Lokun öldrunardeildar á Akranesi Ásmundur Einar Daðason skrifar 20. janúar 2012 06:00 Þrátt fyrir glímuna við ríkisfjármálin lengir marga eftir forgangsröðun í þágu velferðar líkt og lofað var í aðdraganda síðustu Alþingiskosninga. Á sama tíma og fjárveitingar til margra málaflokka aukast þá eru minnkandi framlög til heilbrigðisþjónustu mikið áhyggjuefni. Síðastliðinn fimmtudag stóð Sjúkraliðafélags Íslands fyrir fundi á Akranesi vegna fyrirhugaðrar lokunar E-deildar sjúkrahússins á Akranesi. Þegar þessar tillögur voru fyrst kynntar þá óskaði ég eftir fundi með forstöðumönnum Heilbrigðissstofnunar Vesturlands (HVE) og í framhaldinu átti ég góðan fund með starfsfólki og trúnaðarmanni starfsfólks á E-deildinni. Að loknum þessum fundum setti ég mig í samband við heilsugæslulækna á starfssvæði HVE, einstaklinga og aðstandendur margra sem hafa notið góðrar þjónustu á E-deildinni. Mikilvægi deildarinnar og framtíðarsýn HVEÞeir eru ófáir sem hafa nýtt sér þjónustu E-deildar sjúkrahússins á Akranesi en á síðasta ári þjónustaði deildin 105 einstaklinga. Þarna er um að ræða aldraða einstaklinga víðs vegar af Vesturlandi sem komið hafa í endurhæfingu, hvíldarinnlagnir og skamm- og langtímainnlagnir. Endurhæfing og hvíldarinnlagnir gera einstaklingum mögulegt að búa lengur heima með lægri tilkostnaði fyrir samfélagið. Skamm- og langtímainnlagnir eru yfirleitt vegna þess að einstaklingar hafa ekki fengið vistunarmat eða bíða þess að hjúkrunarrými losni. Í framtíðarsýn HVE fyrir árin 2011-2013, sem gefin var út 1. júní 2011, kemur fram að eitt af hlutverkum stofnunarinnar sé að sinna öldrunarþjónustu þar sem slík þjónusta sé ekki veitt af sveitarfélögum eða öðrum. Undir þessa framtíðarsýn ritar núverandi velferðarráðherra og því spyrja margir sig hvað hafi breyst á sex mánuðum. Þeir sem til þekkja segja ógerlegt að veita þessa þjónustu á öðrum deildum og þjónustuskerðing og aukinn kostnaður verði óumflýjanlegur. Er ekki ástæða til að endurskoða ákvörðunina?Hvernig má það vera að hægt sé að loka heilli deild og segja upp 30 manns án þess að það bitni á þjónustu? Ef málum er þannig háttað, af hverju var ekki löngu búið að loka þessari deild? Af hverju hafa læknar á starfssvæði stofnunarinnar miklar áhyggjur af stöðu mála? Af hverju segir starfsfólk sjúkrahússins ómögulegt að bæta þessum verkefnum á aðrar deildir? Hvað verður um einstaklinga sem bíða eftir því að komast að? Í framhaldi af fundinum á Akranesi þá hef ég óskað eftir sérstakri utandagskrárumræðu um þetta mál á Alþingi enda mikilvægt, ætli menn ekki að draga þessar tillögur til baka, að áhrifin liggi fyrir áður en lengra er haldið. Flestum sem hafa kynnt sér þetta mál er ljóst að þrátt fyrir fögur orð þá mun ekkert koma í stað öldrunardeildar sjúkrahússins á Akranesi. Áhrifanna mun gæta á öllu Vesturlandi og til lengri tíma mun þetta líklega hafa í för með sér aukinn kostnað fyrir ríkissjóð. Ef einhvern tíma er mikilvægt að snúa bökum saman þá er það þegar vegið er að heilbrigðisþjónustu. Einn þingmaður eins og ég stöðvar ekki þessar breytingar og því verða allir að standa saman og sýna velferðarráðherra stuðning í því að endurskoða ákvörðun um lokun öldrunardeildar á Akranesi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásmundur Einar Daðason Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir glímuna við ríkisfjármálin lengir marga eftir forgangsröðun í þágu velferðar líkt og lofað var í aðdraganda síðustu Alþingiskosninga. Á sama tíma og fjárveitingar til margra málaflokka aukast þá eru minnkandi framlög til heilbrigðisþjónustu mikið áhyggjuefni. Síðastliðinn fimmtudag stóð Sjúkraliðafélags Íslands fyrir fundi á Akranesi vegna fyrirhugaðrar lokunar E-deildar sjúkrahússins á Akranesi. Þegar þessar tillögur voru fyrst kynntar þá óskaði ég eftir fundi með forstöðumönnum Heilbrigðissstofnunar Vesturlands (HVE) og í framhaldinu átti ég góðan fund með starfsfólki og trúnaðarmanni starfsfólks á E-deildinni. Að loknum þessum fundum setti ég mig í samband við heilsugæslulækna á starfssvæði HVE, einstaklinga og aðstandendur margra sem hafa notið góðrar þjónustu á E-deildinni. Mikilvægi deildarinnar og framtíðarsýn HVEÞeir eru ófáir sem hafa nýtt sér þjónustu E-deildar sjúkrahússins á Akranesi en á síðasta ári þjónustaði deildin 105 einstaklinga. Þarna er um að ræða aldraða einstaklinga víðs vegar af Vesturlandi sem komið hafa í endurhæfingu, hvíldarinnlagnir og skamm- og langtímainnlagnir. Endurhæfing og hvíldarinnlagnir gera einstaklingum mögulegt að búa lengur heima með lægri tilkostnaði fyrir samfélagið. Skamm- og langtímainnlagnir eru yfirleitt vegna þess að einstaklingar hafa ekki fengið vistunarmat eða bíða þess að hjúkrunarrými losni. Í framtíðarsýn HVE fyrir árin 2011-2013, sem gefin var út 1. júní 2011, kemur fram að eitt af hlutverkum stofnunarinnar sé að sinna öldrunarþjónustu þar sem slík þjónusta sé ekki veitt af sveitarfélögum eða öðrum. Undir þessa framtíðarsýn ritar núverandi velferðarráðherra og því spyrja margir sig hvað hafi breyst á sex mánuðum. Þeir sem til þekkja segja ógerlegt að veita þessa þjónustu á öðrum deildum og þjónustuskerðing og aukinn kostnaður verði óumflýjanlegur. Er ekki ástæða til að endurskoða ákvörðunina?Hvernig má það vera að hægt sé að loka heilli deild og segja upp 30 manns án þess að það bitni á þjónustu? Ef málum er þannig háttað, af hverju var ekki löngu búið að loka þessari deild? Af hverju hafa læknar á starfssvæði stofnunarinnar miklar áhyggjur af stöðu mála? Af hverju segir starfsfólk sjúkrahússins ómögulegt að bæta þessum verkefnum á aðrar deildir? Hvað verður um einstaklinga sem bíða eftir því að komast að? Í framhaldi af fundinum á Akranesi þá hef ég óskað eftir sérstakri utandagskrárumræðu um þetta mál á Alþingi enda mikilvægt, ætli menn ekki að draga þessar tillögur til baka, að áhrifin liggi fyrir áður en lengra er haldið. Flestum sem hafa kynnt sér þetta mál er ljóst að þrátt fyrir fögur orð þá mun ekkert koma í stað öldrunardeildar sjúkrahússins á Akranesi. Áhrifanna mun gæta á öllu Vesturlandi og til lengri tíma mun þetta líklega hafa í för með sér aukinn kostnað fyrir ríkissjóð. Ef einhvern tíma er mikilvægt að snúa bökum saman þá er það þegar vegið er að heilbrigðisþjónustu. Einn þingmaður eins og ég stöðvar ekki þessar breytingar og því verða allir að standa saman og sýna velferðarráðherra stuðning í því að endurskoða ákvörðun um lokun öldrunardeildar á Akranesi.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar