Rammaáætlun markar tímamót Svandís Svavarsdóttir skrifar 15. janúar 2013 06:00 Alþingi samþykkti í gær þingsályktun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Þar með er lokið löngu ferli við annan áfanga rammaáætlunar – ferli sem Alþingi mótaði með lagasetningu vorið 2011 og samþykkt var án mótatkvæða. Lögin tryggðu faglega aðkomu bestu sérfræðinga landsins á sviði landgæða og orkunýtingar við mat á landsvæðum sem áætlunin hafði til umfjöllunar. Alþingi lagði einnig áherslu á tækifæri almennings til að koma sínum sjónarmiðum og ábendingum á framfæri. Yfir 200 umsagnir bárust frá einstaklingum, fyrirtækjum, félagasamtökum og ýmsum hagsmunaaðilum sem leiddu til þess að sex svæði voru færð úr virkjunarflokki yfir í biðflokk áður en tillagan kom til kasta Alþingis. Þannig höfðu raddir almennings áhrif á lokaútkomuna eins og vilji Alþingis stóð til.Náttúran nýtur vafans Í umsagnarferlinu komu fram rökstuddar athugasemdir um að nauðsynleg gögn skorti um svæðin sex. Eru þau því færð í biðflokk meðan ýtarlegri gagna um þau er aflað áður en ákvörðun verður tekin um afdrif þeirra – ákvörðun sem byggir á bestu mögulegu upplýsingum um náttúrufar og umhverfi þeirra. Þannig er náttúran látin njóta vafans í anda varúðarreglunnar. Samþykkt rammaáætlunar endurspeglar aukinn skilning á því hversu stóru hlutverki náttúran gegnir fyrir afkomu okkar og atvinnulíf. Það á ekki aðeins við um starfsgreinar á borð við landbúnað og orkufrekan iðnað. Það er einmitt náttúran sem dregur hingað flesta ferðamenn og er undirstaða sívaxandi ferðaþjónustu. Náttúran þarfnast einnig verndar hennar sjálfrar vegna. Hún myndar vef þar sem ekkert getur án annars verið. Eftir því sem skilningur á þessu eykst verður brýnna að skoða sérhvert inngrip með hliðsjón af heildinni og því samspili sem maðurinn er svo auðmjúkur hluti af. Þannig er náttúruvernd forsenda lífs á jörðinni til langrar framtíðar.Mikilvæg framtíðarsýn Næstu skref felast í því að skipa verkefnisstjórn fyrir næsta áfanga rammaáætlunarinnar og að afla nauðsynlegra upplýsinga um þá kosti sem eru í biðflokki. Þá verður svæðum í verndarflokki komið í friðlýsingarferli, en þar eru margar náttúruperlur á borð við Jökulsá á Fjöllum, Þjórsárver og Torfajökulssvæðið. Verkefni nýrrar verkefnisstjórnar byggir á lögum um rammaáætlun en einnig er dýrmæt leiðsögn í ýtarlegu nefndaráliti meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar þingsins þar sem sérstaklega eru dregin fram atriði sem þarfnast frekari skoðunar í næsta áfanga. Í samþykkt Alþingis felst mikilvæg framtíðarsýn. Hún myndar skýran grunn fyrir atvinnulífið en undirstrikar um leið þýðingu náttúruverndar á Íslandi, núlifandi og komandi kynslóðum til heilla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Alþingi samþykkti í gær þingsályktun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Þar með er lokið löngu ferli við annan áfanga rammaáætlunar – ferli sem Alþingi mótaði með lagasetningu vorið 2011 og samþykkt var án mótatkvæða. Lögin tryggðu faglega aðkomu bestu sérfræðinga landsins á sviði landgæða og orkunýtingar við mat á landsvæðum sem áætlunin hafði til umfjöllunar. Alþingi lagði einnig áherslu á tækifæri almennings til að koma sínum sjónarmiðum og ábendingum á framfæri. Yfir 200 umsagnir bárust frá einstaklingum, fyrirtækjum, félagasamtökum og ýmsum hagsmunaaðilum sem leiddu til þess að sex svæði voru færð úr virkjunarflokki yfir í biðflokk áður en tillagan kom til kasta Alþingis. Þannig höfðu raddir almennings áhrif á lokaútkomuna eins og vilji Alþingis stóð til.Náttúran nýtur vafans Í umsagnarferlinu komu fram rökstuddar athugasemdir um að nauðsynleg gögn skorti um svæðin sex. Eru þau því færð í biðflokk meðan ýtarlegri gagna um þau er aflað áður en ákvörðun verður tekin um afdrif þeirra – ákvörðun sem byggir á bestu mögulegu upplýsingum um náttúrufar og umhverfi þeirra. Þannig er náttúran látin njóta vafans í anda varúðarreglunnar. Samþykkt rammaáætlunar endurspeglar aukinn skilning á því hversu stóru hlutverki náttúran gegnir fyrir afkomu okkar og atvinnulíf. Það á ekki aðeins við um starfsgreinar á borð við landbúnað og orkufrekan iðnað. Það er einmitt náttúran sem dregur hingað flesta ferðamenn og er undirstaða sívaxandi ferðaþjónustu. Náttúran þarfnast einnig verndar hennar sjálfrar vegna. Hún myndar vef þar sem ekkert getur án annars verið. Eftir því sem skilningur á þessu eykst verður brýnna að skoða sérhvert inngrip með hliðsjón af heildinni og því samspili sem maðurinn er svo auðmjúkur hluti af. Þannig er náttúruvernd forsenda lífs á jörðinni til langrar framtíðar.Mikilvæg framtíðarsýn Næstu skref felast í því að skipa verkefnisstjórn fyrir næsta áfanga rammaáætlunarinnar og að afla nauðsynlegra upplýsinga um þá kosti sem eru í biðflokki. Þá verður svæðum í verndarflokki komið í friðlýsingarferli, en þar eru margar náttúruperlur á borð við Jökulsá á Fjöllum, Þjórsárver og Torfajökulssvæðið. Verkefni nýrrar verkefnisstjórnar byggir á lögum um rammaáætlun en einnig er dýrmæt leiðsögn í ýtarlegu nefndaráliti meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar þingsins þar sem sérstaklega eru dregin fram atriði sem þarfnast frekari skoðunar í næsta áfanga. Í samþykkt Alþingis felst mikilvæg framtíðarsýn. Hún myndar skýran grunn fyrir atvinnulífið en undirstrikar um leið þýðingu náttúruverndar á Íslandi, núlifandi og komandi kynslóðum til heilla.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun