Lífríki hafsins – Stöndum vörð um fjöreggið Svandís Svavarsdóttir skrifar 16. júlí 2012 06:00 Hafið umhverfis Íslands er óvenjuauðugt af lífi. Kaldir og hlýir straumar mætast og róta næringarefnum úr hafdjúpunum upp á yfirborðið, þar sem þörungagróður blómstrar. Grugg úr jökulám er frekari áburður fyrir þörungasvifið, sem er undirstaða einhverra auðugustu fiskimiða í heimi. Íslendingar gera sér vel grein fyrir að þessi lifandi auður hafsins er ein helsta undirstaða efnahags og velferðar þjóðarinnar og því er sátt um að tryggja sjálfbærni fiskveiða, þótt deilt sé um hvernig best sé búið um hnútana varðandi aðgang að auðlindinni og rentu af henni. Ákvörðun um veiðar fylgir vísindalegri ráðgjöf – vísindin verða seint óskeikul, en okkur ber skylda til að byggja á bestu þekkingu sem fyrir hendi er. Hrun þorskstofnsins við Nýfundnaland er dæmi um hvernig getur farið ef gengið er of nærri nytjastofnum – og því miður ekki hið eina. Flókin og viðkvæm vistkerfiSkilningi okkar á veiðiþoli stofna og sveiflum í stærð þeirra hefur farið stórlega fram á undanförnum áratugum, en því fer fjarri að við skiljum alla þætti vistkerfisins og tengsl þeirra. Lífríki hafsins er fjölbreytt og við þekkjum vistkerfið í djúpunum minna en það sem við sjáum á þurru landi. Því skiptir máli að reyna að tryggja heilbrigði vistkerfisins alls, en ekki bara að stýra veiðum á einstökum fiskistofnum. Berjast þarf gegn mengun, en einnig þarf t.d. að koma í veg fyrir innrás ágengra tegunda sem geta borist með kjölfestuvatni eða öðrum leiðum á Íslandsmið og valdið skaða. Þá þarf að vernda verðmæt búsvæði lífvera gegn hnjaski, s.s. vegna veiðarfæra. Íslensk stjórnvöld hafa stigið skref í þá átt og m.a. friðað tíu svæði með kaldsjávarkóröllum undan suðurströndinni. Einnig hafa hverastrýtur í Eyjafirði verið friðaðar samkvæmt náttúruverndarlögum og sérstök lög gilda um vernd Breiðafjarðar. Á heimsvísu hafa verið sett markmið um að vernda 10% af hafsvæðum fyrir 2020. Íslensk stjórnvöld hafa ekki sett sér nein slík töluleg markmið fyrir lögsögu sína, enda er stærð verndarsvæða ekki takmark í sjálfu sér, heldur eiga slík svæði að byggja á vísindalegum viðmiðum og verndarþörf. Hér við land er sérstaklega horft til svæða þar sem eru kórallar eða svampar á botni. Ágæt skýrsla um friðun viðkvæmra hafsvæða liggur fyrir frá árinu 2005 og má byggja á henni í frekara starfi að vernd hafsvæða. Taka ber fram að fiskveiðar eru ekki endilega bannaðar á verndarsvæðum, þótt þar séu ákveðnar takmarkanir sem miða að vernd verðmætra botngerða eða annarra þátta lífríkisins. Stundum getur vernd kóralla eða annarra vistkerfa stuðlað að auknum fiskveiðum, ef um er að ræða lífauðug svæði sem gegna hlutverki í hrygningu eða seiðauppeldi. Almennt gildir sú regla að reyna að lágmarka skaða sem athafnir mannsins geta valdið á lífríkinu, sem oft er hægt að gera með bættu skipulagi og veiðiaðferðum án þess að draga úr afla eða verðmæti hans. Sjálfbær nýting að leiðarljósiEkki verður skilið við umfjöllun um lífríki hafsins án þess að minnast á veiðar á hval og sel. Á alþjóðavettvangi er deilt um þá stefnu sem Alþingi hefur markað um að styðja hvalveiðar svo lengi sem þær geta talist vera sjálfbærar og fari fram í samræmi við ákvæði alþjóðalaga. Það þarf hins vegar að gera á skynsamlegan hátt og tryggja að lög og reglur séu uppfærð og í samræmi við alþjóðasamninga og viðurkennd viðmið. Lög um hvalveiðar eru frá 1949 og mega vel við uppfærslu. Innan tíðar mun sú vinna fara af stað undir sameiginlegu forræði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis og umhverfisráðuneytis. Löggjöf um selveiðar er gloppótt – nýjustu lögin þar eru um 80 ára gömul og fjalla um útrýmingu sels í Húnaósi og bætur til prests á brauðinu sem hafði þar nytjar. Það er brýnt að setja heildstæð lög um vernd og veiðar á sel, sem standast nútímakröfur, og þyrfti m.a. að hafa í huga að selaskoðun er vænlegur og vaxandi kimi í ferðaþjónustu og sjálfsagt að skoða svæðisbundna vernd samhliða því sem nytjaþátturinn yrði uppfærður. Íslendingar hafa almennt gott orð á sér fyrir sjálfbærar nytjar á lifandi auðlindum hafsins, þótt umræða um hvalveiðar á heimsvísu kasti stundum rýrð þar á. Það skiptir okkur miklu að halda því orðspori og marka skýra stefnu á öllum sviðum sem varða vernd lífríkis hafsins og sjálfbæra nýtingu þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Hafið umhverfis Íslands er óvenjuauðugt af lífi. Kaldir og hlýir straumar mætast og róta næringarefnum úr hafdjúpunum upp á yfirborðið, þar sem þörungagróður blómstrar. Grugg úr jökulám er frekari áburður fyrir þörungasvifið, sem er undirstaða einhverra auðugustu fiskimiða í heimi. Íslendingar gera sér vel grein fyrir að þessi lifandi auður hafsins er ein helsta undirstaða efnahags og velferðar þjóðarinnar og því er sátt um að tryggja sjálfbærni fiskveiða, þótt deilt sé um hvernig best sé búið um hnútana varðandi aðgang að auðlindinni og rentu af henni. Ákvörðun um veiðar fylgir vísindalegri ráðgjöf – vísindin verða seint óskeikul, en okkur ber skylda til að byggja á bestu þekkingu sem fyrir hendi er. Hrun þorskstofnsins við Nýfundnaland er dæmi um hvernig getur farið ef gengið er of nærri nytjastofnum – og því miður ekki hið eina. Flókin og viðkvæm vistkerfiSkilningi okkar á veiðiþoli stofna og sveiflum í stærð þeirra hefur farið stórlega fram á undanförnum áratugum, en því fer fjarri að við skiljum alla þætti vistkerfisins og tengsl þeirra. Lífríki hafsins er fjölbreytt og við þekkjum vistkerfið í djúpunum minna en það sem við sjáum á þurru landi. Því skiptir máli að reyna að tryggja heilbrigði vistkerfisins alls, en ekki bara að stýra veiðum á einstökum fiskistofnum. Berjast þarf gegn mengun, en einnig þarf t.d. að koma í veg fyrir innrás ágengra tegunda sem geta borist með kjölfestuvatni eða öðrum leiðum á Íslandsmið og valdið skaða. Þá þarf að vernda verðmæt búsvæði lífvera gegn hnjaski, s.s. vegna veiðarfæra. Íslensk stjórnvöld hafa stigið skref í þá átt og m.a. friðað tíu svæði með kaldsjávarkóröllum undan suðurströndinni. Einnig hafa hverastrýtur í Eyjafirði verið friðaðar samkvæmt náttúruverndarlögum og sérstök lög gilda um vernd Breiðafjarðar. Á heimsvísu hafa verið sett markmið um að vernda 10% af hafsvæðum fyrir 2020. Íslensk stjórnvöld hafa ekki sett sér nein slík töluleg markmið fyrir lögsögu sína, enda er stærð verndarsvæða ekki takmark í sjálfu sér, heldur eiga slík svæði að byggja á vísindalegum viðmiðum og verndarþörf. Hér við land er sérstaklega horft til svæða þar sem eru kórallar eða svampar á botni. Ágæt skýrsla um friðun viðkvæmra hafsvæða liggur fyrir frá árinu 2005 og má byggja á henni í frekara starfi að vernd hafsvæða. Taka ber fram að fiskveiðar eru ekki endilega bannaðar á verndarsvæðum, þótt þar séu ákveðnar takmarkanir sem miða að vernd verðmætra botngerða eða annarra þátta lífríkisins. Stundum getur vernd kóralla eða annarra vistkerfa stuðlað að auknum fiskveiðum, ef um er að ræða lífauðug svæði sem gegna hlutverki í hrygningu eða seiðauppeldi. Almennt gildir sú regla að reyna að lágmarka skaða sem athafnir mannsins geta valdið á lífríkinu, sem oft er hægt að gera með bættu skipulagi og veiðiaðferðum án þess að draga úr afla eða verðmæti hans. Sjálfbær nýting að leiðarljósiEkki verður skilið við umfjöllun um lífríki hafsins án þess að minnast á veiðar á hval og sel. Á alþjóðavettvangi er deilt um þá stefnu sem Alþingi hefur markað um að styðja hvalveiðar svo lengi sem þær geta talist vera sjálfbærar og fari fram í samræmi við ákvæði alþjóðalaga. Það þarf hins vegar að gera á skynsamlegan hátt og tryggja að lög og reglur séu uppfærð og í samræmi við alþjóðasamninga og viðurkennd viðmið. Lög um hvalveiðar eru frá 1949 og mega vel við uppfærslu. Innan tíðar mun sú vinna fara af stað undir sameiginlegu forræði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis og umhverfisráðuneytis. Löggjöf um selveiðar er gloppótt – nýjustu lögin þar eru um 80 ára gömul og fjalla um útrýmingu sels í Húnaósi og bætur til prests á brauðinu sem hafði þar nytjar. Það er brýnt að setja heildstæð lög um vernd og veiðar á sel, sem standast nútímakröfur, og þyrfti m.a. að hafa í huga að selaskoðun er vænlegur og vaxandi kimi í ferðaþjónustu og sjálfsagt að skoða svæðisbundna vernd samhliða því sem nytjaþátturinn yrði uppfærður. Íslendingar hafa almennt gott orð á sér fyrir sjálfbærar nytjar á lifandi auðlindum hafsins, þótt umræða um hvalveiðar á heimsvísu kasti stundum rýrð þar á. Það skiptir okkur miklu að halda því orðspori og marka skýra stefnu á öllum sviðum sem varða vernd lífríkis hafsins og sjálfbæra nýtingu þess.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun