Siðmennt en ekki Kárahnjúkar 25. október 2012 06:00 Sagt hefur verið í mín eyru að það komi úr hörðustu átt þegar ég vilji að almennt gildi það um mál sem fyrir Alþingi eru lögð, að þau komi til atkvæðagreiðslu. Fyrr á árum hafi ég iðulega gengið hart fram í því að koma í veg fyrir einmitt þetta með langri og stundum óbilgjarnri umræðu í þingsal. Í því sambandi eru síðan nefnd mál á borð við Kárahnjúkavirkjun, einkavæðingu Símans, bankanna og grunnvatnsins, hlutafélagsvæðingu Ríkisútvarpsins og sitthvað fleira. Nokkuð er til í þessari gagnrýni. Í fámennri stjórnarandstöðu varð þrautalendingin stundum sú að reyna að skjóta málum á frest og skapa þannig ráðrúm til almennrar umræðu í þjóðfélaginu, mætti hún verða til að koma í veg fyrir hið óumflýjanlega í atkvæðagreiðslu á Alþingi, þar sem úrslitin réðust oftar en ekki af flokksaga. Málþóf og tafir er vissulega umdeilanleg baráttuaðferð og eftir því sem þingmenn verða sjálfstæðari í skoðunum og vinnubrögðum mun hún án efa úreldast. Vonandi. En nú hefur komið vel á vondan því nú hendir það mig eins og forvera mína á ráðherrastóli að mál sem ég hef lagt fram komast ekki til endanlegrar afgreiðslu. Eitt slíkt mál er frumvarp um lífsskoðunarfélög, lagaheimild til að virða tilverurétt félags á borð við Siðmennt, til jafns við trúfélög. Andstæðingar þessa frumvarps hafa hingað til komið í veg fyrir að það komi til atkvæðagreiðslu. Viðurkenning á lífsskoðunarfélögum á borð við Siðmennt gengur ekki á rétt nokkurs manns til að velja sér trú, trúarbrögð eða trúleysi. Um er að ræða að jafna stöðu fólks sem kýs sér mismunandi vettvang fyrir mannrækt, tilvistarspurningar og andlega þekkingarleit. Mér hefur þótt það bera vott um víðsýni ýmissa leiðandi aðila innan Þjóðkirkjunnar að styðja þetta frumvarp og þar með viðurkenningu á Siðmennt og því góða starfi sem þar er unnið. Ætli menn að koma í veg fyrir að lífsskoðunarfélög geti öðlast viðurkenningu til jafns við trúfélög þá verða hinir sömu að gera grein fyrir þeirri afstöðu sinni og þeim hagsmunum sem eru í húfi. Siðmennt er hvorki Kárahnjúkar né bankaeinkavæðing. Siðmennt hefur uppskorið almenna viðurkenningu og virðingu. Jákvæð afstaða til uppbyggilegra lífsskoðunarfélaga ætti að eiga hljómgrunn í öllum stjórnmálaflokkum. Á það þarf að láta reyna á Alþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Ögmundur Jónasson Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
Sagt hefur verið í mín eyru að það komi úr hörðustu átt þegar ég vilji að almennt gildi það um mál sem fyrir Alþingi eru lögð, að þau komi til atkvæðagreiðslu. Fyrr á árum hafi ég iðulega gengið hart fram í því að koma í veg fyrir einmitt þetta með langri og stundum óbilgjarnri umræðu í þingsal. Í því sambandi eru síðan nefnd mál á borð við Kárahnjúkavirkjun, einkavæðingu Símans, bankanna og grunnvatnsins, hlutafélagsvæðingu Ríkisútvarpsins og sitthvað fleira. Nokkuð er til í þessari gagnrýni. Í fámennri stjórnarandstöðu varð þrautalendingin stundum sú að reyna að skjóta málum á frest og skapa þannig ráðrúm til almennrar umræðu í þjóðfélaginu, mætti hún verða til að koma í veg fyrir hið óumflýjanlega í atkvæðagreiðslu á Alþingi, þar sem úrslitin réðust oftar en ekki af flokksaga. Málþóf og tafir er vissulega umdeilanleg baráttuaðferð og eftir því sem þingmenn verða sjálfstæðari í skoðunum og vinnubrögðum mun hún án efa úreldast. Vonandi. En nú hefur komið vel á vondan því nú hendir það mig eins og forvera mína á ráðherrastóli að mál sem ég hef lagt fram komast ekki til endanlegrar afgreiðslu. Eitt slíkt mál er frumvarp um lífsskoðunarfélög, lagaheimild til að virða tilverurétt félags á borð við Siðmennt, til jafns við trúfélög. Andstæðingar þessa frumvarps hafa hingað til komið í veg fyrir að það komi til atkvæðagreiðslu. Viðurkenning á lífsskoðunarfélögum á borð við Siðmennt gengur ekki á rétt nokkurs manns til að velja sér trú, trúarbrögð eða trúleysi. Um er að ræða að jafna stöðu fólks sem kýs sér mismunandi vettvang fyrir mannrækt, tilvistarspurningar og andlega þekkingarleit. Mér hefur þótt það bera vott um víðsýni ýmissa leiðandi aðila innan Þjóðkirkjunnar að styðja þetta frumvarp og þar með viðurkenningu á Siðmennt og því góða starfi sem þar er unnið. Ætli menn að koma í veg fyrir að lífsskoðunarfélög geti öðlast viðurkenningu til jafns við trúfélög þá verða hinir sömu að gera grein fyrir þeirri afstöðu sinni og þeim hagsmunum sem eru í húfi. Siðmennt er hvorki Kárahnjúkar né bankaeinkavæðing. Siðmennt hefur uppskorið almenna viðurkenningu og virðingu. Jákvæð afstaða til uppbyggilegra lífsskoðunarfélaga ætti að eiga hljómgrunn í öllum stjórnmálaflokkum. Á það þarf að láta reyna á Alþingi.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun