Einn vinsælasti tölvuleikur veraldar uppfærður 22. mars 2012 21:30 Ný útgáfa af tölvuleiknum Angry Birds fór í almenna sölu í dag. Tvö ár eru síðan finnski tölvuleikjaframleiðandinn Rovio kynnti fyrstu útgáfu leiksins og hafa vinsældir þessa krúttlega tölvuleiks aukist gríðarlega síðan þá. Notendur vefverslunar Apple - App Store - hafa náð í Angry Birds rúmlega 700 milljón sinnum. Angry Birds er því einn vinsælasti tölvuleikur allra tíma. Markaðsvirði Rovio hefur aukist samhliða vinsældum Angry Birds. Þannig er fyrirtækið nú metið á 5.6 milljarða punda. Angry Birds kostar aðeins 138 íslenskrar krónur í vefverslun Apple. Sérstök iPad útgáfa af leiknum er þó aðeins dýrari en hún kostar 400 krónur. Rovio stefnir hátt með vörumerki sínu. Peter Vesterbacka, markaðsstjóri Rovio, segir að fyrirtækið vonist til þess að vörumerkið verði þekkt um allan heim. „Við viljum að Angry Birds verði hluti a poppmenningu okkar, líkt og Super-Mario og Hello Kitty," sagði Peter. Hægt er að sjá brot úr tölvuleiknum hér fyrir ofan. Leikjavísir Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Terry Reid látinn Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið
Ný útgáfa af tölvuleiknum Angry Birds fór í almenna sölu í dag. Tvö ár eru síðan finnski tölvuleikjaframleiðandinn Rovio kynnti fyrstu útgáfu leiksins og hafa vinsældir þessa krúttlega tölvuleiks aukist gríðarlega síðan þá. Notendur vefverslunar Apple - App Store - hafa náð í Angry Birds rúmlega 700 milljón sinnum. Angry Birds er því einn vinsælasti tölvuleikur allra tíma. Markaðsvirði Rovio hefur aukist samhliða vinsældum Angry Birds. Þannig er fyrirtækið nú metið á 5.6 milljarða punda. Angry Birds kostar aðeins 138 íslenskrar krónur í vefverslun Apple. Sérstök iPad útgáfa af leiknum er þó aðeins dýrari en hún kostar 400 krónur. Rovio stefnir hátt með vörumerki sínu. Peter Vesterbacka, markaðsstjóri Rovio, segir að fyrirtækið vonist til þess að vörumerkið verði þekkt um allan heim. „Við viljum að Angry Birds verði hluti a poppmenningu okkar, líkt og Super-Mario og Hello Kitty," sagði Peter. Hægt er að sjá brot úr tölvuleiknum hér fyrir ofan.
Leikjavísir Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Terry Reid látinn Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið