Öruggt og heilnæmt umhverfi fyrir alla Svandís Svavarsdóttir skrifar 2. nóvember 2012 08:00 Stjórnvöldum er iðulega legið á hálsi fyrir að vera skammsýn og fyrirhyggjulaus. Nærtækt er að benda á hrun bankakerfisins, þar sem framtíðarhagsmunum þjóðar var stefnt í voða, meðal annars vegna ófullburða regluverks og eftirlitskerfis. Það er engum blöðum um það að fletta hversu mikilvægt er að setja samfélaginu skýrar, öflugar og framsýnar leikreglur. Vandinn við að setja slíkar reglur er hversu erfitt er að spá fyrir um framtíðina. Því er skiljanleg sú tilhneiging að ganga út frá ríkjandi ástandi þegar leikreglur framtíðarinnar eru settar. Horft til framtíðar án hindranaFyrr á þessu ári tók gildi ný byggingarreglugerð. Undanfarið hefur verið gagnrýnt að í henni séu gerðar miklar kröfur til húsbyggjenda sem leiði til kostnaðarauka. Umræddar kröfur snúa að atriðum á borð við algilda hönnun, sem tryggja á jafnt aðgengi allra. Þarna er ekki einungis tekið tillit til þeirra sem búa við varanlega hreyfihömlun, heldur alls almennings. Það er kunnara en frá þurfi að segja að einstaklingar missa stundum hreyfigetu tímabundið vegna óhappa eða veikinda og það er lögmál lífsins að eldast, með tilheyrandi hreyfiskerðingu fyrir þorra fólks. Með aukinni áherslu á að eldri borgarar búi sem lengst í eigin húsnæði eykst þörfin fyrir að aðgengismál séu í lagi. Það lýsir framsýni Alþingis að mannvirkjalög breyttust í meðförum þess, á þann hátt að stjórnvöldum væri skylt að tryggja aðgengi fyrir alla. Í stað þess að ganga út frá þröngu sjónarhorni hins óbreytta ástands eru gerðar kröfur um að húsnæðið geti þjónað notendum þess á ólíkum tímum og við misjafnar aðstæður. Málið snýst um að gera samfélagið í heild aðgengilegt fyrir alla. Þannig samfélag hljótum við öll að vilja. Sjálfbærni og hagkvæmniAuknar kröfur um sjálfbærni í mannvirkjagerð hafa einnig verið gagnrýndar. Hefur þar farið hátt að auknar kröfur um einangrun bygginga muni ekki skila sér í lækkun kostnaðar við rekstur þeirra. Þetta byggir á því að hér verði húshitunarkostnaður alltaf lágur – óbreytt ástand. Reyndin er hins vegar að hér er ekkert fast í hendi eins og dæmi um gjaldskrárhækkanir sýna. Þá hefur hluti landsmanna aldrei getað nýtt sér ódýran jarðvarma til upphitunar, heldur orðið að treysta á aðra og dýrari orkugjafa. Það er ekki bara framsýni fólgin í því að auka kröfur um einangrun nýbygginga, heldur er það hið eina rökrétta. Hver vill standa frammi fyrir því að húseigendur þurfi upp til hópa að endureinangra híbýli sín með þeim mikla kostnaði sem slíkri eftiráaðgerð tilheyrir, allt vegna skammsýni í setningu reglugerða einhverjum árum fyrr? Einnig vaknar áleitin spurning um það hvers vegna Íslendingar ættu að sætta sig við að gerðar séu minni kröfur til húsnæðis hér en í nágrannalöndunum. Helstu nýmæli í reglugerðinni sækja fyrirmyndir til byggingarreglugerða á Norðurlöndum og í Evrópu og var áhersla lögð á að Íslendingar yrðu ekki eftirbátar annarra í þessum efnum. Það er varasamt að slá af kröfum vegna stundarhagsmuna þegar um stærstu fjárfestingar einstaklinga er að ræða. Í þessu gildir að vanda skal til þess er vel á að standa. Allt of mörg dæmi um rakaskemmdir og sveppagróður í nýlegum byggingum sýna og sanna hversu dýrkeypt skammsýni getur verið í mannvirkjagerð. Breyttar stærðir og aukinn sveigjanleikiEn hvað gagnast góðar fyrirætlanir ef fæstir hafa ráð á að koma sér upp þaki yfir höfuðið? Því hefur verið haldið fram að byggingakostnaður aukist um tugi prósenta með tilkomu þessarar nýju reglugerðar. Þegar dæmin eru skoðuð kemur hins vegar í ljós að kostnaðurinn er mjög orðum aukinn. Þetta á ekki síst við þegar dæmi eru tekin af stúdentagörðum, sem sérstaklega er fjallað um í byggingarreglugerðinni og enn meiri sveigjanleiki er gefinn í hönnun slíks húsnæðis. Vissulega munu tiltekin atriði nýrrar byggingarreglugerðar leiða til aukins kostnaðar. Sum þessara atriða eiga að tryggja öryggi íbúa eða auka gæði mannvirkjanna. Önnur eru til komin vegna áherslu Alþingis á aðgengi fyrir alla. Á móti slíkum kostnaðarauka kemur m.a. aukinn sveigjanleiki í nýju byggingarreglugerðinni til að samnýta og sameina rými. Mannvirkjastofnun hefur gert samanburð á ólíkum íbúðarstærðum og birt á heimasíðu sinni. Þar sést að almennt hafi breyttar kröfur óveruleg áhrif á stærðir íbúða, ef tekið er tillit til þessa sveigjanleika. Mannvirkjagerð er flókin og kostnaðarsöm og til margs að líta. Auknar kröfur eru ekki til komnar vegna þess að stjórnvöld séu illa þjökuð af stjórnlyndi, heldur endurspeglar það mikilvægi þess að vel takist til. Það er mikilvægt að grunnreglurnar séu skýrar og tryggi allt í senn; að húsnæði sé öruggt, það sé vandað og endingargott og að stuðla að aðgengi fyrir alla, í samræmi við alþjóðasamninga og eindreginn vilja Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnvöldum er iðulega legið á hálsi fyrir að vera skammsýn og fyrirhyggjulaus. Nærtækt er að benda á hrun bankakerfisins, þar sem framtíðarhagsmunum þjóðar var stefnt í voða, meðal annars vegna ófullburða regluverks og eftirlitskerfis. Það er engum blöðum um það að fletta hversu mikilvægt er að setja samfélaginu skýrar, öflugar og framsýnar leikreglur. Vandinn við að setja slíkar reglur er hversu erfitt er að spá fyrir um framtíðina. Því er skiljanleg sú tilhneiging að ganga út frá ríkjandi ástandi þegar leikreglur framtíðarinnar eru settar. Horft til framtíðar án hindranaFyrr á þessu ári tók gildi ný byggingarreglugerð. Undanfarið hefur verið gagnrýnt að í henni séu gerðar miklar kröfur til húsbyggjenda sem leiði til kostnaðarauka. Umræddar kröfur snúa að atriðum á borð við algilda hönnun, sem tryggja á jafnt aðgengi allra. Þarna er ekki einungis tekið tillit til þeirra sem búa við varanlega hreyfihömlun, heldur alls almennings. Það er kunnara en frá þurfi að segja að einstaklingar missa stundum hreyfigetu tímabundið vegna óhappa eða veikinda og það er lögmál lífsins að eldast, með tilheyrandi hreyfiskerðingu fyrir þorra fólks. Með aukinni áherslu á að eldri borgarar búi sem lengst í eigin húsnæði eykst þörfin fyrir að aðgengismál séu í lagi. Það lýsir framsýni Alþingis að mannvirkjalög breyttust í meðförum þess, á þann hátt að stjórnvöldum væri skylt að tryggja aðgengi fyrir alla. Í stað þess að ganga út frá þröngu sjónarhorni hins óbreytta ástands eru gerðar kröfur um að húsnæðið geti þjónað notendum þess á ólíkum tímum og við misjafnar aðstæður. Málið snýst um að gera samfélagið í heild aðgengilegt fyrir alla. Þannig samfélag hljótum við öll að vilja. Sjálfbærni og hagkvæmniAuknar kröfur um sjálfbærni í mannvirkjagerð hafa einnig verið gagnrýndar. Hefur þar farið hátt að auknar kröfur um einangrun bygginga muni ekki skila sér í lækkun kostnaðar við rekstur þeirra. Þetta byggir á því að hér verði húshitunarkostnaður alltaf lágur – óbreytt ástand. Reyndin er hins vegar að hér er ekkert fast í hendi eins og dæmi um gjaldskrárhækkanir sýna. Þá hefur hluti landsmanna aldrei getað nýtt sér ódýran jarðvarma til upphitunar, heldur orðið að treysta á aðra og dýrari orkugjafa. Það er ekki bara framsýni fólgin í því að auka kröfur um einangrun nýbygginga, heldur er það hið eina rökrétta. Hver vill standa frammi fyrir því að húseigendur þurfi upp til hópa að endureinangra híbýli sín með þeim mikla kostnaði sem slíkri eftiráaðgerð tilheyrir, allt vegna skammsýni í setningu reglugerða einhverjum árum fyrr? Einnig vaknar áleitin spurning um það hvers vegna Íslendingar ættu að sætta sig við að gerðar séu minni kröfur til húsnæðis hér en í nágrannalöndunum. Helstu nýmæli í reglugerðinni sækja fyrirmyndir til byggingarreglugerða á Norðurlöndum og í Evrópu og var áhersla lögð á að Íslendingar yrðu ekki eftirbátar annarra í þessum efnum. Það er varasamt að slá af kröfum vegna stundarhagsmuna þegar um stærstu fjárfestingar einstaklinga er að ræða. Í þessu gildir að vanda skal til þess er vel á að standa. Allt of mörg dæmi um rakaskemmdir og sveppagróður í nýlegum byggingum sýna og sanna hversu dýrkeypt skammsýni getur verið í mannvirkjagerð. Breyttar stærðir og aukinn sveigjanleikiEn hvað gagnast góðar fyrirætlanir ef fæstir hafa ráð á að koma sér upp þaki yfir höfuðið? Því hefur verið haldið fram að byggingakostnaður aukist um tugi prósenta með tilkomu þessarar nýju reglugerðar. Þegar dæmin eru skoðuð kemur hins vegar í ljós að kostnaðurinn er mjög orðum aukinn. Þetta á ekki síst við þegar dæmi eru tekin af stúdentagörðum, sem sérstaklega er fjallað um í byggingarreglugerðinni og enn meiri sveigjanleiki er gefinn í hönnun slíks húsnæðis. Vissulega munu tiltekin atriði nýrrar byggingarreglugerðar leiða til aukins kostnaðar. Sum þessara atriða eiga að tryggja öryggi íbúa eða auka gæði mannvirkjanna. Önnur eru til komin vegna áherslu Alþingis á aðgengi fyrir alla. Á móti slíkum kostnaðarauka kemur m.a. aukinn sveigjanleiki í nýju byggingarreglugerðinni til að samnýta og sameina rými. Mannvirkjastofnun hefur gert samanburð á ólíkum íbúðarstærðum og birt á heimasíðu sinni. Þar sést að almennt hafi breyttar kröfur óveruleg áhrif á stærðir íbúða, ef tekið er tillit til þessa sveigjanleika. Mannvirkjagerð er flókin og kostnaðarsöm og til margs að líta. Auknar kröfur eru ekki til komnar vegna þess að stjórnvöld séu illa þjökuð af stjórnlyndi, heldur endurspeglar það mikilvægi þess að vel takist til. Það er mikilvægt að grunnreglurnar séu skýrar og tryggi allt í senn; að húsnæði sé öruggt, það sé vandað og endingargott og að stuðla að aðgengi fyrir alla, í samræmi við alþjóðasamninga og eindreginn vilja Alþingis.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun