Íslandsmeistararnir á ÍM 50 í sundi í dag - myndir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. apríl 2013 21:57 Hrafnhildur í 200 metra bringusundi Mynd/Daníel Öðrum degi Íslandsmeistaramótsins í 50 metra laug er lokið og voru átta Íslandsmeistarar krýndir í úrslitahlutanum í dag. Sundsambandið var með yfirlit yfir daginn á heimasíðu sinni og Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, tók myndirnar hér fyrir ofan.Hrafnhildur Lúthersdóttir úr SH var nærri því að slá Íslandsmet sitt í 200 metra bringusundi þegar hún sigraði í greininni í kvöld. Hrafnhildur synti á 2:27,81 mínútum en Íslandsmet hennar er 2:27,11 mínútur. Hún náði A-lágmarkinu fyrir heimsmeistaramótið en það er 2:27,88 mínútur. Hrafnhildur var á betri tíma fyrstu 150 metrana í dag en þegar hún setti Íslandsmet sitt. Síðustu 50 metrarnir voru hinsvegar erfiðir en enginn sundmaður hélt henni við efnið því næsti keppandi var 17 sekúndum á eftir í mark. Það var hin unga Ólöf Edda Eðvarðsdóttir, ÍRB, dóttir Eðvarðs Þórs Eðvarðssonar, Íslandsmethafa og meistara í sundi.Eygló Ósk Gústafsdóttir úr Ægi hjó nærri eigin Íslandsmeti í 200 m baksundi þegar hún kom fyrst í mark á 2.11,98 mínútum. Önnur varð Íris Ósk Hilmarsdóttir ÍRB á 2.20,77 mínútum.Anton Sveinn McKee úr Ægi var 11 sekúndum frá eigin meti í 1500 m skriðsundi en vann engu að síður yfirburðarsigur á 15.38,58 mínútum. Næstur varð Færeyingurinn Oli Mortensen á 16.08,20 sem er færeyskt unglingamet. Arnór Stefánsson, SH, varð þriðji á tímanum 16:26,16 mínútum.Ingibjörg K. Jónsdóttir úr SH varð fyrst í 100 m skriðsundi kvenna en SH vann þrefalt í þeirri grein. Ingibjörg synti á 57,38 sekúndum, Karen Sif Vilhjálmsdóttir varð önnur á 57,90 og Snjólaug Hansdóttir hafnaði síðan í þriðja sætinu.Orri Freyr Guðmundsson úr SH varð íslandsmeistari í 100m skriðsundi karla á tímanum 52,64 sekúndum. Annar varð Alex Jóhannesson KR á tímanum 52,79 sekúndum og þriðji í þessari grein varð Aron Örn Stefánsson ÍRB á tímanum 52,87 sekúndum. Daniel Hannes Pálsson úr Fjölni varð Íslandsmeistari í 200 m flugsundi karla á 2.08,14 mínútum. Sveinbjörn Pálmi Karlsson úr Breiðabliki varð annar og Baldvin Sigmarsson úr ÍRB þriðji.Rebekka Jaferian úr Ægi varð Íslandsmeistari í 400 m skriðsundi á 4.32,24 mínútum. Bára K. Björgvinsdóttir úr SH varð önnur á tímanum 4:34,24 mínútum og Birta María Falsdóttir úr ÍRB kom þriðja í mark á tímanum 4:40,09 mínútum. Loks vann Færeyingurinn Bartal Hofgaard Hestoy 200 m bringusund karla á 2.26,49 mínútum og bætti færeyska landsmetið um leið. Kristinn Þórarinsson úr Fjölni varð Íslandsmeistari í greininni en hann kom annar í mark á 2:29.28 mínútum. Baldvin Sigmarsson úr ÍRB varð þriðji á tímanum 2:34,01 mínútum. Sund Tengdar fréttir Þau bestu synda í Laugardalnum Íslandsmeistaramótið í sundi í 50 metra laug hófst í sundmiðstöðinni í Laugardal í morgun. 132 bestu sundmenn landsins mæta til keppni ásamt erlendum gestum. 11. apríl 2013 11:15 Hrafnhildur náði HM-lágmarki Hrafnhildur Lúthersdóttir úr SH var nálægt því að bæta Íslandsmet sitt í 200 metra bringusundi á Íslandsmeistaramótinu í 50 metra laug. Metið féll ekki en Hrafnhildur náði hinsvegar lágmörkum á HM í Barcelona í sumar. 12. apríl 2013 18:43 Anton Sveinn bætti Íslandsmet | Úrslit dagsins Anton Sveinn McKee bætti í dag Íslandsmetið í 400 m skriðsundi karla en hann deildi áður metinu með Erni Arnarsyni. 11. apríl 2013 18:42 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Sjá meira
Öðrum degi Íslandsmeistaramótsins í 50 metra laug er lokið og voru átta Íslandsmeistarar krýndir í úrslitahlutanum í dag. Sundsambandið var með yfirlit yfir daginn á heimasíðu sinni og Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, tók myndirnar hér fyrir ofan.Hrafnhildur Lúthersdóttir úr SH var nærri því að slá Íslandsmet sitt í 200 metra bringusundi þegar hún sigraði í greininni í kvöld. Hrafnhildur synti á 2:27,81 mínútum en Íslandsmet hennar er 2:27,11 mínútur. Hún náði A-lágmarkinu fyrir heimsmeistaramótið en það er 2:27,88 mínútur. Hrafnhildur var á betri tíma fyrstu 150 metrana í dag en þegar hún setti Íslandsmet sitt. Síðustu 50 metrarnir voru hinsvegar erfiðir en enginn sundmaður hélt henni við efnið því næsti keppandi var 17 sekúndum á eftir í mark. Það var hin unga Ólöf Edda Eðvarðsdóttir, ÍRB, dóttir Eðvarðs Þórs Eðvarðssonar, Íslandsmethafa og meistara í sundi.Eygló Ósk Gústafsdóttir úr Ægi hjó nærri eigin Íslandsmeti í 200 m baksundi þegar hún kom fyrst í mark á 2.11,98 mínútum. Önnur varð Íris Ósk Hilmarsdóttir ÍRB á 2.20,77 mínútum.Anton Sveinn McKee úr Ægi var 11 sekúndum frá eigin meti í 1500 m skriðsundi en vann engu að síður yfirburðarsigur á 15.38,58 mínútum. Næstur varð Færeyingurinn Oli Mortensen á 16.08,20 sem er færeyskt unglingamet. Arnór Stefánsson, SH, varð þriðji á tímanum 16:26,16 mínútum.Ingibjörg K. Jónsdóttir úr SH varð fyrst í 100 m skriðsundi kvenna en SH vann þrefalt í þeirri grein. Ingibjörg synti á 57,38 sekúndum, Karen Sif Vilhjálmsdóttir varð önnur á 57,90 og Snjólaug Hansdóttir hafnaði síðan í þriðja sætinu.Orri Freyr Guðmundsson úr SH varð íslandsmeistari í 100m skriðsundi karla á tímanum 52,64 sekúndum. Annar varð Alex Jóhannesson KR á tímanum 52,79 sekúndum og þriðji í þessari grein varð Aron Örn Stefánsson ÍRB á tímanum 52,87 sekúndum. Daniel Hannes Pálsson úr Fjölni varð Íslandsmeistari í 200 m flugsundi karla á 2.08,14 mínútum. Sveinbjörn Pálmi Karlsson úr Breiðabliki varð annar og Baldvin Sigmarsson úr ÍRB þriðji.Rebekka Jaferian úr Ægi varð Íslandsmeistari í 400 m skriðsundi á 4.32,24 mínútum. Bára K. Björgvinsdóttir úr SH varð önnur á tímanum 4:34,24 mínútum og Birta María Falsdóttir úr ÍRB kom þriðja í mark á tímanum 4:40,09 mínútum. Loks vann Færeyingurinn Bartal Hofgaard Hestoy 200 m bringusund karla á 2.26,49 mínútum og bætti færeyska landsmetið um leið. Kristinn Þórarinsson úr Fjölni varð Íslandsmeistari í greininni en hann kom annar í mark á 2:29.28 mínútum. Baldvin Sigmarsson úr ÍRB varð þriðji á tímanum 2:34,01 mínútum.
Sund Tengdar fréttir Þau bestu synda í Laugardalnum Íslandsmeistaramótið í sundi í 50 metra laug hófst í sundmiðstöðinni í Laugardal í morgun. 132 bestu sundmenn landsins mæta til keppni ásamt erlendum gestum. 11. apríl 2013 11:15 Hrafnhildur náði HM-lágmarki Hrafnhildur Lúthersdóttir úr SH var nálægt því að bæta Íslandsmet sitt í 200 metra bringusundi á Íslandsmeistaramótinu í 50 metra laug. Metið féll ekki en Hrafnhildur náði hinsvegar lágmörkum á HM í Barcelona í sumar. 12. apríl 2013 18:43 Anton Sveinn bætti Íslandsmet | Úrslit dagsins Anton Sveinn McKee bætti í dag Íslandsmetið í 400 m skriðsundi karla en hann deildi áður metinu með Erni Arnarsyni. 11. apríl 2013 18:42 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Sjá meira
Þau bestu synda í Laugardalnum Íslandsmeistaramótið í sundi í 50 metra laug hófst í sundmiðstöðinni í Laugardal í morgun. 132 bestu sundmenn landsins mæta til keppni ásamt erlendum gestum. 11. apríl 2013 11:15
Hrafnhildur náði HM-lágmarki Hrafnhildur Lúthersdóttir úr SH var nálægt því að bæta Íslandsmet sitt í 200 metra bringusundi á Íslandsmeistaramótinu í 50 metra laug. Metið féll ekki en Hrafnhildur náði hinsvegar lágmörkum á HM í Barcelona í sumar. 12. apríl 2013 18:43
Anton Sveinn bætti Íslandsmet | Úrslit dagsins Anton Sveinn McKee bætti í dag Íslandsmetið í 400 m skriðsundi karla en hann deildi áður metinu með Erni Arnarsyni. 11. apríl 2013 18:42