Misskilningur leiðréttur Ögmundur Jónasson skrifar 28. ágúst 2012 06:00 Merkilegt hve miklum misskilningi var hægt að koma fyrir í örlitlu plássi í þættinum Frá degi til dags á leiðarasíðu Fréttablaðsins í byrjun síðustu viku. Þar er sagt að á mínu borði „liggi álit frá Mannréttindadómstól Evrópu sem taldi að brotið hefði verið á tveimur sjómönnum sem tóku sig til og veiddu án kvóta. Ögmundur…mætti gera þó ekki væri nema eitthvað." Hér er væntanlega vísað til þess þegar tveir sjómenn voru á sínum tíma dæmdir í Hæstarétti fyrir að veiða án heimilda og leituðu til mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna vegna niðurstöðu dómstólsins. Nefndin komst í framhaldinu að þeirri niðurstöðu árið 2007 að þættir í íslenska kvótakerfinu stæðust ekki jafnræðisákvæði samnings SÞ um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi, en mannréttindanefndin starfar á grundvelli þess samnings. Grundvallarmunur er á niðurstöðum Mannréttindadómstóls Evrópu og mannréttindanefndar SÞ, enda er dómstóllinn dómstóll og nefndin er nefnd en ekki dómstóll. Niðurstöður mannréttindanefndar SÞ eru ekki bindandi eins og niðurstöður dómstóls heldur eru tiltekin álitamál borin undir nefndina sem síðan leggur mat á þau með hliðsjón af ákvæðum samningsins. Réttaráhrif álita nefndarinnar eru önnur en dóma, en mín skoðun er sú að niðurstöður mannréttindanefndar SÞ beri að sjálfsögðu að taka alvarlega. Íslensk stjórnvöld hafa og sýnt vilja til að koma til móts við sjónarmið nefndarinnar eins og hún hefur staðfest: Mannréttindanefnd SÞ hefur gefið út tilkynningu þess efnis að íslensk stjórnvöld hafi gripið til fullnægjandi aðgerða vegna þessa máls og í framhaldinu lokað því fyrir sitt leyti. Þetta var ítrekað síðast í júlí, þegar Ísland var tekið fyrir hjá mannréttindanefndinni í Genf vegna framkvæmdar á umræddum mannréttindasamningi. Menn geta haft sína skoðun á því hvort fiskveiðistjórnunarkerfinu hafi verið breytt sem skyldi eða áformin sem uppi eru nú gangi nógu langt en það er önnur saga. Þetta var, með réttu eða röngu, niðurstaða mannréttindanefndar SÞ. Það er því bæði rangt að álitsgerð hafi komið frá Mannréttindadómstól Evrópu og að málið hafi legið óhreyft á mínu borði. Ég átti fundi með viðkomandi einstaklingum og lögmanni þeirra og hafði skilning á þeirra málstað. Í kjölfarið tók ég málið inn í ríkisstjórn og skýrði frá því að ég hefði í hyggju að kanna hvort og þá hverjar heimildir ég hefði til þess að semja við sjómennina um fjárbætur en annar tveggja þátta álits nefndarinnar laut að því að þeim skyldu greiddar bætur vegna málsins. Í niðurlagi bréfs sem ég ritaði embætti Ríkislögmanns segir: „Vilji minn stendur til þess að ganga eins og langt og unnt er til sátta við þá einstaklinga sem hlut eiga að máli, en innan þeirra marka sem lög og regluverk leyfa og með hliðsjón af þeim fordæmum sem kynnu að skapast. Þess vegna leyfi ég mér að fara þess á leit við Ríkislögmann að hann yfirfari málið og gefi á því álit hversu langt er hægt að ganga í þeirri viðleitni að ná fram sáttum." Þann 6. desember sl. barst mjög afdráttarlaust svar frá embætti Ríkislögmanns þar sem staðhæft var að ég hefði ekki lagalegar heimildir til þess að koma að þessu máli með fjárstuðningi. Mér er kunnugt um að sjómennirnir hafi á síðari stigum leitað til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna málsins, en ekkert liggur fyrir um hvort dómstóllinn taki málið til efnislegrar meðferðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Ögmundur Jónasson Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Merkilegt hve miklum misskilningi var hægt að koma fyrir í örlitlu plássi í þættinum Frá degi til dags á leiðarasíðu Fréttablaðsins í byrjun síðustu viku. Þar er sagt að á mínu borði „liggi álit frá Mannréttindadómstól Evrópu sem taldi að brotið hefði verið á tveimur sjómönnum sem tóku sig til og veiddu án kvóta. Ögmundur…mætti gera þó ekki væri nema eitthvað." Hér er væntanlega vísað til þess þegar tveir sjómenn voru á sínum tíma dæmdir í Hæstarétti fyrir að veiða án heimilda og leituðu til mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna vegna niðurstöðu dómstólsins. Nefndin komst í framhaldinu að þeirri niðurstöðu árið 2007 að þættir í íslenska kvótakerfinu stæðust ekki jafnræðisákvæði samnings SÞ um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi, en mannréttindanefndin starfar á grundvelli þess samnings. Grundvallarmunur er á niðurstöðum Mannréttindadómstóls Evrópu og mannréttindanefndar SÞ, enda er dómstóllinn dómstóll og nefndin er nefnd en ekki dómstóll. Niðurstöður mannréttindanefndar SÞ eru ekki bindandi eins og niðurstöður dómstóls heldur eru tiltekin álitamál borin undir nefndina sem síðan leggur mat á þau með hliðsjón af ákvæðum samningsins. Réttaráhrif álita nefndarinnar eru önnur en dóma, en mín skoðun er sú að niðurstöður mannréttindanefndar SÞ beri að sjálfsögðu að taka alvarlega. Íslensk stjórnvöld hafa og sýnt vilja til að koma til móts við sjónarmið nefndarinnar eins og hún hefur staðfest: Mannréttindanefnd SÞ hefur gefið út tilkynningu þess efnis að íslensk stjórnvöld hafi gripið til fullnægjandi aðgerða vegna þessa máls og í framhaldinu lokað því fyrir sitt leyti. Þetta var ítrekað síðast í júlí, þegar Ísland var tekið fyrir hjá mannréttindanefndinni í Genf vegna framkvæmdar á umræddum mannréttindasamningi. Menn geta haft sína skoðun á því hvort fiskveiðistjórnunarkerfinu hafi verið breytt sem skyldi eða áformin sem uppi eru nú gangi nógu langt en það er önnur saga. Þetta var, með réttu eða röngu, niðurstaða mannréttindanefndar SÞ. Það er því bæði rangt að álitsgerð hafi komið frá Mannréttindadómstól Evrópu og að málið hafi legið óhreyft á mínu borði. Ég átti fundi með viðkomandi einstaklingum og lögmanni þeirra og hafði skilning á þeirra málstað. Í kjölfarið tók ég málið inn í ríkisstjórn og skýrði frá því að ég hefði í hyggju að kanna hvort og þá hverjar heimildir ég hefði til þess að semja við sjómennina um fjárbætur en annar tveggja þátta álits nefndarinnar laut að því að þeim skyldu greiddar bætur vegna málsins. Í niðurlagi bréfs sem ég ritaði embætti Ríkislögmanns segir: „Vilji minn stendur til þess að ganga eins og langt og unnt er til sátta við þá einstaklinga sem hlut eiga að máli, en innan þeirra marka sem lög og regluverk leyfa og með hliðsjón af þeim fordæmum sem kynnu að skapast. Þess vegna leyfi ég mér að fara þess á leit við Ríkislögmann að hann yfirfari málið og gefi á því álit hversu langt er hægt að ganga í þeirri viðleitni að ná fram sáttum." Þann 6. desember sl. barst mjög afdráttarlaust svar frá embætti Ríkislögmanns þar sem staðhæft var að ég hefði ekki lagalegar heimildir til þess að koma að þessu máli með fjárstuðningi. Mér er kunnugt um að sjómennirnir hafi á síðari stigum leitað til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna málsins, en ekkert liggur fyrir um hvort dómstóllinn taki málið til efnislegrar meðferðar.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun