Úlfar Linnet með vikulega bjórpistla á Vísi 25. október 2013 14:30 Úlfar Linnet er bjórsérfræðingur Vísis. Úlfar Linnet og Vísir hafa tekið höndum saman og verða með vikulega umfjöllun um bjór. Með umfjöllun Úlfars bætist enn við fjölbreytta umfjöllun Vísis. „Ég verð meðal annars með umsagnir um bjór og segi frá áhugaverðum stöðum í íslensku bjórlandslagi. Þá mun ég fjalla um bjór með mat og bjórmenningu líðandi stundar,“ segir Úlfar. „Á næstu vikum mun ég fjalla um nýjar bjórtegundir, hvers vegna jólabjórinn klárast og til hvaða ráða er hægt að grípa þá.“ Frá því að bjórinn var leyfður þann 1. mars árið 1989 hefur áhugi Íslendinga á þessum guðaveigum farið ört vaxandi. Íslendingar eru farnir að brugga sinn eigin bjór og jafnvel flytja út í kassavís við góðan orðstír. Úlfar Linnet er mikill áhugamaður um bjór. Hann er stofnmeðlimur og virkur félagi í Fágun (Félagi áhugamanna um gerjun), sem eru fjölmennustu samtök bjóráhugamanna á Íslandi. Hann er fyrsti kennarinn og prófessor emeritus í Bjórskólanum. Seinna í dag er von á fyrsta pistli Úlfars hér inni á Vísi en þá tekur hann fyrir þeldökkan kaffibjór. Úlfar Linnet Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fleiri fréttir Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira
Úlfar Linnet og Vísir hafa tekið höndum saman og verða með vikulega umfjöllun um bjór. Með umfjöllun Úlfars bætist enn við fjölbreytta umfjöllun Vísis. „Ég verð meðal annars með umsagnir um bjór og segi frá áhugaverðum stöðum í íslensku bjórlandslagi. Þá mun ég fjalla um bjór með mat og bjórmenningu líðandi stundar,“ segir Úlfar. „Á næstu vikum mun ég fjalla um nýjar bjórtegundir, hvers vegna jólabjórinn klárast og til hvaða ráða er hægt að grípa þá.“ Frá því að bjórinn var leyfður þann 1. mars árið 1989 hefur áhugi Íslendinga á þessum guðaveigum farið ört vaxandi. Íslendingar eru farnir að brugga sinn eigin bjór og jafnvel flytja út í kassavís við góðan orðstír. Úlfar Linnet er mikill áhugamaður um bjór. Hann er stofnmeðlimur og virkur félagi í Fágun (Félagi áhugamanna um gerjun), sem eru fjölmennustu samtök bjóráhugamanna á Íslandi. Hann er fyrsti kennarinn og prófessor emeritus í Bjórskólanum. Seinna í dag er von á fyrsta pistli Úlfars hér inni á Vísi en þá tekur hann fyrir þeldökkan kaffibjór.
Úlfar Linnet Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fleiri fréttir Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira