Fylgdust með Vikernes um nokkurt skeið Kristján Hjálmarsson skrifar 16. júlí 2013 18:33 Vikernes var handtekinn í Frakklandi í morgun. Yfirvöld í Frakklandi hafa staðfest við norsku fréttastofuna NRK að þau hafi fylgst með því sem Varg Vikernes hefur aðhafst á netinu síðustu mánuði. Það eru sérstaklega tvö blogg sem hann hélt úti sem þau fylgdust með. "Okkur grunaði strax að hann ætti hlut að máli því hann hafði skrifað níð um gyðinga, múslima og fleiri," segir franski saksóknarinn Agnés Thibault-Lecuivre í viðtali við NRK. "Við teljum að hann hafi haft tengsl við öfga hægrimenn sem hugðu á hryðjuverk. Hann er grunaður um það. Við höfum sem stendur ekki fundið nákvæm gögn en við sjáum hvað rannsóknin leiðir í ljós," sagði Agnés. Norski tónlistarmaðurinn Kristian „Varg“ Vikernes var handtekinn í Frakklandi í dag, grunaður um að hafa skipulagt „stórfelld hryðjuverk“, eins og kemur fram í tilkynningu frá innanríkisráðuneyti Frakklands. Vikernes var handtekinn á heimili sínu í Corrèze í morgun, en hann var dæmdur í 21 árs fangelsi árið 1994 fyrir morðið á Øystein Aarseth, gítarleikara svartmálmsveitarinnar Mayhem, árið áður. Vikernes, sem var einnig meðlimur sveitarinnar, fékk reynslulausn úr fangelsi í ársbyrjun 2009. Hann er yfirlýstur nýnasisti og virkur bloggari. Lögreglan er sögð hafa komist á snoðir um fyrirætlanir Vikernes þegar hann fékk sent eintak af stefnuyfirlýsingu norska fjöldamorðingjans Anders Breiviks, og lét til skarar skríða þegar eiginkona Vikernes keypti fjóra riffla. Eins og fram kom á Vísi í dag átti Vikernes íslenskan pennavin. Frakkland Noregur Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira
Yfirvöld í Frakklandi hafa staðfest við norsku fréttastofuna NRK að þau hafi fylgst með því sem Varg Vikernes hefur aðhafst á netinu síðustu mánuði. Það eru sérstaklega tvö blogg sem hann hélt úti sem þau fylgdust með. "Okkur grunaði strax að hann ætti hlut að máli því hann hafði skrifað níð um gyðinga, múslima og fleiri," segir franski saksóknarinn Agnés Thibault-Lecuivre í viðtali við NRK. "Við teljum að hann hafi haft tengsl við öfga hægrimenn sem hugðu á hryðjuverk. Hann er grunaður um það. Við höfum sem stendur ekki fundið nákvæm gögn en við sjáum hvað rannsóknin leiðir í ljós," sagði Agnés. Norski tónlistarmaðurinn Kristian „Varg“ Vikernes var handtekinn í Frakklandi í dag, grunaður um að hafa skipulagt „stórfelld hryðjuverk“, eins og kemur fram í tilkynningu frá innanríkisráðuneyti Frakklands. Vikernes var handtekinn á heimili sínu í Corrèze í morgun, en hann var dæmdur í 21 árs fangelsi árið 1994 fyrir morðið á Øystein Aarseth, gítarleikara svartmálmsveitarinnar Mayhem, árið áður. Vikernes, sem var einnig meðlimur sveitarinnar, fékk reynslulausn úr fangelsi í ársbyrjun 2009. Hann er yfirlýstur nýnasisti og virkur bloggari. Lögreglan er sögð hafa komist á snoðir um fyrirætlanir Vikernes þegar hann fékk sent eintak af stefnuyfirlýsingu norska fjöldamorðingjans Anders Breiviks, og lét til skarar skríða þegar eiginkona Vikernes keypti fjóra riffla. Eins og fram kom á Vísi í dag átti Vikernes íslenskan pennavin.
Frakkland Noregur Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira