Inspired by Iceland lokkaði Easy Jet á klakann Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. apríl 2012 19:08 Carolyn McCall, forstjóri Easy Jet ásamt Steingrími J. Sigfússuni, efnahags- og viðskiptaráðherra, á fundinum á Hótel Borg í morgun. Forstjóri Easy Jet, sem er meðal annars lærður kennari, segir að fólk verði að hugsa ferðalög sín upp á nýtt þegar það ferðist með fyrirtækinu og flestir sem það geri líti ekki um öxl. Hún segir að kynningarherferð stjórnvalda í fyrra hafi skipt sköpum þegar tekin var ákvörðun um að koma til Íslands. Easy Jet hóf áætlunarflug til Íslands í vikunni en fyrirtækið hefur þegar selt fimmtán þúsund farseðla. Fyrirtækið ætlar sér ekki að beita hefðbundinni markaðsetningu hér á landi og ætlar alfarið að reiða sig á samfélagsmiðla eins og Facebook og Twitter. Forstjórinn Carolyn McCall á sér athyglisverðan bakgrunn, en hún er meðal annars lærður kennari, auk þess að vera með próf í stjórnmála- og sagnfræði. Hún kleif metorðastigann hjá útgáfufyrirtæki breska dagblaðsins Guardian áður og endaði sem forstjóri útgáfunnar og söðlaði síðan um og var ráðinn forstjóri Easy Jet. Vöxtur Easy Jet hefur verið ævintýri líkastur en fyrirtækið er orðið tíunda stærsta flugfélag í heiminum. „Við teljum að við bjóðum upp á snögga þjónustu, frá einum stað til annars, með lágt fargjald og frábæra þjónustu. Það er það sem við gerum í Evrópu. Við teljum að í erfiðara efnahagsástandi standi EasyJet sig mjög vel því fólk verður að endurmeta með hvaða flugfélagi það ferðast og hvaða gæði það fær. Við höfum tekið eftir þessu úti um alla Evrópu. Fólk prófar EasyJet, oft í fyrsta skipti, og þegar það hefur gert það fer það ekki aftur til rótgrónu flugfélaganna," segir Carolyn, en hún er gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu. Það er augljóst að Easy Jet hentar ekki öllum. T.d rukkar félagið sérstaklega fyrir töskur og menn keypt sig fremst í röðina á flugvellinum. En af hverju Ísland? „Ég held að það sé ekki spurning að sú staðreynd að þið hafið ríkisstjórn og („Inspired by Iceland") og „Visit Reykjavík", að allir þessi hópar eru mjög framtakssamir í að auglýsa Ísland erlendis. Það er mjög mikilvægt og það hjálpar okkur mikið. Við myndum ekki fara inn á nýja leið ef við hefðum ekki þennan þátt því það er hjálplegt að auglýsa Ísland. Eitt af því sem við vorum að tala um í gær, eftir að hafa séð hluta af þessu fallega landi, og við sáum aðeins smápart af landinu, en það er ótrúlega magnað." Viðtalið við Carolyn í heild sinni þar sem hún ræðir um eins ólíka hluti og Gullfoss og Geysi og áhættustjórnun vegna olíukostnaðar má nú finna hér. Klinkið Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fleiri fréttir Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Sjá meira
Forstjóri Easy Jet, sem er meðal annars lærður kennari, segir að fólk verði að hugsa ferðalög sín upp á nýtt þegar það ferðist með fyrirtækinu og flestir sem það geri líti ekki um öxl. Hún segir að kynningarherferð stjórnvalda í fyrra hafi skipt sköpum þegar tekin var ákvörðun um að koma til Íslands. Easy Jet hóf áætlunarflug til Íslands í vikunni en fyrirtækið hefur þegar selt fimmtán þúsund farseðla. Fyrirtækið ætlar sér ekki að beita hefðbundinni markaðsetningu hér á landi og ætlar alfarið að reiða sig á samfélagsmiðla eins og Facebook og Twitter. Forstjórinn Carolyn McCall á sér athyglisverðan bakgrunn, en hún er meðal annars lærður kennari, auk þess að vera með próf í stjórnmála- og sagnfræði. Hún kleif metorðastigann hjá útgáfufyrirtæki breska dagblaðsins Guardian áður og endaði sem forstjóri útgáfunnar og söðlaði síðan um og var ráðinn forstjóri Easy Jet. Vöxtur Easy Jet hefur verið ævintýri líkastur en fyrirtækið er orðið tíunda stærsta flugfélag í heiminum. „Við teljum að við bjóðum upp á snögga þjónustu, frá einum stað til annars, með lágt fargjald og frábæra þjónustu. Það er það sem við gerum í Evrópu. Við teljum að í erfiðara efnahagsástandi standi EasyJet sig mjög vel því fólk verður að endurmeta með hvaða flugfélagi það ferðast og hvaða gæði það fær. Við höfum tekið eftir þessu úti um alla Evrópu. Fólk prófar EasyJet, oft í fyrsta skipti, og þegar það hefur gert það fer það ekki aftur til rótgrónu flugfélaganna," segir Carolyn, en hún er gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu. Það er augljóst að Easy Jet hentar ekki öllum. T.d rukkar félagið sérstaklega fyrir töskur og menn keypt sig fremst í röðina á flugvellinum. En af hverju Ísland? „Ég held að það sé ekki spurning að sú staðreynd að þið hafið ríkisstjórn og („Inspired by Iceland") og „Visit Reykjavík", að allir þessi hópar eru mjög framtakssamir í að auglýsa Ísland erlendis. Það er mjög mikilvægt og það hjálpar okkur mikið. Við myndum ekki fara inn á nýja leið ef við hefðum ekki þennan þátt því það er hjálplegt að auglýsa Ísland. Eitt af því sem við vorum að tala um í gær, eftir að hafa séð hluta af þessu fallega landi, og við sáum aðeins smápart af landinu, en það er ótrúlega magnað." Viðtalið við Carolyn í heild sinni þar sem hún ræðir um eins ólíka hluti og Gullfoss og Geysi og áhættustjórnun vegna olíukostnaðar má nú finna hér.
Klinkið Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fleiri fréttir Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Sjá meira