Listin tekin af stallinum 11. maí 2011 14:00 Lilja ásamt dóttur sinni Hrafnhildi. Endemi nefnist nýtt tímarit helgað samtímalist íslenskra kvenna. Ritið kemur út þrisvar á ári og er ætlað að brúa bilið milli myndlistar og almennings og jafna hlut kynjanna í listaumfjöllun. Fyrsta tölublað menningarritsins Endemi kom út fyrir helgi. Stefna blaðsins er að beina sjónum að samtímalist íslenskra kvenna en að tímaritinu standa níu konur, flestar nýútskrifaðar úr Listaháskóla Íslands. Lilja Birgisdóttir er þeirra á meðal. „Okkur fannst vanta meiri umfjöllun um myndlist, ekki síst eftir konur," segir Lilja. „En í staðinn fyrir að kvarta yfir því ákváðum við að leggja eitthvað af mörkum og búa til nýjan vettvang." Spurð hvort halli á konur í myndlistargeiranum svarar Lilja já og nei. „Það er mikið af starfandi listakonum, ekki síst í neðanjarðarsenunni, sem er hins vegar síður launuð. Eftir því sem ofar dregur virðist konum fara fækkandi. Það virðist líka vera minni umfjöllun um list kvenna en karla. Við ákváðum því að helga blaðið konum fyrsta árið, til þess að jafna muninn, en það er aldrei að vita nema við tökum upp alhliða myndlistarumfjöllun eftir það." Annað markmið útgáfunnar er að sögn Lilju að gera myndlist aðgengilegri. „Við vildum taka myndlistina af þessum stalli sem ég held að margir upplifa hana á, færa hana í aðgengilegt tímaritstform sem fólk getur keypt á 2.500 krónur og skoðað heima hjá sér og þess vegna klippt út og hengt upp á vegg." Stefnt er á að tímaritið komi út þrisvar á ári en yfirritstjóri er Elísabet Brynhildardóttir. Hlaðvarpinn styrkti útgáfuna fyrsta árið en Lilja segir vonir standa til að útgáfan geti staðið undir sér í framtíðinni. Í tilefni af útgáfunni var efnt til sýningar í Kling og Bang við Hverfisgötu með verkum nokkurra þeirra myndlistarkvenna sem fjallað er um eða eiga verk í fyrsta tölublaðinu. Sýningin stendur til 15. maí. bergsteinn@frettabladid.is Menning Mest lesið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Endemi nefnist nýtt tímarit helgað samtímalist íslenskra kvenna. Ritið kemur út þrisvar á ári og er ætlað að brúa bilið milli myndlistar og almennings og jafna hlut kynjanna í listaumfjöllun. Fyrsta tölublað menningarritsins Endemi kom út fyrir helgi. Stefna blaðsins er að beina sjónum að samtímalist íslenskra kvenna en að tímaritinu standa níu konur, flestar nýútskrifaðar úr Listaháskóla Íslands. Lilja Birgisdóttir er þeirra á meðal. „Okkur fannst vanta meiri umfjöllun um myndlist, ekki síst eftir konur," segir Lilja. „En í staðinn fyrir að kvarta yfir því ákváðum við að leggja eitthvað af mörkum og búa til nýjan vettvang." Spurð hvort halli á konur í myndlistargeiranum svarar Lilja já og nei. „Það er mikið af starfandi listakonum, ekki síst í neðanjarðarsenunni, sem er hins vegar síður launuð. Eftir því sem ofar dregur virðist konum fara fækkandi. Það virðist líka vera minni umfjöllun um list kvenna en karla. Við ákváðum því að helga blaðið konum fyrsta árið, til þess að jafna muninn, en það er aldrei að vita nema við tökum upp alhliða myndlistarumfjöllun eftir það." Annað markmið útgáfunnar er að sögn Lilju að gera myndlist aðgengilegri. „Við vildum taka myndlistina af þessum stalli sem ég held að margir upplifa hana á, færa hana í aðgengilegt tímaritstform sem fólk getur keypt á 2.500 krónur og skoðað heima hjá sér og þess vegna klippt út og hengt upp á vegg." Stefnt er á að tímaritið komi út þrisvar á ári en yfirritstjóri er Elísabet Brynhildardóttir. Hlaðvarpinn styrkti útgáfuna fyrsta árið en Lilja segir vonir standa til að útgáfan geti staðið undir sér í framtíðinni. Í tilefni af útgáfunni var efnt til sýningar í Kling og Bang við Hverfisgötu með verkum nokkurra þeirra myndlistarkvenna sem fjallað er um eða eiga verk í fyrsta tölublaðinu. Sýningin stendur til 15. maí. bergsteinn@frettabladid.is
Menning Mest lesið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“