Brandarinn endist ekki í heila plötu Trausti Júlíusson skrifar 22. október 2012 12:17 Joddi's Dream Lost in Paradise Eigin útgáfa Það eru starfandi alls konar hljómsveitir. Joddi?s Dream er í flokki grínsveita. Hún mun hafa verið stofnuð árið 1993, til að "endurvekja LA-glysrokkið sem átti undir högg að sækja". Sveitin hefur verið til síðan og heldur sig við upprunalega markmiðið. Eins og sjá má á myndinni á framhlið umslagsins á nýju plötunni hennar. Lost in Paradise, þá leika spandex-buxur og hárkollur stórt hlutverk hjá meðlimum Joddi?s Dream. Þetta er alls ekki alslæm plata. Þeir félagar bregða fyrir sig ýmsum kunnuglegum riffum og töktum úr heimi glys- og þungarokksins og komast ágætlega frá lagasmíðum, söng og hljóðfæraleik. Það eru nokkrir skemmtilegir slagarar á plötunni; ég nefni Ready to Rock, Makin? Bacon, Lost in Paradise og Rockdriver. Textarnir eru í stíl við lögin. Platan nær samt ekki alveg að halda athygli manns út í gegn. Brandarinn endist ekki alveg í heila plötu og sum laganna eru frekar dapurleg. Í kynningartexta með plötunni er talað um að Joddi?s Dream sé hljóðvershljómsveit. Þetta er samt tónlist sem virkar örugglega best á pöbbnum á þriðja glasi. Á heildina litið er Lost in Paradise alveg þokkaleg grínrokkplata, en ekki meira en það. Niðurstaða: Hárkollur, spandex og nokkur ágæt lög. Gagnrýni Mest lesið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Fleiri fréttir Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira
Joddi's Dream Lost in Paradise Eigin útgáfa Það eru starfandi alls konar hljómsveitir. Joddi?s Dream er í flokki grínsveita. Hún mun hafa verið stofnuð árið 1993, til að "endurvekja LA-glysrokkið sem átti undir högg að sækja". Sveitin hefur verið til síðan og heldur sig við upprunalega markmiðið. Eins og sjá má á myndinni á framhlið umslagsins á nýju plötunni hennar. Lost in Paradise, þá leika spandex-buxur og hárkollur stórt hlutverk hjá meðlimum Joddi?s Dream. Þetta er alls ekki alslæm plata. Þeir félagar bregða fyrir sig ýmsum kunnuglegum riffum og töktum úr heimi glys- og þungarokksins og komast ágætlega frá lagasmíðum, söng og hljóðfæraleik. Það eru nokkrir skemmtilegir slagarar á plötunni; ég nefni Ready to Rock, Makin? Bacon, Lost in Paradise og Rockdriver. Textarnir eru í stíl við lögin. Platan nær samt ekki alveg að halda athygli manns út í gegn. Brandarinn endist ekki alveg í heila plötu og sum laganna eru frekar dapurleg. Í kynningartexta með plötunni er talað um að Joddi?s Dream sé hljóðvershljómsveit. Þetta er samt tónlist sem virkar örugglega best á pöbbnum á þriðja glasi. Á heildina litið er Lost in Paradise alveg þokkaleg grínrokkplata, en ekki meira en það. Niðurstaða: Hárkollur, spandex og nokkur ágæt lög.
Gagnrýni Mest lesið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Fleiri fréttir Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira