Opinberun Hannesar Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 1. október 2011 06:00 Bíó Eldfjall Leikstjórn: Rúnar Rúnarsson Aðalhlutverk: Theodór Júlíusson, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Þorsteinn Bachmann, Elma Lísa Gunnarsdóttir Eldfjall hefst á mögnuðum svipmyndum Ósvalds Knudsen frá eldgosinu í Heimaey 1973. Atburðarásin færist til nútímans og við fylgjumst með Hannesi, geðstirðum húsverði frá Vestmannaeyjum, sem er að fara á eftirlaun. Hann er leiðinlegur við konuna sína og ónærgætinn við brottflutt börnin sín. Hann er eins konar mennskt eldfjall, ófrýnilegur, ógnvekjandi og gæti gosið hvenær sem er. Þegar konan hans veikist tekur Hannes þá ákvörðun að sinna henni heima fyrir. Hún er rúmföst, ófær um að tjá sig, og Hannes þarf að baða hana og mata. Líkt og hrörlegu trilluna í garðinum sem hann reynir að laga, telur hann sjálfum sér trú um að hann geti lagað eiginkonuna. Eldfjall er dramatísk og á köflum erfið. Það er sársaukafullt að fylgjast með vanmætti manns sem vill laga það sem brotið er en getur það ekki. Öll höfum við verið í sporum Hannesar, eða í það minnsta fylgst með af hliðarlínunni. Stjörnur myndarinnar eru aðalleikararnir tveir, Theodór Júlíusson og Margrét Helga Jóhannsdóttir. Senur þeirra saman eru gífurlega sterkar, sem og einleikur Theodórs í öðrum atriðum. Hins vegar fannst mér vanta örlítið meira púður í persónur Þorsteins Bachmann og Elmu Lísu. Þau léku hlutverk sín vel en mér fannst eins og persónurnar hefðu þurft meira pláss og eilítið meiri dýpt. Myndatakan er stórglæsileg og af gamla skólanum. Tónlistin er falleg og sparlega notuð. Í heildina er myndin áferðarfögur og fagmannlega gerð. Rúnar má vera ánægður með Eldfjallið sitt. Niðurstaða: Falleg og íburðarmikil mynd en erfið, enda um erfiðan mann. Lífið Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira
Bíó Eldfjall Leikstjórn: Rúnar Rúnarsson Aðalhlutverk: Theodór Júlíusson, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Þorsteinn Bachmann, Elma Lísa Gunnarsdóttir Eldfjall hefst á mögnuðum svipmyndum Ósvalds Knudsen frá eldgosinu í Heimaey 1973. Atburðarásin færist til nútímans og við fylgjumst með Hannesi, geðstirðum húsverði frá Vestmannaeyjum, sem er að fara á eftirlaun. Hann er leiðinlegur við konuna sína og ónærgætinn við brottflutt börnin sín. Hann er eins konar mennskt eldfjall, ófrýnilegur, ógnvekjandi og gæti gosið hvenær sem er. Þegar konan hans veikist tekur Hannes þá ákvörðun að sinna henni heima fyrir. Hún er rúmföst, ófær um að tjá sig, og Hannes þarf að baða hana og mata. Líkt og hrörlegu trilluna í garðinum sem hann reynir að laga, telur hann sjálfum sér trú um að hann geti lagað eiginkonuna. Eldfjall er dramatísk og á köflum erfið. Það er sársaukafullt að fylgjast með vanmætti manns sem vill laga það sem brotið er en getur það ekki. Öll höfum við verið í sporum Hannesar, eða í það minnsta fylgst með af hliðarlínunni. Stjörnur myndarinnar eru aðalleikararnir tveir, Theodór Júlíusson og Margrét Helga Jóhannsdóttir. Senur þeirra saman eru gífurlega sterkar, sem og einleikur Theodórs í öðrum atriðum. Hins vegar fannst mér vanta örlítið meira púður í persónur Þorsteins Bachmann og Elmu Lísu. Þau léku hlutverk sín vel en mér fannst eins og persónurnar hefðu þurft meira pláss og eilítið meiri dýpt. Myndatakan er stórglæsileg og af gamla skólanum. Tónlistin er falleg og sparlega notuð. Í heildina er myndin áferðarfögur og fagmannlega gerð. Rúnar má vera ánægður með Eldfjallið sitt. Niðurstaða: Falleg og íburðarmikil mynd en erfið, enda um erfiðan mann.
Lífið Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira