Leiklistarbakterían fjölskylduveira Álfrún Pálsdóttir skrifar 24. apríl 2013 07:00 Róbert Óliver Gíslason hefur smitast af leiklistarbakteríunni frá foreldrum sínum, Eddu Björgvinsdóttur og Gísla Rúnari Jónssyni, en hann heldur til Los Angeles í leiklistarnám í haust. Fréttablaðið/Stefán „Ég ætlaði aldrei að verða leikari og stóð fastur á þeirri ákvörðun minni þangað til fyrir tveimur árum,“ segir hinn tvítugi Róbert Óliver Gíslason, sem hefur fengið inngöngu í hinn virta leiklistarskóla Stella Adler, Academy of Acting and Theater, í Los Angeles. Róbert heldur út í ágúst en námið er þriggja ára BA-nám. Hann ætlaði aldrei að leiðast út á leiklistarbrautina þrátt fyrir að vera kominn af mikilli leiklistarfjölskyldu. Foreldrar hans eru leiklistarfólkið Edda Björgvinsdóttir og Gísli Rúnar Jónsson og bróðir hans er leikarinn Björgvin Frans Gíslason. „Ég hef verið spurður svona átta billjón sinnum yfir ævina hvort ég ætli ekki að feta í fótspor fjölskyldunnar en alltaf neitað. Svo fyrir svona tveimur árum skráði ég mig á leiklistarnámskeið og þá varð ekki aftur snúið. Held að ég geti ekki flúið þetta lengur,“ segir Róbert, sem vinnur sem vaktstjóri á Tokyo Sushi í Glæsibæ. „Foreldrar mínir eru voða spenntir fyrir mína hönd þó að þetta hafi komið þeim svolítið á óvart.“ Í skólanum fetar Róbert í fótspor heimþekktra leikara á borð við Marlon Brando, Robert De Niro og Sölmu Hayek. Ekki er hefðbundið inntökuferli inn í skólann en Róbert segir fyrsta árið vera í raun eitt stórt inntökupróf. „Maður þarf að vera á tánum allan tímann því að skólinn getur rekið mann eftir fyrsta árið. Ég hef farið í eitt viðtal í gegnum Skype en þar var í raun bara verið að athuga með tungumálið,“ segir Róbert sem er með bandaríska hreiminn á hreinu þar sem hann dvaldi eitt ár með föður sínum í Bandaríkjunum þegar hann var 14 ára. „Bróðir minn er búsettur með fjölskyldu sinni í Minneapolis en það er fínt að vita af honum þarna því að ég fer út einn.“ Róbert hefur talað inn á um 300 barnaþætti um Dodda í Leikfangalandi. Menning Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
„Ég ætlaði aldrei að verða leikari og stóð fastur á þeirri ákvörðun minni þangað til fyrir tveimur árum,“ segir hinn tvítugi Róbert Óliver Gíslason, sem hefur fengið inngöngu í hinn virta leiklistarskóla Stella Adler, Academy of Acting and Theater, í Los Angeles. Róbert heldur út í ágúst en námið er þriggja ára BA-nám. Hann ætlaði aldrei að leiðast út á leiklistarbrautina þrátt fyrir að vera kominn af mikilli leiklistarfjölskyldu. Foreldrar hans eru leiklistarfólkið Edda Björgvinsdóttir og Gísli Rúnar Jónsson og bróðir hans er leikarinn Björgvin Frans Gíslason. „Ég hef verið spurður svona átta billjón sinnum yfir ævina hvort ég ætli ekki að feta í fótspor fjölskyldunnar en alltaf neitað. Svo fyrir svona tveimur árum skráði ég mig á leiklistarnámskeið og þá varð ekki aftur snúið. Held að ég geti ekki flúið þetta lengur,“ segir Róbert, sem vinnur sem vaktstjóri á Tokyo Sushi í Glæsibæ. „Foreldrar mínir eru voða spenntir fyrir mína hönd þó að þetta hafi komið þeim svolítið á óvart.“ Í skólanum fetar Róbert í fótspor heimþekktra leikara á borð við Marlon Brando, Robert De Niro og Sölmu Hayek. Ekki er hefðbundið inntökuferli inn í skólann en Róbert segir fyrsta árið vera í raun eitt stórt inntökupróf. „Maður þarf að vera á tánum allan tímann því að skólinn getur rekið mann eftir fyrsta árið. Ég hef farið í eitt viðtal í gegnum Skype en þar var í raun bara verið að athuga með tungumálið,“ segir Róbert sem er með bandaríska hreiminn á hreinu þar sem hann dvaldi eitt ár með föður sínum í Bandaríkjunum þegar hann var 14 ára. „Bróðir minn er búsettur með fjölskyldu sinni í Minneapolis en það er fínt að vita af honum þarna því að ég fer út einn.“ Róbert hefur talað inn á um 300 barnaþætti um Dodda í Leikfangalandi.
Menning Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“