PlayStation 4 kemur út 29. nóvember í Evrópu Boði Logason skrifar 20. ágúst 2013 19:43 Svona lítur PlayStation 4 út. Mynd/Sony Það eru eflaust nokkrir sem bíða spenntir eftir PlayStation 4 leikjatölvunni. Nú hefur framleiðandi hennar, tæknirisinn Sony, gefið það út að tölvan komi út í nóvember. Á blaðamannafundi sem haldin var á Gamescom ráðstefnunni í Þýskalandi í dag kom fram að leikjatölvan komi út í Bandaríkjunum 15. nóvember og í Evrópu 29. nóvember. Tölvan mun kosta 399 dollara eða um 48 þúsund krónur. Sony gaf það einnig út að 33 leikir verða tilbúnir fyrir árslok, sem eru sérstaklega hannaðir fyrir tölvuna. Má þar nefna leiki á borð við FIFA 14, Battlefield 4, Call of Duty: Ghosts, NBA 2K14 og Madden 25. Þá verða einnig fjölmargir leikir í boði sem hægt verður að hlaða niður. PlayStation 4 tölvan verður 100 dollurum ódýrari en Xbox One, sem kemur einnig út í haust. Leikjavísir Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Terry Reid látinn Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið
Það eru eflaust nokkrir sem bíða spenntir eftir PlayStation 4 leikjatölvunni. Nú hefur framleiðandi hennar, tæknirisinn Sony, gefið það út að tölvan komi út í nóvember. Á blaðamannafundi sem haldin var á Gamescom ráðstefnunni í Þýskalandi í dag kom fram að leikjatölvan komi út í Bandaríkjunum 15. nóvember og í Evrópu 29. nóvember. Tölvan mun kosta 399 dollara eða um 48 þúsund krónur. Sony gaf það einnig út að 33 leikir verða tilbúnir fyrir árslok, sem eru sérstaklega hannaðir fyrir tölvuna. Má þar nefna leiki á borð við FIFA 14, Battlefield 4, Call of Duty: Ghosts, NBA 2K14 og Madden 25. Þá verða einnig fjölmargir leikir í boði sem hægt verður að hlaða niður. PlayStation 4 tölvan verður 100 dollurum ódýrari en Xbox One, sem kemur einnig út í haust.
Leikjavísir Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Terry Reid látinn Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið