Gefa út einstakt smárit um list 23. júlí 2012 11:00 Frosti Gnarr Stúdíó er staðsett úti á Gróttu og er nafn Grotta Zine dregið af því. Hér eru Hilmir Berg, Giuseppe Russo og Frosti Gnarr saman með fyrsta tölublaðið. Fréttablaðið/Ernir „Við gáfum út fyrsta ritið um síðustu helgi og erum núna að undirbúa næsta," segir Frosti Gnarr einn þeirra sem standa að baki nýja smáritinu Grotta Zine, sem mun koma út hálfsmánaðarlega og varpa ljósi á einn íslenskan listamann hverju sinni. „Þetta er smárit eða það sem kallast á ensku „zine"," segir Frosti um ritið sem telur 36 blaðsíður í A5 broti. Hann er listrænn stjórnandi og forstjóri grafísku hönnunarstofunnar Frosti Gnarr Stúdíó, sem annast alla framleiðslu ritsins. Stofan varð að fullstarfandi fyrirtæki í júní og er staðsett úti á Gróttu á Seltjarnarnesi en staðurinn er uppspretta nafns smáritsins. Auk Frosta annast Giuseppe Russo, framkvæmdastjóri stofunnar, framleiðslu blaðsins ásamt góðum hópi fólks. Listamaður fyrstu útgáfunnar er Sigurður Angantýsson Hólm sem útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands sem grafískur hönnuður í vor. „Þetta verður þverfaglegt. Við ætlum að sýna verk eftir myndlistarmenn, grafíska hönnuði, tónlistarmenn og ljósmyndara. Við viljum ekki endilega festa okkur í myndlistinni heldur taka fyrir listamenn sem okkur finnst vera að gera eitthvað merkilegt eða sérstakt," segir Frosti og bætir við: „Þetta er tilraun til að gera eitthvað nýtt og spennandi fyrir menninguna." „Hver forsíða er einstök og handgerð," segir Frosti en upplag hvers tölublaðs er einungis 500 eintök og er hver forsíða handmáluð af listamanninum. Hægt er að kaupa ritið í fimm verslunum fyrir utan Listasafn Íslands, Listasafn Reykjavíkur og Eymundsson, sem gerði sölusamning við stofuna á dögunum. -hþt Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
„Við gáfum út fyrsta ritið um síðustu helgi og erum núna að undirbúa næsta," segir Frosti Gnarr einn þeirra sem standa að baki nýja smáritinu Grotta Zine, sem mun koma út hálfsmánaðarlega og varpa ljósi á einn íslenskan listamann hverju sinni. „Þetta er smárit eða það sem kallast á ensku „zine"," segir Frosti um ritið sem telur 36 blaðsíður í A5 broti. Hann er listrænn stjórnandi og forstjóri grafísku hönnunarstofunnar Frosti Gnarr Stúdíó, sem annast alla framleiðslu ritsins. Stofan varð að fullstarfandi fyrirtæki í júní og er staðsett úti á Gróttu á Seltjarnarnesi en staðurinn er uppspretta nafns smáritsins. Auk Frosta annast Giuseppe Russo, framkvæmdastjóri stofunnar, framleiðslu blaðsins ásamt góðum hópi fólks. Listamaður fyrstu útgáfunnar er Sigurður Angantýsson Hólm sem útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands sem grafískur hönnuður í vor. „Þetta verður þverfaglegt. Við ætlum að sýna verk eftir myndlistarmenn, grafíska hönnuði, tónlistarmenn og ljósmyndara. Við viljum ekki endilega festa okkur í myndlistinni heldur taka fyrir listamenn sem okkur finnst vera að gera eitthvað merkilegt eða sérstakt," segir Frosti og bætir við: „Þetta er tilraun til að gera eitthvað nýtt og spennandi fyrir menninguna." „Hver forsíða er einstök og handgerð," segir Frosti en upplag hvers tölublaðs er einungis 500 eintök og er hver forsíða handmáluð af listamanninum. Hægt er að kaupa ritið í fimm verslunum fyrir utan Listasafn Íslands, Listasafn Reykjavíkur og Eymundsson, sem gerði sölusamning við stofuna á dögunum. -hþt
Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“