Facebook-mynd með fernu 18. janúar 2011 05:30 Glee-hópurinn fagnaði verðlaunum sínum innilega á Golden Globe-hátíðinni. nordicphotos/getty The Social Network og Glee voru sigurvegarar kvöldsins á Golden Globe-hátíðinni í Los Angeles. Kvikmyndin The Social Network og sjónvarpsþátturinn Glee hlutu flest verðlaun á Golden Globe-verðlaunahátíðinni sem var haldin í Los Angeles. The Social Network, sem fjallar um upphaf Facebook-síðunnar, hlaut fern verðlaun: sem besta dramamyndin, fyrir bestu leikstjórn, besta handritið og fyrir tónlistina. Glee hlaut þrenn verðlaun, þar á meðal sem besti söngva- eða gamanþátturinn. Bretinn Colin Firth var kjörinn besti dramaleikarinn fyrir hlutverk sitt í The King"s Speech, eins og búist hafði verið við. Þetta voru einu verðlaunin sem myndin hlaut, þrátt fyrir sjö tilnefningar. Það kom heldur engum á óvart þegar Natalie Portman hlaut Gullhnöttinn sem besta dramaleikkonan fyrir frammistöðu sína sem ballerína í Black Swan. Portman, sem á von á barni, þakkaði foreldrum sínum fyrir að hafa hjálpað sér í heiminn og gefið sér eins yndislegt líf og raun ber vitni. The Kids Are All Right, sem fjallar um lesbískt par sem hittir föður táningsstúlku þeirra, var kjörin besta söngva- eða gamanmyndin og Boardwalk Empire besti dramaþátturinn í sjónvarpi. Þá var Toy Story 3 kjörin besta teiknimyndin. David Fincher Leikstjóri The Social Network þakkaði fyrir sig. Grínistinn Ricky Gervais var kynnir hátíðarinnar annað árið í röð. Hann hóf kvöldið á því að gera grín að Charlie Sheen, Hugh Hefner, stofnanda Playboy, og þrívíddarmyndum. „Það virðist allt hafa verið í þrívídd í ár, nema persónurnar í The Tourist,“ sagði hann og skaut þar á kvikmyndina með Johnny Depp og Angelinu Jolie í aðalhlutverkum sem hefur hlotið slaka dóma. Leikarinn Robert De Niro fékk hlýjar móttökur þegar hann tók á móti verðlaunum fyrir æviframlag sitt til leiklistarinnar og áhorfendur stóðu upp og klöppuðu þegar Michael Douglas afhenti síðustu verðlaun kvöldsins. „Það hlýtur að vera til betri aðferð til að vera hylltur á þennan hátt,“ grínaðist leikarinn, sem er að jafna sig eftir meðferð við krabbameini í hálsi. Það eru samtök erlendra blaðamanna sem veita Golden Globe-verðlaunin á ári hverju. Verðlaunin þykja gefa vísbendingu um hverjir hljóta Óskarsverðlaunin, sem verða afhent 27. febrúar. freyr@frettabladid.is Golden Globes Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Fleiri fréttir „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Sjá meira
The Social Network og Glee voru sigurvegarar kvöldsins á Golden Globe-hátíðinni í Los Angeles. Kvikmyndin The Social Network og sjónvarpsþátturinn Glee hlutu flest verðlaun á Golden Globe-verðlaunahátíðinni sem var haldin í Los Angeles. The Social Network, sem fjallar um upphaf Facebook-síðunnar, hlaut fern verðlaun: sem besta dramamyndin, fyrir bestu leikstjórn, besta handritið og fyrir tónlistina. Glee hlaut þrenn verðlaun, þar á meðal sem besti söngva- eða gamanþátturinn. Bretinn Colin Firth var kjörinn besti dramaleikarinn fyrir hlutverk sitt í The King"s Speech, eins og búist hafði verið við. Þetta voru einu verðlaunin sem myndin hlaut, þrátt fyrir sjö tilnefningar. Það kom heldur engum á óvart þegar Natalie Portman hlaut Gullhnöttinn sem besta dramaleikkonan fyrir frammistöðu sína sem ballerína í Black Swan. Portman, sem á von á barni, þakkaði foreldrum sínum fyrir að hafa hjálpað sér í heiminn og gefið sér eins yndislegt líf og raun ber vitni. The Kids Are All Right, sem fjallar um lesbískt par sem hittir föður táningsstúlku þeirra, var kjörin besta söngva- eða gamanmyndin og Boardwalk Empire besti dramaþátturinn í sjónvarpi. Þá var Toy Story 3 kjörin besta teiknimyndin. David Fincher Leikstjóri The Social Network þakkaði fyrir sig. Grínistinn Ricky Gervais var kynnir hátíðarinnar annað árið í röð. Hann hóf kvöldið á því að gera grín að Charlie Sheen, Hugh Hefner, stofnanda Playboy, og þrívíddarmyndum. „Það virðist allt hafa verið í þrívídd í ár, nema persónurnar í The Tourist,“ sagði hann og skaut þar á kvikmyndina með Johnny Depp og Angelinu Jolie í aðalhlutverkum sem hefur hlotið slaka dóma. Leikarinn Robert De Niro fékk hlýjar móttökur þegar hann tók á móti verðlaunum fyrir æviframlag sitt til leiklistarinnar og áhorfendur stóðu upp og klöppuðu þegar Michael Douglas afhenti síðustu verðlaun kvöldsins. „Það hlýtur að vera til betri aðferð til að vera hylltur á þennan hátt,“ grínaðist leikarinn, sem er að jafna sig eftir meðferð við krabbameini í hálsi. Það eru samtök erlendra blaðamanna sem veita Golden Globe-verðlaunin á ári hverju. Verðlaunin þykja gefa vísbendingu um hverjir hljóta Óskarsverðlaunin, sem verða afhent 27. febrúar. freyr@frettabladid.is
Golden Globes Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Fleiri fréttir „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Sjá meira