Allt rangt hjá Þorsteini Kristinn H. Gunnarsson skrifar 31. maí 2012 06:00 Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, setur fram staðhæfingar um jákvæð áhrif af framsali kvóta. Opinber gögn sýna hins vegar að fullyrðingar Þorsteins eru rangar. Núverandi löggjöf um stjórn fiskveiða hefur yfirskuldsett sjávarútveginn, fært fáum gífurleg auðævi og komið í veg fyrir hagræðingu og framfarir sem ætíð verða í eðlilegu samkeppnisumhverfi. Óvíða í heiminum hefur einkavæðing almannaverðmæta gengið svo langt sem hér á landi undanfarna tvo áratugi. Allir vita, segir Þorsteinn, að skuldir útgerða eiga fyrst og fremst rætur í fjárfestingum í nýjum skipum og tækjum og viðbótaraflaheimildum. Staðreyndin er önnur. Rannsóknar- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA) segir í skýrslu frá maí 2010 að fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum hafi frá 2003 ekki hækkað skuldir í sjávarútvegi. RHA telur að 40-50% af nærri 400 milljarða króna skuldaaukningu frá 1997 til 2008 sé vegna fjárfestinga í rekstri ótengdum sjávarútvegi og vegna gjaldeyris- og afleiðuviðskipta. Rúmur helmingur skuldaaukningarinnar er vegna kaupa á aflaheimildum á uppsprengdu verði. Verð á þorskkvóta fimmtánfaldaðist frá 1995 til júní 2008, en féll þá í einu vetfangi um ríflega helming. Allir vita, nema Þorsteinn, að fáir tugir kvótahafa fengu að selja veiðiréttinn til langrar framtíðar á tilbúnu verði og færðu andvirðið í eigin vasa. Allir vita, segir Þorsteinn, að skuldaaukningin hefur leitt til betri nýtingar og arðsemi. Skýrsla RHA segir að engin framleiðniaukning hafi orðið í veiðum frá 1991 til 2008. Fiskiskipaflotinn hefur elst síðan framsalið var lögleitt og meðalaldur togaraflotans er nú 27 ár samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands. Þrátt fyrir að verð á íslenskum sjávarafurðum hafi frá 1991 til 2009 hækkað um 20% að raunvirði og þrátt fyrir að óverulega hafi verið fjárfest í skipum og búnaði á sama tíma segir RHA að efnahagsleg staða sjávarútvegsins hafi stórversnað. Ifs Greining segir í nýlegri skýrslu að stór hluti útgerðarfélaga virðist vera yfirskuldsettur og þurfi á fjárhagslegri endurskipulagningu að halda. Þetta er reynslan af 20 ára framsali Þorsteins Pálssonar. Fáir hafa efnast mikið og þjóðin á að borga með því að neita sér um bætt lífskjör. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Skoðanir Skoðun Tengdar fréttir Á Heimaey betur heima í ríkissjóði? Ný Heimaey í eigu Ísfélagsins kom fyrir skömmu til heimahafnar í Vestmannaeyjum. Margir hrukku í kút þegar stjórnarformaðurinn sagði í viðtali að sá skuggi hvíldi yfir góðum degi að svo kynni að fara að selja yrði skipið ef áform ríkisstjórnarinnar um að bylta stjórnkerfi fiskveiða næðu fram. Fréttamenn spurðu hvort slík yfirlýsing væri ekki pólitísk hótun. 26. maí 2012 06:00 Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, setur fram staðhæfingar um jákvæð áhrif af framsali kvóta. Opinber gögn sýna hins vegar að fullyrðingar Þorsteins eru rangar. Núverandi löggjöf um stjórn fiskveiða hefur yfirskuldsett sjávarútveginn, fært fáum gífurleg auðævi og komið í veg fyrir hagræðingu og framfarir sem ætíð verða í eðlilegu samkeppnisumhverfi. Óvíða í heiminum hefur einkavæðing almannaverðmæta gengið svo langt sem hér á landi undanfarna tvo áratugi. Allir vita, segir Þorsteinn, að skuldir útgerða eiga fyrst og fremst rætur í fjárfestingum í nýjum skipum og tækjum og viðbótaraflaheimildum. Staðreyndin er önnur. Rannsóknar- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA) segir í skýrslu frá maí 2010 að fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum hafi frá 2003 ekki hækkað skuldir í sjávarútvegi. RHA telur að 40-50% af nærri 400 milljarða króna skuldaaukningu frá 1997 til 2008 sé vegna fjárfestinga í rekstri ótengdum sjávarútvegi og vegna gjaldeyris- og afleiðuviðskipta. Rúmur helmingur skuldaaukningarinnar er vegna kaupa á aflaheimildum á uppsprengdu verði. Verð á þorskkvóta fimmtánfaldaðist frá 1995 til júní 2008, en féll þá í einu vetfangi um ríflega helming. Allir vita, nema Þorsteinn, að fáir tugir kvótahafa fengu að selja veiðiréttinn til langrar framtíðar á tilbúnu verði og færðu andvirðið í eigin vasa. Allir vita, segir Þorsteinn, að skuldaaukningin hefur leitt til betri nýtingar og arðsemi. Skýrsla RHA segir að engin framleiðniaukning hafi orðið í veiðum frá 1991 til 2008. Fiskiskipaflotinn hefur elst síðan framsalið var lögleitt og meðalaldur togaraflotans er nú 27 ár samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands. Þrátt fyrir að verð á íslenskum sjávarafurðum hafi frá 1991 til 2009 hækkað um 20% að raunvirði og þrátt fyrir að óverulega hafi verið fjárfest í skipum og búnaði á sama tíma segir RHA að efnahagsleg staða sjávarútvegsins hafi stórversnað. Ifs Greining segir í nýlegri skýrslu að stór hluti útgerðarfélaga virðist vera yfirskuldsettur og þurfi á fjárhagslegri endurskipulagningu að halda. Þetta er reynslan af 20 ára framsali Þorsteins Pálssonar. Fáir hafa efnast mikið og þjóðin á að borga með því að neita sér um bætt lífskjör.
Á Heimaey betur heima í ríkissjóði? Ný Heimaey í eigu Ísfélagsins kom fyrir skömmu til heimahafnar í Vestmannaeyjum. Margir hrukku í kút þegar stjórnarformaðurinn sagði í viðtali að sá skuggi hvíldi yfir góðum degi að svo kynni að fara að selja yrði skipið ef áform ríkisstjórnarinnar um að bylta stjórnkerfi fiskveiða næðu fram. Fréttamenn spurðu hvort slík yfirlýsing væri ekki pólitísk hótun. 26. maí 2012 06:00
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun