Poppað en kraftmikið Trausti Júlíusson skrifar 3. febrúar 2012 20:00 Vicky. Cast A Light. Cast a Light er önnur plata hafnfirsku rokkhljómsveitarinnar Vicky, en hún er skipuð þremur stelpum og einum strák. Eygló syngur, Ástrós spilar á bassa, Karlotta á gítar og Orri á trommur. Vicky er mjög öflugt og skemmtilegt tónleikaband og hefur meðal annars vakið mikla athygli á Iceland Airwaves undanfarin ár. Tónlistin sem þau spila er kraftmikið gítarrokk með poppuðu ívafi. Lagasmíðarnar á Cast a Light eru fínar, ryþmaparið er þétt og gítarleikarinn er að gera mjög góða hluti. Eygló er líka hörku rokksöngkona og verður bara betri. Það eru tíu lög á plötunni og þau standa öll fyrir sínu, þó að ég haldi einna mest upp á Feel Good, Lullaby, Cast a Light og lokalagið Gold, sem sker sig nokkuð úr: Rólegt og órafmagnað popplag með víóluleik. Cast a Light kom út í haust, en flaug frekar lágt. Vicky hefur vakið athygli erlendis og m.a. spilað bæði í Bandaríkjunum og Kína, auk þess sem sjálfur David Fricke hjá Rolling Stone mælti sérstaklega með Cast a Light nýlega. Tónlistin sem Vicky spilar er ekki það ferskasta í dag, en Cast a Light er samt sem áður mjög vel unnin og heilsteypt rokkplata. Sem sagt: Heilsteypt og vel unnin rokkplata. Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fleiri fréttir Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira
Vicky. Cast A Light. Cast a Light er önnur plata hafnfirsku rokkhljómsveitarinnar Vicky, en hún er skipuð þremur stelpum og einum strák. Eygló syngur, Ástrós spilar á bassa, Karlotta á gítar og Orri á trommur. Vicky er mjög öflugt og skemmtilegt tónleikaband og hefur meðal annars vakið mikla athygli á Iceland Airwaves undanfarin ár. Tónlistin sem þau spila er kraftmikið gítarrokk með poppuðu ívafi. Lagasmíðarnar á Cast a Light eru fínar, ryþmaparið er þétt og gítarleikarinn er að gera mjög góða hluti. Eygló er líka hörku rokksöngkona og verður bara betri. Það eru tíu lög á plötunni og þau standa öll fyrir sínu, þó að ég haldi einna mest upp á Feel Good, Lullaby, Cast a Light og lokalagið Gold, sem sker sig nokkuð úr: Rólegt og órafmagnað popplag með víóluleik. Cast a Light kom út í haust, en flaug frekar lágt. Vicky hefur vakið athygli erlendis og m.a. spilað bæði í Bandaríkjunum og Kína, auk þess sem sjálfur David Fricke hjá Rolling Stone mælti sérstaklega með Cast a Light nýlega. Tónlistin sem Vicky spilar er ekki það ferskasta í dag, en Cast a Light er samt sem áður mjög vel unnin og heilsteypt rokkplata. Sem sagt: Heilsteypt og vel unnin rokkplata.
Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fleiri fréttir Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira