Kyn og loftslagsbreytingar, verkefni í Úganda Svandís Svavarsdóttir skrifar 23. febrúar 2012 06:00 Áhrif loftslagsbreytinga verða líklega meiri á konur en karla, ekki síst í fátækari ríkjum heims. Í þeim löndum bera konur yfirleitt ábyrgð á vinnu við ræktun matvæla, söfnun eldiviðar og vatnsöflun til heimilisins, til viðbótar öðrum verkum. Það eru því konur sem finna mest fyrir áhrifum loftslagsbreytinga sem valda þurrkum og lélegri uppskeru, lengja leiðina að vatnsbólum eða gera aðgengi erfiðara að eldiviði. Konur búa líka yfir mikilvægu afli til breytinga. Aukin völd og menntun kvenna er ein áhrifaríkasta leiðin til bættrar framtíðar mannkyns alls. Það má til sanns vegar færa í loftslagsmálum. Kynjasjónarmið mikilvægÍsland hefur sett kynjasjónarmið á oddinn í alþjóðlegu loftslagsviðræðunum undanfarin ár. Bæði er mikilvægt að taka tillit til sjónarmiða beggja kynja við mótun aðgerða til að draga úr loftslagsbreytingum, og eins að samþætta þau þeim aðgerðum sem snúa að aðlögun að breytingum sem orsakast af loftslagsvandanum. Aukin þátttaka kvenna í verkefnum tengdum loftslagsmálum, ekki síst ákvarðanatöku, er mikilvægur þáttur þess að ná árangri í að vinna gegn loftslagsvandanum. Því miður stefnir ekki í að þjóðir heims nái samkomulagi í tæka tíð til að koma í veg fyrir breytingar á loftslagi. Það er því óhjákvæmilegt að lögð verði áhersla á aðgerðir til að aðstoða ríki til að aðlagast loftslagsbreytingum eins og kostur er, og þá sérstaklega fátækustu ríkin þar sem talið er að áhrifin verði mest. Þeirra á meðal eru fátæk ríki í Afríku sunnan Sahara, sem eru þau lönd sem talið er að muni eiga hvað erfiðast með að aðlaga sig breytingum í loftslagi. Þorri íbúa þar eru smábændur sem lifa af sjálfsþurftarbúskap sem byggir á aðgangi að landi og náttúru. Þessi stóri hópur er því hvað viðkvæmastur fyrir loftslagsbreytingum sem hafa öfgar í veðurfari í för með sér. Samstarf við ÚgandaÚganda í austurhluta Afríku er eitt þessara landa. Nú hafa þarlend stjórnvöld ákveðið að ganga til samstarfs við stjórnvöld Íslands, Noregs og Danmerkur, um að samþætta jafnréttissjónarmið í aðgerðum landsins til að takast á við loftslagsbreytingar. Verkefnið er margþætt. Það felur í sér rannsóknir á vegum Makerere háskóla, stefnumótun, undirbúning fyrir þátttöku í alþjóðlegum samningaviðræðum, ráðstefnu og gerð heimildamyndar. Jafnframt verða skipulögð námskeið fyrir sérfræðinga úr ýmsum geirum í landinu, s.s. ráðuneytum, stofnunum, félagasamtökum og héraðsstjórnum. Alþjóðlegum jafnréttisskóla Háskóla Íslands (GEST) hefur verið falin ábyrgð á gerð námsefnisins og framkvæmd námskeiðanna en umhverfisráðuneytið leggur sérfræðiþekkingu til verkefnisins. Hér á landi hafa dvalið úgandískir sérfræðingar til að vinna að gerð námsefnisins með íslenskum sérfræðingum á sviði umhverfis-, loftslags- og jafnréttismála. Stefnt er að því að halda þrjú námskeið í mismunandi hlutum Úganda síðar á árinu, með það að markmiði að auka þekkingu og færni fólks til að vinna að verkefnum á sviði jafnréttis og loftslagsbreytinga. Fyrsta námskeiðið verður í bænum Mbale í austur Úganda um miðjan mars og er gert ráð fyrir um 35 þátttakendum á því. Takist vel til með framkvæmd þessa er stefnt að því að sambærileg verkefni byggð á reynslunni frá Úganda geti farið af stað í öðrum löndum. Hugmyndum hrint í framkvæmdÍsland lagði til að vísað yrði til jafnréttis kynjanna í viðræðum um loftslagsmál fyrir þremur árum, en þá var engin slík tilvísun til staðar í samningstextum. Með harðfylgi hefur tekist að fá samþykkt ákvæði þar að lútandi inn í samningstexta og nú er slík áhersla almennt viðurkennd. Nú er tekið nýtt og mikilvægt skref á þessari vegferð, þegar hugmyndum um jafnréttissjónarmið í loftslagsmálum verður hrint í framkvæmd þar sem áhrifa loftslagsbreytinga gætir einna mest. Með áframhaldandi starfi leggur Ísland lóð sín á vogarskálarnar í einu mesta jafnréttismáli samtímans, en loftslagsmálin varða framtíð mannkyns og allra þjóða. Þar er aðkoma beggja kynja nauðsynleg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Áhrif loftslagsbreytinga verða líklega meiri á konur en karla, ekki síst í fátækari ríkjum heims. Í þeim löndum bera konur yfirleitt ábyrgð á vinnu við ræktun matvæla, söfnun eldiviðar og vatnsöflun til heimilisins, til viðbótar öðrum verkum. Það eru því konur sem finna mest fyrir áhrifum loftslagsbreytinga sem valda þurrkum og lélegri uppskeru, lengja leiðina að vatnsbólum eða gera aðgengi erfiðara að eldiviði. Konur búa líka yfir mikilvægu afli til breytinga. Aukin völd og menntun kvenna er ein áhrifaríkasta leiðin til bættrar framtíðar mannkyns alls. Það má til sanns vegar færa í loftslagsmálum. Kynjasjónarmið mikilvægÍsland hefur sett kynjasjónarmið á oddinn í alþjóðlegu loftslagsviðræðunum undanfarin ár. Bæði er mikilvægt að taka tillit til sjónarmiða beggja kynja við mótun aðgerða til að draga úr loftslagsbreytingum, og eins að samþætta þau þeim aðgerðum sem snúa að aðlögun að breytingum sem orsakast af loftslagsvandanum. Aukin þátttaka kvenna í verkefnum tengdum loftslagsmálum, ekki síst ákvarðanatöku, er mikilvægur þáttur þess að ná árangri í að vinna gegn loftslagsvandanum. Því miður stefnir ekki í að þjóðir heims nái samkomulagi í tæka tíð til að koma í veg fyrir breytingar á loftslagi. Það er því óhjákvæmilegt að lögð verði áhersla á aðgerðir til að aðstoða ríki til að aðlagast loftslagsbreytingum eins og kostur er, og þá sérstaklega fátækustu ríkin þar sem talið er að áhrifin verði mest. Þeirra á meðal eru fátæk ríki í Afríku sunnan Sahara, sem eru þau lönd sem talið er að muni eiga hvað erfiðast með að aðlaga sig breytingum í loftslagi. Þorri íbúa þar eru smábændur sem lifa af sjálfsþurftarbúskap sem byggir á aðgangi að landi og náttúru. Þessi stóri hópur er því hvað viðkvæmastur fyrir loftslagsbreytingum sem hafa öfgar í veðurfari í för með sér. Samstarf við ÚgandaÚganda í austurhluta Afríku er eitt þessara landa. Nú hafa þarlend stjórnvöld ákveðið að ganga til samstarfs við stjórnvöld Íslands, Noregs og Danmerkur, um að samþætta jafnréttissjónarmið í aðgerðum landsins til að takast á við loftslagsbreytingar. Verkefnið er margþætt. Það felur í sér rannsóknir á vegum Makerere háskóla, stefnumótun, undirbúning fyrir þátttöku í alþjóðlegum samningaviðræðum, ráðstefnu og gerð heimildamyndar. Jafnframt verða skipulögð námskeið fyrir sérfræðinga úr ýmsum geirum í landinu, s.s. ráðuneytum, stofnunum, félagasamtökum og héraðsstjórnum. Alþjóðlegum jafnréttisskóla Háskóla Íslands (GEST) hefur verið falin ábyrgð á gerð námsefnisins og framkvæmd námskeiðanna en umhverfisráðuneytið leggur sérfræðiþekkingu til verkefnisins. Hér á landi hafa dvalið úgandískir sérfræðingar til að vinna að gerð námsefnisins með íslenskum sérfræðingum á sviði umhverfis-, loftslags- og jafnréttismála. Stefnt er að því að halda þrjú námskeið í mismunandi hlutum Úganda síðar á árinu, með það að markmiði að auka þekkingu og færni fólks til að vinna að verkefnum á sviði jafnréttis og loftslagsbreytinga. Fyrsta námskeiðið verður í bænum Mbale í austur Úganda um miðjan mars og er gert ráð fyrir um 35 þátttakendum á því. Takist vel til með framkvæmd þessa er stefnt að því að sambærileg verkefni byggð á reynslunni frá Úganda geti farið af stað í öðrum löndum. Hugmyndum hrint í framkvæmdÍsland lagði til að vísað yrði til jafnréttis kynjanna í viðræðum um loftslagsmál fyrir þremur árum, en þá var engin slík tilvísun til staðar í samningstextum. Með harðfylgi hefur tekist að fá samþykkt ákvæði þar að lútandi inn í samningstexta og nú er slík áhersla almennt viðurkennd. Nú er tekið nýtt og mikilvægt skref á þessari vegferð, þegar hugmyndum um jafnréttissjónarmið í loftslagsmálum verður hrint í framkvæmd þar sem áhrifa loftslagsbreytinga gætir einna mest. Með áframhaldandi starfi leggur Ísland lóð sín á vogarskálarnar í einu mesta jafnréttismáli samtímans, en loftslagsmálin varða framtíð mannkyns og allra þjóða. Þar er aðkoma beggja kynja nauðsynleg.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun