Krafðist sýknu við lok réttarhaldanna 23. júní 2012 04:00 Geir Lippestad krafðist þess fyrir dómi að Breivik yrði sýknaður, en aðalkrafan var samt sem áður að hann yrði metinn sakhæfur. Eftir að Lippestad lauk máli sínu fékk Breivik að ávarpa salinn, og gengu fjölmargir áhorfendur úr salnum áður en hann hóf að tala. nordicphotos/afp Tíu vikna réttarhöldum yfir hryðjuverkamanninum Anders Behring Breivik lauk fyrir rétti í Ósló í gær. Breivik hélt lokaávarpið í réttarhöldunum þar sem hann krafðist þess að vera látinn laus og hélt því fram að sagan myndi hreinsa hann af áburði. Fjölmargir áhorfendur í salnum yfirgáfu hann áður en Breivik hóf að tala. Breivik ávarpaði réttinn og ræddi um allt það sem honum þykir rangt í heiminum, til að mynda það að fólk sem ekki væri upprunnið í Noregi syngi fyrir hönd landsins í Eurovision og um kynlífshegðun sögupersóna í þáttunum Sex and the City. Þá hélt hann því fram að skoðanasystkini sín stæðu á bak við sprengiefni sem fundust við kjarnorkuver í Svíþjóð í vikunni og varaði við mun stærri hryðjuverkum sem væru í undirbúningi. Hann fór yfir voðaverk sín og sagði árásir sínar þann 22. júlí í fyrra hafa verið fyrirbyggjandi og gerðar til að vernda innfædda Norðmenn. Hann myrti sem kunnugt er 69 manns í Útey og varð átta að bana með sprengju í Ósló. Fyrr um daginn hafði verjandi hans, Geir Lippestad, reynt að færa rök fyrir því að skjólstæðingur hans væri sakhæfur. Hann fór einnig fram á að Breivik yrði sýknaður af ákærunni. „Hann gerði sér grein fyrir því að það væri rangt að drepa en hann valdi að drepa. Það er það sem hryðjuverkamenn gera. Tilgangurinn helgar meðalið. Maður skilur það ekki ef maður skilur ekki menningu öfgahægrimanna,“ sagði hann. Breivik væri því ekki haldinn ranghugmyndum þegar hann segðist vera í baráttu um að vernda Noreg og Evrópu fyrir múslimum. Það væri hluti af stjórnmálaskoðunum hans, sem aðrir öfgahægrimenn deildu. Fimm dómarar munu nú dæma í málinu og úrskurða hvort Breivik teljist sakhæfur eða ekki. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur sálfræðingum ekki borið saman um andlegt ástand hans. Saksóknarar krefjast þess að hann verði fundinn ósakhæfur og verði því vistaður á geðsjúkrahúsi svo lengi sem hann er talinn veikur og hættulegur öðrum. Það gæti þýtt að hann yrði lokaður þar inni til æviloka. Verði hann dæmdur sakhæfur fær hann líklega þyngsta mögulega dóm, 21 ár í fangelsi, með möguleika á framlengingu svo lengi sem hann er talinn ógn við samfélagið. Dómur verður að öllum líkindum kveðinn upp þann 24. ágúst. thorunn@frettabladid.is Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Sjá meira
Tíu vikna réttarhöldum yfir hryðjuverkamanninum Anders Behring Breivik lauk fyrir rétti í Ósló í gær. Breivik hélt lokaávarpið í réttarhöldunum þar sem hann krafðist þess að vera látinn laus og hélt því fram að sagan myndi hreinsa hann af áburði. Fjölmargir áhorfendur í salnum yfirgáfu hann áður en Breivik hóf að tala. Breivik ávarpaði réttinn og ræddi um allt það sem honum þykir rangt í heiminum, til að mynda það að fólk sem ekki væri upprunnið í Noregi syngi fyrir hönd landsins í Eurovision og um kynlífshegðun sögupersóna í þáttunum Sex and the City. Þá hélt hann því fram að skoðanasystkini sín stæðu á bak við sprengiefni sem fundust við kjarnorkuver í Svíþjóð í vikunni og varaði við mun stærri hryðjuverkum sem væru í undirbúningi. Hann fór yfir voðaverk sín og sagði árásir sínar þann 22. júlí í fyrra hafa verið fyrirbyggjandi og gerðar til að vernda innfædda Norðmenn. Hann myrti sem kunnugt er 69 manns í Útey og varð átta að bana með sprengju í Ósló. Fyrr um daginn hafði verjandi hans, Geir Lippestad, reynt að færa rök fyrir því að skjólstæðingur hans væri sakhæfur. Hann fór einnig fram á að Breivik yrði sýknaður af ákærunni. „Hann gerði sér grein fyrir því að það væri rangt að drepa en hann valdi að drepa. Það er það sem hryðjuverkamenn gera. Tilgangurinn helgar meðalið. Maður skilur það ekki ef maður skilur ekki menningu öfgahægrimanna,“ sagði hann. Breivik væri því ekki haldinn ranghugmyndum þegar hann segðist vera í baráttu um að vernda Noreg og Evrópu fyrir múslimum. Það væri hluti af stjórnmálaskoðunum hans, sem aðrir öfgahægrimenn deildu. Fimm dómarar munu nú dæma í málinu og úrskurða hvort Breivik teljist sakhæfur eða ekki. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur sálfræðingum ekki borið saman um andlegt ástand hans. Saksóknarar krefjast þess að hann verði fundinn ósakhæfur og verði því vistaður á geðsjúkrahúsi svo lengi sem hann er talinn veikur og hættulegur öðrum. Það gæti þýtt að hann yrði lokaður þar inni til æviloka. Verði hann dæmdur sakhæfur fær hann líklega þyngsta mögulega dóm, 21 ár í fangelsi, með möguleika á framlengingu svo lengi sem hann er talinn ógn við samfélagið. Dómur verður að öllum líkindum kveðinn upp þann 24. ágúst. thorunn@frettabladid.is
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Sjá meira