Ákært vegna harkalegu handtökunnar Kristján Hjálmarsson og Jakob Bjarnar skrifar 30. ágúst 2013 08:57 Íbúar við Laugaveg festu atvikið á filmu og fór myndbandið sem eldur í sinu á netinu. Ríkissaksóknari hefur ákært lögreglumann fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi, samkvæmt heimildum Vísis, vegna harkalegrar handtöku á konu í miðborg Reykjavíkur í byrjun júlí. Íbúar á Laugavegi náðu handtökunni á myndband. Á myndbandinu sést konan standa fyrir framan lögreglubíl á miðjum Laugavegi. Því næst gengur hún í átt að bílnum og er greinilegt að lögreglumanninum, sem er undir stýri, hugnast illa framganga hennar. Lögreglumaðurinn stuggar síðan við konunni með bílhurðinni. Á myndbandinu sést þegar lögreglumaðurinn þýtur út úr bílnum og dregur konuna eftir götunni þannig að hún skellur utan í bekk. Hann þrýstir þá hnénu í bak hennar og handtekur. Tveir lögreglumenn til viðbótar aðstoðuðu síðan við að koma konunni í lögreglubílinn. Málið vakti mikla athygli þegar það kom upp í sumar og var lögreglan sökuð um að hafa beitt harðræði við handtökuna. Lögreglumaðurinn var leystur undan skyldum sínum á meðan það var til rannsóknar. Málinu var vísað til ríkissaksóknara auk þess sem Umboðsmaður Alþingis vildi upplýsingar um málið.Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, sagði í samtali við Vísi að handtakan hefði ekki verið óeðlileg og að lögreglumaðurinn hefði beitt viðurkenndum aðferðum. „Staðreynd málsins er sú að þegar lögreglan þarf að beita valdheimildum sínum til að handtaka fólk þá getur slíkt aldrei litið vel út á myndbandi og sér í lagi fyrir þá sem ekki þekkja til,“ sagði Snorri. „Eftir því sem ég hef heyrt frá starfandi lögreglumönnum þá er þetta í fullkomnu samræmi við þær handtökuaðferðir sem nú eru kenndar. Svokallað norskt handtökukerfi sem var tekið upp hér á landi fyrir nokkrum misserum. Aðferðin sem þarna er notuð er algjörlega í samræmi við það kerfi. Vissulega er það óheppilegt að þessi bekkur skuli vera þarna á Laugaveginum og fyrir vikið lítur atvikið verr út en ella.“ Snorri gagnrýndi þá að lögreglumanninum hafi verið vikið frá störfum enda séu menn saklausir uns sekt sé sönnuð. Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfri til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur ákært lögreglumann fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi, samkvæmt heimildum Vísis, vegna harkalegrar handtöku á konu í miðborg Reykjavíkur í byrjun júlí. Íbúar á Laugavegi náðu handtökunni á myndband. Á myndbandinu sést konan standa fyrir framan lögreglubíl á miðjum Laugavegi. Því næst gengur hún í átt að bílnum og er greinilegt að lögreglumanninum, sem er undir stýri, hugnast illa framganga hennar. Lögreglumaðurinn stuggar síðan við konunni með bílhurðinni. Á myndbandinu sést þegar lögreglumaðurinn þýtur út úr bílnum og dregur konuna eftir götunni þannig að hún skellur utan í bekk. Hann þrýstir þá hnénu í bak hennar og handtekur. Tveir lögreglumenn til viðbótar aðstoðuðu síðan við að koma konunni í lögreglubílinn. Málið vakti mikla athygli þegar það kom upp í sumar og var lögreglan sökuð um að hafa beitt harðræði við handtökuna. Lögreglumaðurinn var leystur undan skyldum sínum á meðan það var til rannsóknar. Málinu var vísað til ríkissaksóknara auk þess sem Umboðsmaður Alþingis vildi upplýsingar um málið.Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, sagði í samtali við Vísi að handtakan hefði ekki verið óeðlileg og að lögreglumaðurinn hefði beitt viðurkenndum aðferðum. „Staðreynd málsins er sú að þegar lögreglan þarf að beita valdheimildum sínum til að handtaka fólk þá getur slíkt aldrei litið vel út á myndbandi og sér í lagi fyrir þá sem ekki þekkja til,“ sagði Snorri. „Eftir því sem ég hef heyrt frá starfandi lögreglumönnum þá er þetta í fullkomnu samræmi við þær handtökuaðferðir sem nú eru kenndar. Svokallað norskt handtökukerfi sem var tekið upp hér á landi fyrir nokkrum misserum. Aðferðin sem þarna er notuð er algjörlega í samræmi við það kerfi. Vissulega er það óheppilegt að þessi bekkur skuli vera þarna á Laugaveginum og fyrir vikið lítur atvikið verr út en ella.“ Snorri gagnrýndi þá að lögreglumanninum hafi verið vikið frá störfum enda séu menn saklausir uns sekt sé sönnuð.
Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfri til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira