Stytta verði reist af Neil Armstrong á Íslandi Kristján Már Unnarsson skrifar 10. mars 2013 19:59 Einn bandarísku Apollo-geimfaranna laumaði íslenskum 25-eyringi með sér í tunglferð og er hann sagður eini peningur mannkyns sem fór slíka ferð. Í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld hvatti ungur Húsvíkingur til þess að minnisvarði verði reistur í Þingeyjarsýslum um æfingar Neil Armstrongs og félaga á Íslandi fyrir tunglferðirnar. Þáttinn má sjá í heild sinni hér að ofan. Þegar Neil Armstrong lést í fyrra var rifjað upp að hann var í hópi Apollo-geimfaranna sem komu til Íslands til þjálfunar fyrir tunglferðirnar sögulegu. Ísland var eina landið utan Bandaríkjanna sem NASA notaði í þessu skyni og vill Örlygur Hnefill Örlygsson, hótelstjóri á Húsavík, að Íslendingar geri meira úr hlutverki Íslands í tunglferðunum, en 9 af þeim 12 mönnum, sem lentu á tunglinu, komu hingað til lands til jarðfræðináms árin 1965 og 1967. Neil Armstrong með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra í Herðubreiðarlindum árð 1967.Mynd/Sverrir Pálsson, Akureyri.Svo vill til að varðveist hafa ýmsir munir frá Íslandsdvöl geimfaranna, til dæmis mataráhöldin sem þeir notuðu í Öskju, og spúnarnir sem Neil Armstrong notaði við veiðar í Laxá í Þingeyjarsýslu. Og skrín í eigu Péturs Guðmundssonar, fyrrverandi flugvallarstjóra Keflavíkurflugvallar, geymir eina peninginn sem farið hefur í tunglferð, íslenskan 25-eyring. Geimfarinn Bill Anders, sem kynnst hafði Pétri þegar hann gegndi hermennsku á Keflavíkurflugvelli, hafði fengið 25-eyringinn að gjöf frá þessum íslenska vini sínum og tók hann með í ferð Apollo 8 umhverfis tunglið.Neil Armstrong veiðir í Laxá í Mývatnssveit.Mynd/Sverrir Pálsson, Akureyri.Örlygur Hnefill vill renna fleiri stoðum undir ferðaþjónustuna og ein hugmyndin er að gera Húsavík að miðstöð könnunarsögu. Tunglferðirnar séu einn þátturinn og tengist Þingeyjarsýslum og hvetur Örlygur til þess að minnisvarði verðir reistur um æfingar Apollo-geimfaranna, til dæmis stytta af Neil Armstrong í tungllandslagi á Íslandi.Armstrong og félagar snæða nesti í Öskju ásamt jarðfræðingunum Sigurði Þórarinssyni og Guðmundi Sigvaldasyni.Tveimur árum eftir að þessar myndir voru teknar á Íslandi steig Neil Armstrong, fyrstur manna, fæti á tunglið.Geimfaraefnin við Grjótagjá í Mývatnssveit sumarið 1967. Geimurinn Norðurþing Um land allt Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Einn bandarísku Apollo-geimfaranna laumaði íslenskum 25-eyringi með sér í tunglferð og er hann sagður eini peningur mannkyns sem fór slíka ferð. Í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld hvatti ungur Húsvíkingur til þess að minnisvarði verði reistur í Þingeyjarsýslum um æfingar Neil Armstrongs og félaga á Íslandi fyrir tunglferðirnar. Þáttinn má sjá í heild sinni hér að ofan. Þegar Neil Armstrong lést í fyrra var rifjað upp að hann var í hópi Apollo-geimfaranna sem komu til Íslands til þjálfunar fyrir tunglferðirnar sögulegu. Ísland var eina landið utan Bandaríkjanna sem NASA notaði í þessu skyni og vill Örlygur Hnefill Örlygsson, hótelstjóri á Húsavík, að Íslendingar geri meira úr hlutverki Íslands í tunglferðunum, en 9 af þeim 12 mönnum, sem lentu á tunglinu, komu hingað til lands til jarðfræðináms árin 1965 og 1967. Neil Armstrong með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra í Herðubreiðarlindum árð 1967.Mynd/Sverrir Pálsson, Akureyri.Svo vill til að varðveist hafa ýmsir munir frá Íslandsdvöl geimfaranna, til dæmis mataráhöldin sem þeir notuðu í Öskju, og spúnarnir sem Neil Armstrong notaði við veiðar í Laxá í Þingeyjarsýslu. Og skrín í eigu Péturs Guðmundssonar, fyrrverandi flugvallarstjóra Keflavíkurflugvallar, geymir eina peninginn sem farið hefur í tunglferð, íslenskan 25-eyring. Geimfarinn Bill Anders, sem kynnst hafði Pétri þegar hann gegndi hermennsku á Keflavíkurflugvelli, hafði fengið 25-eyringinn að gjöf frá þessum íslenska vini sínum og tók hann með í ferð Apollo 8 umhverfis tunglið.Neil Armstrong veiðir í Laxá í Mývatnssveit.Mynd/Sverrir Pálsson, Akureyri.Örlygur Hnefill vill renna fleiri stoðum undir ferðaþjónustuna og ein hugmyndin er að gera Húsavík að miðstöð könnunarsögu. Tunglferðirnar séu einn þátturinn og tengist Þingeyjarsýslum og hvetur Örlygur til þess að minnisvarði verðir reistur um æfingar Apollo-geimfaranna, til dæmis stytta af Neil Armstrong í tungllandslagi á Íslandi.Armstrong og félagar snæða nesti í Öskju ásamt jarðfræðingunum Sigurði Þórarinssyni og Guðmundi Sigvaldasyni.Tveimur árum eftir að þessar myndir voru teknar á Íslandi steig Neil Armstrong, fyrstur manna, fæti á tunglið.Geimfaraefnin við Grjótagjá í Mývatnssveit sumarið 1967.
Geimurinn Norðurþing Um land allt Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira