjaldþrotum fækkar og árangurslausum fjárnámum sömuleiðis. Frá miðju ári í fyrra hafa fleiri flutt til landsins en frá því. Góður afgangur er nú af utanríkisviðskiptum og ferðaþjónusta og hinar skapandi greinar eru í miklum vexti, ekki síst vegna stóraukins stuðnings stjórnvalda.300 milljarða lækkun skulda heimila Skuldir heimila og fyrirtækja hafa lækkað um tæpan helming frá haustinu 2008. Sé litið til alls kjörtímabilsins hafa skuldir heimila og fyrirtækja lækkað sem nemur tvöfaldri landsframleiðslu, um 3.000 milljarða króna. Skuldir heimilanna hafa lækkað um meira en 300 milljarða króna og er skuldastaða þeirra nú svipuð og árið 2006. Skuldir hins opinbera lækka einnig þrátt fyrir áföll hrunsins og eru þær nú svipaðar og í ýmsum öðrum iðnríkjum á borð við Bandaríkin, Belgíu og Írland. Við stöðvuðum skuldasöfnun hins opinbera og endurreistum traust alþjóðasamfélagsins á íslensku efnahagslífi. Skuldatryggingarálag ríkissjóðs hefur ekki verið jafn lágt síðan á miðju ári 2008 og hafa öll alþjóðlegu matsfyrirtækin sett Ísland í fjárfestingarflokk.Merkin sýna verkin Enn blasa við krefjandi verkefni. Ríkisstjórnin hefur stigið mikilvæg skref til að ýta undir aukna fjárfestingu í landinu. Þær aukast um fimmtung á þessu ári samkvæmt þjóðhagsspá Hagstofunnar. Fjölmargir fjárfestingarsamningar hafa verið undirritaðir um lögfestar ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi. Gangi þau áform eftir til ársins 2017 væri um 2.200 ársverk að tefla í fjárfestingum fyrir meira en 290 milljarða króna. Sérstök þriggja ára fjárfestingaráætlun ríkisstjórnarinnar getur skapað 4.000 bein störf en á þessu ári verður yfir 10 milljörðum varið til verkefna vítt og breitt um landið í nafni hennar. Þá bind ég miklar vonir við það víðtæka samráð sem ég setti af stað á grunni skýrslu McKinsey um hvernig auka megi framleiðni og fjárfestingu á Íslandi.Sterk staða Íslands Efnahagslegur árangur ríkisstjórnarinnar hefur vakið heimsathygli enda tala tölurnar sínu máli. Það er einmitt á grunni þessa árangurs sem allir stjórnmálaflokkar landsins telja sig nú geta lofað auknum útgjöldum og skattalækkunum. Sterk staða Íslands til að leysa vandann sem við blasir vegna fjármagnshafta, snjóhengjunnar og uppgjörs vegna þrotabúa gömlu bankanna er einnig til komin vegna faglegrar vinnu ríkisstjórnarinnar og afdráttarlausrar lagasetningar sem kyrrsetti erlendar eignir kröfuhafanna í þrotabúum gömlu bankanna. Hvorki Sjálfstæðisflokkurinn né Framsóknarflokkurinn studdu þá lagasetningu þótt þeir byggi nú stórkarlaleg kosningaloforð á þessari aðgerð ríkisstjórnarinnar og góðri stöðu Íslands.Kjósum öryggi í stað áhættu Ný ríkisstjórn getur glutrað niður þeim góða árangri sem þjóðin hefur náð á liðnu kjörtímabili með miklum fórnum allra landsmanna. Það skiptir því máli að þjóðin kjósi stjórnmálaflokka sem þeir geta treyst til að halda áfram uppbyggingarstarfi liðinna ára og sýna ábyrgð og festu í ríkisfjármálum og efnahagsmálum. Aðeins á þeim grunni byggjum við velferð þessa lands. Munum að með stefnu sinni og aðgerðum, t.d. einkavæðingu bankanna, kölluðu Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn skelfilegar afleiðingar hrunsins yfir íslensk heimili. Það voru líka þessir flokkar sem ollu hér meiri ójöfnuði en áður hafði sést. Það voru hins vegar jafnaðarmenn sem leiddu þjóðina út úr vandanum, komu Íslandi í hóp þeirra þjóða þar sem jafnrétti og jöfnuður eru hvað mest í heiminum og lögðu grunn að þeim eftirsóknarverðu tækifærum þjóðarinnar sem nú blasa við flestum. Kjósum öryggi í stað áhættu. Gleðilegt sumar!
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun