„Hvað ef þetta hefði verið Anders Breivik á upptökunni í Eyjum?" Þorbjörn Þórðarson skrifar 29. ágúst 2012 12:16 Frá Herjólfsdal. Lögreglan getur ekki fengið upplýsingar um farsímanotkun meintra hryðjuverkamanna ef hún þarf að fá upplýsingar um farsímanotkun úr ótilgreindum fjölda símtækja á tilteknu tímabili. Það má lesa úr nýjum dómi Hæstaréttar um afhendingu gagna vegna nauðgunarmáls í Vestmannaeyjum og fyrri dómafordæmum.Nokkuð hefur verið fjallað nokkuð um dóm Hæstaréttar í máli lögreglustjórans á Selfossi gegn Símanum, en í málinu hafnaði Hæstiréttur því að Símanum væri skylt að afhenda upplýsingar um inn- og úthringingar um fjarskiptamöstur í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum á nánar tilteknu tímabili. Málið snýst um rannsókn á nauðgun sem kom upp á Þjóðhátíð í Eyjum. Þolandinn í málinu, ólögráða stúlka, hafði gefið lýsingu á sakborningi og klæðaburði hans. Lögreglan á Selfossi taldi að við skoðun á myndbandsupptöku úr eftirlitskerfi sem sett var upp vegna Þjóðhátíðar, mætti sjá karlmann sem svipi til lýsingar á sakborningi hlaupa frá vettvangi. Á upptökunni mátti einnig greina að maðurinn talaði í farsíma. Lögreglan taldi mikilvægt að fá upplýsingar um símtöl í Herjólfsdal á þessu tímabili svo sanna mætti deili á þeim manni sem sæist á upptökunni úr eftirlitskerfinu. Lögreglan vildi upplýsingar um símtöl úr Herjólfsdal á tíu mínútna tímabili kl. 5:35-5.45 um morguninn þegar brotið átti sér stað. Héraðsdómur taldi að Símanum bæri að afhenda upplýsingarnar. Hæstiréttur sneri þeirri niðurstöðu við, en í niðurstöðu Hæstaréttar kemur fram að samkvæmt 80. gr. sakamálalaga sé hægt að leggja fyrir símafyrirtæki að veita upplýsingar um símtöl við tiltekinn síma, en ekki ótilgreindan fjölda símtækja. Þar sem krafa lögreglustjórans á Selfossi gengi lengra en heimilað væri í sakamálalögum yrði að hafna henni. Þá vísaði Hæstiréttur til þriggja nýlegra dómafordæma þar sem niðurstaðan var á sama veg. Lögreglumenn sem fréttastofa hefur rætt við eru óánægðir með niðurstöðuna. Einn spurði: „Hvað ef þetta hefði verið Anders Behring Breivik á upptökunni?" Hann sagði að þetta þýddi að lögreglan gæti í raun aldrei óskað eftir upplýsingum um ótilgreindan fjölda símtækja við rannsókn sakamáls. Lögreglan hefði því í raun ekki getað fengið upplýsingar um símnotkun meints hryðjuverkamanns sem sæist á upptöku, ef hún gæti ekki tilgreint símann hjá viðkomandi. Í raun er þessi gagnrýni lögreglumannanna á gildandi lög, en ekki niðurstöðu Hæstaréttar, enda var niðurstaða Hæstaréttar í samræmi við ákvæði laga um meðferð sakamála og eldri dómafordæmi, eins og að framan greinir. Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, segir að una verði niðurstöðu Hæstaréttar en rannsókn málsins haldi áfram. „Þetta er æðsti dómstóll okkar og það er ekkert frekar hægt að gera. Við reynum að vinna úr okkar gögnum og sjá hvað við komumst áfram með. Rannsóknin er í fullum gangi, en þetta hefði væntanlega flýtt fyrir. Við töldum það afar mikilvægt að upplýsa málið og koma málinu til lykta. Að öðru leyti er ekki mikið um málið að segja," segir Ólafur Helgi. thorbjorn@stod2.is Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent B sé ekki best Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Sjá meira
Lögreglan getur ekki fengið upplýsingar um farsímanotkun meintra hryðjuverkamanna ef hún þarf að fá upplýsingar um farsímanotkun úr ótilgreindum fjölda símtækja á tilteknu tímabili. Það má lesa úr nýjum dómi Hæstaréttar um afhendingu gagna vegna nauðgunarmáls í Vestmannaeyjum og fyrri dómafordæmum.Nokkuð hefur verið fjallað nokkuð um dóm Hæstaréttar í máli lögreglustjórans á Selfossi gegn Símanum, en í málinu hafnaði Hæstiréttur því að Símanum væri skylt að afhenda upplýsingar um inn- og úthringingar um fjarskiptamöstur í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum á nánar tilteknu tímabili. Málið snýst um rannsókn á nauðgun sem kom upp á Þjóðhátíð í Eyjum. Þolandinn í málinu, ólögráða stúlka, hafði gefið lýsingu á sakborningi og klæðaburði hans. Lögreglan á Selfossi taldi að við skoðun á myndbandsupptöku úr eftirlitskerfi sem sett var upp vegna Þjóðhátíðar, mætti sjá karlmann sem svipi til lýsingar á sakborningi hlaupa frá vettvangi. Á upptökunni mátti einnig greina að maðurinn talaði í farsíma. Lögreglan taldi mikilvægt að fá upplýsingar um símtöl í Herjólfsdal á þessu tímabili svo sanna mætti deili á þeim manni sem sæist á upptökunni úr eftirlitskerfinu. Lögreglan vildi upplýsingar um símtöl úr Herjólfsdal á tíu mínútna tímabili kl. 5:35-5.45 um morguninn þegar brotið átti sér stað. Héraðsdómur taldi að Símanum bæri að afhenda upplýsingarnar. Hæstiréttur sneri þeirri niðurstöðu við, en í niðurstöðu Hæstaréttar kemur fram að samkvæmt 80. gr. sakamálalaga sé hægt að leggja fyrir símafyrirtæki að veita upplýsingar um símtöl við tiltekinn síma, en ekki ótilgreindan fjölda símtækja. Þar sem krafa lögreglustjórans á Selfossi gengi lengra en heimilað væri í sakamálalögum yrði að hafna henni. Þá vísaði Hæstiréttur til þriggja nýlegra dómafordæma þar sem niðurstaðan var á sama veg. Lögreglumenn sem fréttastofa hefur rætt við eru óánægðir með niðurstöðuna. Einn spurði: „Hvað ef þetta hefði verið Anders Behring Breivik á upptökunni?" Hann sagði að þetta þýddi að lögreglan gæti í raun aldrei óskað eftir upplýsingum um ótilgreindan fjölda símtækja við rannsókn sakamáls. Lögreglan hefði því í raun ekki getað fengið upplýsingar um símnotkun meints hryðjuverkamanns sem sæist á upptöku, ef hún gæti ekki tilgreint símann hjá viðkomandi. Í raun er þessi gagnrýni lögreglumannanna á gildandi lög, en ekki niðurstöðu Hæstaréttar, enda var niðurstaða Hæstaréttar í samræmi við ákvæði laga um meðferð sakamála og eldri dómafordæmi, eins og að framan greinir. Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, segir að una verði niðurstöðu Hæstaréttar en rannsókn málsins haldi áfram. „Þetta er æðsti dómstóll okkar og það er ekkert frekar hægt að gera. Við reynum að vinna úr okkar gögnum og sjá hvað við komumst áfram með. Rannsóknin er í fullum gangi, en þetta hefði væntanlega flýtt fyrir. Við töldum það afar mikilvægt að upplýsa málið og koma málinu til lykta. Að öðru leyti er ekki mikið um málið að segja," segir Ólafur Helgi. thorbjorn@stod2.is
Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent B sé ekki best Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Sjá meira