Ætlar ríkisstjórnin að rústa ferðaþjónustunni? Ásmundur Einar Daðason skrifar 17. október 2012 12:45 Nú síðsumars tilkynnti fjármálaráðherra um hækkun virðisaukaskatts á gistingu og mun hækkunin taka gildi á næsta ári. Áætlað er að skatttekjur af þessari skattahækkun verði 3,5 milljarðar á ársgrunni en til viðmiðunar þá var framlegð 35 stærstu hótela landsins 600 milljónir árið 2011. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er löngum talin hafa horn í síðu atvinnureksturs og ferðaþjónustan mátti því búast við höggi. Beinum störfum í ferðaþjónustu fjölgaði um 6,1% árið 2011 og skapar hún yfir 12.000 manns beina atvinnu en svo virðist vera sem stjórnvöld setji það í sérstakan forgang að skekkja grundvöll atvinnurekstar sem hvorttveggja í senn skapar vaxandi útflutningstekjur og er einn helsti vaxtarsprotinn í atvinnulífi landsins. Ísland verður með hæstu gistináttaskatta í Evrópu! Íslensk ferðaþjónusta er í harðri alþjóðlegri samkeppni. Með því að hækka virðisaukaskattinn í 25,5% verður skattlagning á gistingu með því hæsta sem þekkist í heiminum. Til samanburðar má nefna að skattur á gistingu er 9% í Noregi, 12% í Svíþjóð en meðaltal innan ESB er 11%. Þetta mun hafa bein áhrif á greinina í heild sinni; veitingarekstur, flug, bílaleigur og aðra þjónustu og verslun. Samdrátturinn mun vitanlega bitna á tekjum ríkissjóðs. Skattahækkun getur auðveldlega skert skatttekjur og þá er betur heima setið en af stað farið. Tilraunastarfsemi í skattlagningu er ekki leiðin til árangurs. Framsókn mun draga þessar tillögur til baka! Framsóknarflokkurinn telur að ítrekaðar óvinveittar aðgerðir gegn ferðaþjónustunni sýni að ríkisstjórnin sé skilningsvana á atvinnurekstur almennt. Dragi ríkisstjórnin þessar tillögur ekki til baka þá hlýtur það að verða forgangsverkefni nýrrar ríkisstjórnar að stöðva þessar árásir á ferðaþjónustuna. Ofurskattastefnu ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna verður að linna. Innan tíðar verður gengið til kosninga og þá gefst tækifæri til að leiðrétta hin mörgu gönuhlaup ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásmundur Einar Daðason Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Nú síðsumars tilkynnti fjármálaráðherra um hækkun virðisaukaskatts á gistingu og mun hækkunin taka gildi á næsta ári. Áætlað er að skatttekjur af þessari skattahækkun verði 3,5 milljarðar á ársgrunni en til viðmiðunar þá var framlegð 35 stærstu hótela landsins 600 milljónir árið 2011. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er löngum talin hafa horn í síðu atvinnureksturs og ferðaþjónustan mátti því búast við höggi. Beinum störfum í ferðaþjónustu fjölgaði um 6,1% árið 2011 og skapar hún yfir 12.000 manns beina atvinnu en svo virðist vera sem stjórnvöld setji það í sérstakan forgang að skekkja grundvöll atvinnurekstar sem hvorttveggja í senn skapar vaxandi útflutningstekjur og er einn helsti vaxtarsprotinn í atvinnulífi landsins. Ísland verður með hæstu gistináttaskatta í Evrópu! Íslensk ferðaþjónusta er í harðri alþjóðlegri samkeppni. Með því að hækka virðisaukaskattinn í 25,5% verður skattlagning á gistingu með því hæsta sem þekkist í heiminum. Til samanburðar má nefna að skattur á gistingu er 9% í Noregi, 12% í Svíþjóð en meðaltal innan ESB er 11%. Þetta mun hafa bein áhrif á greinina í heild sinni; veitingarekstur, flug, bílaleigur og aðra þjónustu og verslun. Samdrátturinn mun vitanlega bitna á tekjum ríkissjóðs. Skattahækkun getur auðveldlega skert skatttekjur og þá er betur heima setið en af stað farið. Tilraunastarfsemi í skattlagningu er ekki leiðin til árangurs. Framsókn mun draga þessar tillögur til baka! Framsóknarflokkurinn telur að ítrekaðar óvinveittar aðgerðir gegn ferðaþjónustunni sýni að ríkisstjórnin sé skilningsvana á atvinnurekstur almennt. Dragi ríkisstjórnin þessar tillögur ekki til baka þá hlýtur það að verða forgangsverkefni nýrrar ríkisstjórnar að stöðva þessar árásir á ferðaþjónustuna. Ofurskattastefnu ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna verður að linna. Innan tíðar verður gengið til kosninga og þá gefst tækifæri til að leiðrétta hin mörgu gönuhlaup ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar