Að endimörkum hipstersins Stígur Helgason skrifar 18. júlí 2012 06:00 Ég las í DV um daginn að íslenski hipsterinn væri í andarslitrunum. Einmitt það, hugsaði ég og glotti, vitandi betur eftir heimsókn mína til Berlínar, bækistöðvar alls þess sem er hipp og kúl. Þar fann ég nefnilega sjálf endimörk hipstersins – og þau hafa enn ekki náð til Íslands. Vissulega hefur margt þegar verið afgreitt af helstu örlagahipsterum þessa lands. Panamahattar (jafnvel með fjöðrum), skikkjur, flauelsskór, netabolir með risamöskvum, derhúfur merktar Bílabúð Benna, lokaðar hettur án gægjugata, reiðbuxur, vaðstígvél, skósíðir leðurfrakkar, göngustafir, dólgpelsar, gallajakkar yfir gallavesti yfir gallaskyrtur við gallabuxur, seríosbolir, grifflur, hörslaufur og portúgalskir mittisgaddaleðurjakkar – allt er þetta búið og orðið þreytt. En aðstandendur hipstera skyldu þó ekki örvænta, því að það er ekki öll nótt úti, eins og ég komst að á ferðalagi mínu. Ég, í félagi við lítinn hóp fólks, rak nefið inn í huggulega verslun við Kastanienallee í Prenzlauer Berg sem seldi aðallega ónotaða lagera af eldgömlum en snotrum peysum. Fljótlega komum við auga á reffileg jakkaföt úti í horni og stukkum til. Jakkinn var sérstaklega spennandi – úr grófu, hálfsnjáðu efni, flottur í sniðinu, ljósgrábrúnn og teinóttur ef vel var að gáð. Verðið var hins vegar í hærri kantinum – vel á þriðja hundrað evrur fyrir forngrip sem virtist geta fallið saman og orðið að dufti við of mikla snertingu. „Þessi eru flott,“ heyrðist allt í einu í smágerðum starfsmanni í því sem hann vatt sér upp að okkur. Gott ef hann var ekki með algjörlega óþarft málband á herðunum (hipsterar athugið). „Og svona föt fáið þið sko ekki hvar sem er,“ bætti hann við, spenntur til augnanna. Hugurinn fór á flug. Hvaða erkigúmmelaði var þetta eiginlega? Lífræn jakkaföt úr frönskum hampi sem eilífðarhippar saumuðu í Loire-dalnum í lok áttunda áratugarins? Ímyndunaraflið bar mig ekki lengra en þangað. „Þetta eru hundrað ára gamlir sænskir fangabúningar.“ Okkur setti hljóð á meðan við reyndum að átta okkur á því hvort manninum væri alvara. Sem honum var. Í lítilli peysubúð í Berlín er hægt að eyða hátt í hundrað þúsund krónum í spariföt, upphaflega ætluð mönnum sem afplánuðu refsivist. Í Svíþjóð. Fyrir fyrra stríð. Og þar sleppir hipsternum. Lengra verður ekki komist. Þess vegna bíð ég þess nú að einhver dúkki upp í svoleiðis múnderingu á Kaffibarnum á fimmtudagskvöldi. Þá fyrst verður brunnurinn tæmdur, skalinn sprengdur og tímabært að lýsa yfir dauða hipstersins. Ekki fyrr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stígur Helgason Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Ég las í DV um daginn að íslenski hipsterinn væri í andarslitrunum. Einmitt það, hugsaði ég og glotti, vitandi betur eftir heimsókn mína til Berlínar, bækistöðvar alls þess sem er hipp og kúl. Þar fann ég nefnilega sjálf endimörk hipstersins – og þau hafa enn ekki náð til Íslands. Vissulega hefur margt þegar verið afgreitt af helstu örlagahipsterum þessa lands. Panamahattar (jafnvel með fjöðrum), skikkjur, flauelsskór, netabolir með risamöskvum, derhúfur merktar Bílabúð Benna, lokaðar hettur án gægjugata, reiðbuxur, vaðstígvél, skósíðir leðurfrakkar, göngustafir, dólgpelsar, gallajakkar yfir gallavesti yfir gallaskyrtur við gallabuxur, seríosbolir, grifflur, hörslaufur og portúgalskir mittisgaddaleðurjakkar – allt er þetta búið og orðið þreytt. En aðstandendur hipstera skyldu þó ekki örvænta, því að það er ekki öll nótt úti, eins og ég komst að á ferðalagi mínu. Ég, í félagi við lítinn hóp fólks, rak nefið inn í huggulega verslun við Kastanienallee í Prenzlauer Berg sem seldi aðallega ónotaða lagera af eldgömlum en snotrum peysum. Fljótlega komum við auga á reffileg jakkaföt úti í horni og stukkum til. Jakkinn var sérstaklega spennandi – úr grófu, hálfsnjáðu efni, flottur í sniðinu, ljósgrábrúnn og teinóttur ef vel var að gáð. Verðið var hins vegar í hærri kantinum – vel á þriðja hundrað evrur fyrir forngrip sem virtist geta fallið saman og orðið að dufti við of mikla snertingu. „Þessi eru flott,“ heyrðist allt í einu í smágerðum starfsmanni í því sem hann vatt sér upp að okkur. Gott ef hann var ekki með algjörlega óþarft málband á herðunum (hipsterar athugið). „Og svona föt fáið þið sko ekki hvar sem er,“ bætti hann við, spenntur til augnanna. Hugurinn fór á flug. Hvaða erkigúmmelaði var þetta eiginlega? Lífræn jakkaföt úr frönskum hampi sem eilífðarhippar saumuðu í Loire-dalnum í lok áttunda áratugarins? Ímyndunaraflið bar mig ekki lengra en þangað. „Þetta eru hundrað ára gamlir sænskir fangabúningar.“ Okkur setti hljóð á meðan við reyndum að átta okkur á því hvort manninum væri alvara. Sem honum var. Í lítilli peysubúð í Berlín er hægt að eyða hátt í hundrað þúsund krónum í spariföt, upphaflega ætluð mönnum sem afplánuðu refsivist. Í Svíþjóð. Fyrir fyrra stríð. Og þar sleppir hipsternum. Lengra verður ekki komist. Þess vegna bíð ég þess nú að einhver dúkki upp í svoleiðis múnderingu á Kaffibarnum á fimmtudagskvöldi. Þá fyrst verður brunnurinn tæmdur, skalinn sprengdur og tímabært að lýsa yfir dauða hipstersins. Ekki fyrr.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun