Heim til Eyja eftir harmleik í Noregi Sunna Valgerðardóttir skrifar 25. mars 2011 08:30 Óskar segir að Leif Magnús verði alltaf velkominn aftur til Eyja. Óskar P. Friðriksson Átta ára sonur Heidi Jensen, sem var myrt í bænum Mandal í Noregi á sunnudag, flytur til föður síns í Vestmannaeyjum í vor. Föðurfjölskylda drengsins flýgur til Noregs á morgun. Sambýlismaður Heidi hefur játað á sig morðið. „Þetta er hræðilegur harmleikur,“ segir Óskar P. Friðriksson, sem er á leið til Noregs á laugardag ásamt fjölskyldu sinni til þess að hitta barnabarn sitt, Leif Magnús Grétarsson, átta ára. Móðir Leifs Magnúsar, hin 28 ára gamla Heidi Thisland Jensen, var myrt aðfaranótt sunnudagsins í bænum Mandal í Noregi. Sonur Óskars, Grétar Óskarsson, kynntist Heidi árið 2002, þegar hún dvaldi hér á sveitabæ. Þau felldu hugi saman og eignuðust Leif Magnús í janúar árið 2003. Heidi fluttist aftur til Noregs með drenginn en mæðginin komu reglulega í langar heimsóknir til Vestmannaeyja, þar sem Óskar og fjölskylda hans búa. Móðir Heidi hringdi í Óskar á sunnudagsmorgun og tjáði honum að dóttir hennar hefði verið myrt. Móðir Heidi er mikill sjúklingur eftir langa og erfiða baráttu við heilaæxli. „Hún spurði mig einfaldlega hvað yrði nú um litla drenginn," segir Óskar. „Maður hefur gríðarlega samúð með henni. Þegar drengurinn flytur verðum við að hafa allar dyr opnar til að hún geti komið og heimsótt hann. Svo hún fái að faðma drenginn og allt sem því fylgir, því hún var að missa einkabarnið sitt. Og Leif Magnús er eina barn móður sinnar." Föðurfjölskylda drengsins mun eiga fund með barnaverndaryfirvöldum í Noregi á mánudag. Óskar er bjartsýnn á framhaldið. „Við fjölskyldan ætlum að taka þennan litla mann að okkur og erum komin með lögfræðing í Noregi sem og hérna heima. Maður verður að leyfa hlutunum að hafa sinn gang," segir hann. Móðir Leifs Magnúsar var myrt af kærasta sínum. Hann elti hana berfættur út úr íbúð hennar eftir að hann hafði verið að fagna 25 ára afmæli sínu og banaði henni með hníf. Heidi náði að hringja í lögreglu áður en hún lést og var maðurinn handtekinn síðar um nóttina. Hann játaði á sig morðið. Drengurinn dvelur nú hjá ættingjum í Mandal. Óskar og fjölskylda hans koma aftur til Íslands á fimmtudag, en hann á ekki von á því að drengurinn komi með í þetta sinn. „Það hefði þó verið best. En það er búið að ganga frá því þannig að hann klári skólaárið úti og svo kemur hann vonandi fljótlega upp úr því til okkar," segir Óskar. Hann hefur rætt reglulega við Leif Magnús í síma síðan móðir hans lést og hefur tjáð honum að fjölskyldan hlakki mikið til að fá hann heim. Vestmannaeyjar Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Fleiri fréttir Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Sjá meira
Átta ára sonur Heidi Jensen, sem var myrt í bænum Mandal í Noregi á sunnudag, flytur til föður síns í Vestmannaeyjum í vor. Föðurfjölskylda drengsins flýgur til Noregs á morgun. Sambýlismaður Heidi hefur játað á sig morðið. „Þetta er hræðilegur harmleikur,“ segir Óskar P. Friðriksson, sem er á leið til Noregs á laugardag ásamt fjölskyldu sinni til þess að hitta barnabarn sitt, Leif Magnús Grétarsson, átta ára. Móðir Leifs Magnúsar, hin 28 ára gamla Heidi Thisland Jensen, var myrt aðfaranótt sunnudagsins í bænum Mandal í Noregi. Sonur Óskars, Grétar Óskarsson, kynntist Heidi árið 2002, þegar hún dvaldi hér á sveitabæ. Þau felldu hugi saman og eignuðust Leif Magnús í janúar árið 2003. Heidi fluttist aftur til Noregs með drenginn en mæðginin komu reglulega í langar heimsóknir til Vestmannaeyja, þar sem Óskar og fjölskylda hans búa. Móðir Heidi hringdi í Óskar á sunnudagsmorgun og tjáði honum að dóttir hennar hefði verið myrt. Móðir Heidi er mikill sjúklingur eftir langa og erfiða baráttu við heilaæxli. „Hún spurði mig einfaldlega hvað yrði nú um litla drenginn," segir Óskar. „Maður hefur gríðarlega samúð með henni. Þegar drengurinn flytur verðum við að hafa allar dyr opnar til að hún geti komið og heimsótt hann. Svo hún fái að faðma drenginn og allt sem því fylgir, því hún var að missa einkabarnið sitt. Og Leif Magnús er eina barn móður sinnar." Föðurfjölskylda drengsins mun eiga fund með barnaverndaryfirvöldum í Noregi á mánudag. Óskar er bjartsýnn á framhaldið. „Við fjölskyldan ætlum að taka þennan litla mann að okkur og erum komin með lögfræðing í Noregi sem og hérna heima. Maður verður að leyfa hlutunum að hafa sinn gang," segir hann. Móðir Leifs Magnúsar var myrt af kærasta sínum. Hann elti hana berfættur út úr íbúð hennar eftir að hann hafði verið að fagna 25 ára afmæli sínu og banaði henni með hníf. Heidi náði að hringja í lögreglu áður en hún lést og var maðurinn handtekinn síðar um nóttina. Hann játaði á sig morðið. Drengurinn dvelur nú hjá ættingjum í Mandal. Óskar og fjölskylda hans koma aftur til Íslands á fimmtudag, en hann á ekki von á því að drengurinn komi með í þetta sinn. „Það hefði þó verið best. En það er búið að ganga frá því þannig að hann klári skólaárið úti og svo kemur hann vonandi fljótlega upp úr því til okkar," segir Óskar. Hann hefur rætt reglulega við Leif Magnús í síma síðan móðir hans lést og hefur tjáð honum að fjölskyldan hlakki mikið til að fá hann heim.
Vestmannaeyjar Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Fleiri fréttir Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Sjá meira