Oddný á skautum Kristín Guðmundsdóttir skrifar 19. apríl 2013 06:00 Oddný reynir enn að réttlæta þá ákvörðun að útiloka hóp þroskahamlaðra barna frá Klettaskóla og nú með því að dásama hversu vel borgin hefur staðið sig í fjárveitingum til málefna fatlaðra. Ekkert í grein hennar þann 17.04. útskýrir hvers vegna þroskahömluð börn mega ekki ganga í sérskóla. Hún skrifar að nú eigi að verja tveimur milljörðum í uppbyggingu Klettaskóla og þar eigi m.a. að byggja nýtt íþróttahús og sundlaug. Hún gleymir að geta þess að það var vegna þrýstings frá foreldrum að sú ákvörðun var tekin. Það hefur hvorki verið sundlaug né íþróttahús við skólann frá stofnun hans árið 1975. Það er því mikið ánægjuefni að nemendur þurfa þá ekki lengur að sækja sína íþróttatíma í nærliggjandi kirkjugarð og að sama skapi sorglegt að þessi nýja aðstaða standi ekki öllum þroskahömluðum börnum til boða þar sem mörg þeirra fá ekki að stunda nám í Klettaskóla. Oddný gleymir að geta þess að þær kostnaðarsömu breytingar sem gerðar voru á skólanum voru nauðsynlegur þáttur í því að opna skólann fyrir nemendum úr Safamýrarskóla þegar skólarnir voru sameinaðir svo það er til lítils að vænta hróss fyrir það. Oddný segir að „meirihluti hagsmunaaðila“ hafi verið sammála um stefnuna um skóla án aðgreiningar. Eru þessir hagsmunaaðilar andvígir því að foreldrar hafi val um það hvert þeir senda þroskahömluð börn sín í skóla? Ætli Oddný sé tilbúin til að kanna viðhorf foreldra fatlaðra barna til þessa máls, þ.e. hvort þeir vilji fá að velja fyrir börn sín eða láta yfirvöldum það eftir. Þátttökubekkir eru engin lausn fyrir þau börn sem ekki fá að ganga í sérskóla. Inntökuskilyrði í þátttökubekki eru þau sömu og í Klettaskóla og það ætti Oddný að vita. Oddný ætti líka að vita að það var fyrir þrýsting frá foreldrum að yfirvöld veittu fjármagn til áframhaldandi starfsemi frístundar fyrir fötluð börn í Hinu húsinu á þessu ári. Það þýðir lítið að hreykja sér af því að veita nauðsynlega þjónustu en skauta fram hjá spurningunni: Hvers vegna mega þroskahömluð börn og foreldrar þeirra ekki hafa val? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Oddný reynir enn að réttlæta þá ákvörðun að útiloka hóp þroskahamlaðra barna frá Klettaskóla og nú með því að dásama hversu vel borgin hefur staðið sig í fjárveitingum til málefna fatlaðra. Ekkert í grein hennar þann 17.04. útskýrir hvers vegna þroskahömluð börn mega ekki ganga í sérskóla. Hún skrifar að nú eigi að verja tveimur milljörðum í uppbyggingu Klettaskóla og þar eigi m.a. að byggja nýtt íþróttahús og sundlaug. Hún gleymir að geta þess að það var vegna þrýstings frá foreldrum að sú ákvörðun var tekin. Það hefur hvorki verið sundlaug né íþróttahús við skólann frá stofnun hans árið 1975. Það er því mikið ánægjuefni að nemendur þurfa þá ekki lengur að sækja sína íþróttatíma í nærliggjandi kirkjugarð og að sama skapi sorglegt að þessi nýja aðstaða standi ekki öllum þroskahömluðum börnum til boða þar sem mörg þeirra fá ekki að stunda nám í Klettaskóla. Oddný gleymir að geta þess að þær kostnaðarsömu breytingar sem gerðar voru á skólanum voru nauðsynlegur þáttur í því að opna skólann fyrir nemendum úr Safamýrarskóla þegar skólarnir voru sameinaðir svo það er til lítils að vænta hróss fyrir það. Oddný segir að „meirihluti hagsmunaaðila“ hafi verið sammála um stefnuna um skóla án aðgreiningar. Eru þessir hagsmunaaðilar andvígir því að foreldrar hafi val um það hvert þeir senda þroskahömluð börn sín í skóla? Ætli Oddný sé tilbúin til að kanna viðhorf foreldra fatlaðra barna til þessa máls, þ.e. hvort þeir vilji fá að velja fyrir börn sín eða láta yfirvöldum það eftir. Þátttökubekkir eru engin lausn fyrir þau börn sem ekki fá að ganga í sérskóla. Inntökuskilyrði í þátttökubekki eru þau sömu og í Klettaskóla og það ætti Oddný að vita. Oddný ætti líka að vita að það var fyrir þrýsting frá foreldrum að yfirvöld veittu fjármagn til áframhaldandi starfsemi frístundar fyrir fötluð börn í Hinu húsinu á þessu ári. Það þýðir lítið að hreykja sér af því að veita nauðsynlega þjónustu en skauta fram hjá spurningunni: Hvers vegna mega þroskahömluð börn og foreldrar þeirra ekki hafa val?
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun