Lúxusvandamál að velja lög með ELO Tinna Rós Steinsdóttir skrifar 12. febrúar 2013 00:01 ELO var feikivinsæl á seinni hluta síðustu aldar. Jeff Lynne og félagar hans hafa selt yfir 50 milljónir platna á heimsvísu. „Þetta verða sitjandi tónleikar en ég geri alveg ráð fyrir því að hörðustu aðdáendurnir munu eiga erfitt með að sitja kyrrir á köflum," segir tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson sem stýrir heiðurstónleikum fyrir rokkhljómsveitina ELO í apríl. Electric Light Orchestra, eða ELO, er bresk hljómsveit sem spilar sinfónískt rokk og var feikivinsæl um allan heim frá 1971 og langt fram undir níunda áratuginn. Sveitin gaf út ellefu plötur á þeim tíma, þá tólftu árið 2001, og hefur í dag selt yfir 50 milljónir platna um allan heim. „Ég hlustaði mikið á ELO sjálfur sem unglingur. Ég fékk plötuna A New World Record í fermingargjöf og spilaði hana sundur og saman. Næstu árin keypti ég mér svo allar plötur sveitarinnar og hafði alltaf lúmskt gaman af þessum grípandi lögum Jeffs Lynne," segir Jón. Lynne stjórnaði meðal annars upptökum hjá Bítlunum og Traveling Wilburys. Lynne var annar stofnandi ELO og hefur verið mikill áhrifavaldur í tónlistarheiminum. Blaðið The Washington Times setti hann til að mynda í fjórða sæti yfir áhrifamestu upptökustjóra allra tíma. ELO átti fjöldamarga smelli á meðan hún starfaði og átti sveitin til að mynda 27 lög á topp 40 listum í Bretlandi og Bandaríkjunum á árunum 1972 til 1986. Meðal þekktustu laga hljómsveitarinnar má nefna Evil Woman og Telephone Line og segir Jón það vera algjört lúxusvandamál að velja lög til að taka á tónleikunum. „Mér er nokkur vandi þar á höndum því það eru svo mörg góð lög. Öll vinsælustu lögin þeirra verða vitaskuld á prógramminu en auk þess leyfum við óvæntum gimsteinum að fljóta með," segir hann. Fjórtán manns munu reyna að fylla í fótspor Jeffs Lynne og félaga á sviði Eldborgarsals Hörpu þann 13. apríl næstkomandi undir stjórn Jóns. Það þýddi ekkert minna en stórskotalið rokkara og um sönginn sjá engir aðrir en Eiríkur Hauksson, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Jóhann Helgason, Magni Ásgeirsson og Pétur Örn Guðmundsson. „Það kom mér skemmtilega á óvart þegar ég hafði samband við Eirík að hann er gríðarlega mikill ELO-aðdáandi sjálfur. Hinir virtust svo vera vel með á nótunum líka. Mörg lögin liggja mjög hátt fyrir söngvara og það er ekki síst þess vegna sem þessir frábæru menn urðu fyrir valinu," segir Jón. Tónlist Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Fleiri fréttir Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Sjá meira
„Þetta verða sitjandi tónleikar en ég geri alveg ráð fyrir því að hörðustu aðdáendurnir munu eiga erfitt með að sitja kyrrir á köflum," segir tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson sem stýrir heiðurstónleikum fyrir rokkhljómsveitina ELO í apríl. Electric Light Orchestra, eða ELO, er bresk hljómsveit sem spilar sinfónískt rokk og var feikivinsæl um allan heim frá 1971 og langt fram undir níunda áratuginn. Sveitin gaf út ellefu plötur á þeim tíma, þá tólftu árið 2001, og hefur í dag selt yfir 50 milljónir platna um allan heim. „Ég hlustaði mikið á ELO sjálfur sem unglingur. Ég fékk plötuna A New World Record í fermingargjöf og spilaði hana sundur og saman. Næstu árin keypti ég mér svo allar plötur sveitarinnar og hafði alltaf lúmskt gaman af þessum grípandi lögum Jeffs Lynne," segir Jón. Lynne stjórnaði meðal annars upptökum hjá Bítlunum og Traveling Wilburys. Lynne var annar stofnandi ELO og hefur verið mikill áhrifavaldur í tónlistarheiminum. Blaðið The Washington Times setti hann til að mynda í fjórða sæti yfir áhrifamestu upptökustjóra allra tíma. ELO átti fjöldamarga smelli á meðan hún starfaði og átti sveitin til að mynda 27 lög á topp 40 listum í Bretlandi og Bandaríkjunum á árunum 1972 til 1986. Meðal þekktustu laga hljómsveitarinnar má nefna Evil Woman og Telephone Line og segir Jón það vera algjört lúxusvandamál að velja lög til að taka á tónleikunum. „Mér er nokkur vandi þar á höndum því það eru svo mörg góð lög. Öll vinsælustu lögin þeirra verða vitaskuld á prógramminu en auk þess leyfum við óvæntum gimsteinum að fljóta með," segir hann. Fjórtán manns munu reyna að fylla í fótspor Jeffs Lynne og félaga á sviði Eldborgarsals Hörpu þann 13. apríl næstkomandi undir stjórn Jóns. Það þýddi ekkert minna en stórskotalið rokkara og um sönginn sjá engir aðrir en Eiríkur Hauksson, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Jóhann Helgason, Magni Ásgeirsson og Pétur Örn Guðmundsson. „Það kom mér skemmtilega á óvart þegar ég hafði samband við Eirík að hann er gríðarlega mikill ELO-aðdáandi sjálfur. Hinir virtust svo vera vel með á nótunum líka. Mörg lögin liggja mjög hátt fyrir söngvara og það er ekki síst þess vegna sem þessir frábæru menn urðu fyrir valinu," segir Jón.
Tónlist Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Fleiri fréttir Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Sjá meira