Viðureign mín og Spánverja Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 26. janúar 2011 06:00 Ég hef sjaldan verið jafn drjúgur með mig og þann 22. ágúst 2008. Daginn sem Íslendingar unnu Spánverja í undanúrslitaleik í handbolta á Ólympíuleikunum í Beijing. Ég fylgdist með leiknum á veitingahúsinu Vegamót á Bíldudal. Ég man að skömmu fyrir leik hitti ég Jón Kr. sem er einn ástsælasti listamaður okkar Bílddælinga. Hann sat þá að snæðingi en ég spurði hvort hann ætlaði ekki að horfa á leikinn. Hann svaraði einhvernvegin á þessa leið: "Horfa á leikinn? Hvað koma þessir handboltapungar oft að horfa á mig?" Mig rak ekki minni til þess að þeir hefðu nokkurn tímann gert það. "Nei, það er nefnilega það," sagði Jón Kr. og snéri upp á sig. Þótti mér þetta vel mælt hjá nafna en afréð þó að horfa á leikinn. Þegar nokkrar mínútur eru eftir og ljóst orðið að Ísland myndi gjörsigra Spanjólanna kemur hópur spænskra ferðamanna á Vegamót að fá sér Bíldudals-bacalao. Annan eins hvalreka hafði ég ekki orðið vitni að í Arnarfirði. Ég vind mér að hópnum til að gamna mér og spyr samkvæmt íslenskri hefð hvernig fólkið kunni við landið. Síðan benti ég þeim á að ekki væri nóg með að hlíðin væri fögur og landkostir góðir heldur byggju hér kappar miklir eins og til dæmis þeir sem nú væru að taka spænska landsliðið í karphúsið. Var mér skemmt en þeim síður og féll tal okkar niður. Síðastliðinn mánudag var síðan komið að reikningsskilum. Þá var ég á Azahara kránni í spænska bænum Priego de Córdoba. Ég var einn innan um Spánverjanna, meira að segja íslenska bjartsýnin yfirgaf mig strax í fyrri hálfleik. Varð ég því að sitja undir gorti álíka því og ég hafði viðhaft á mínum heimaslóðum síðsumars árið 2008. Ekki nóg með það heldur fékk ég annan skammt af slíku þar sem ég hélt tölu í framhaldsskóla í bænum síðar um daginn. Kom ég þar sem gestakennari í sagnfræði. Þurftu nemendur að hafa mörg orð um ófarir landa minna fyrr um daginn. Síðan rakti ég samband Íslands og Spánar í gegnum tíðina. Er það mál manna að ég hafi talað um Spánverjavíginn af mikilli innlifun. Miskunarlaus reikningsskil eftir heimskulega typpastæla; sá er jafnan endir á Íslendingasögum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Ég hef sjaldan verið jafn drjúgur með mig og þann 22. ágúst 2008. Daginn sem Íslendingar unnu Spánverja í undanúrslitaleik í handbolta á Ólympíuleikunum í Beijing. Ég fylgdist með leiknum á veitingahúsinu Vegamót á Bíldudal. Ég man að skömmu fyrir leik hitti ég Jón Kr. sem er einn ástsælasti listamaður okkar Bílddælinga. Hann sat þá að snæðingi en ég spurði hvort hann ætlaði ekki að horfa á leikinn. Hann svaraði einhvernvegin á þessa leið: "Horfa á leikinn? Hvað koma þessir handboltapungar oft að horfa á mig?" Mig rak ekki minni til þess að þeir hefðu nokkurn tímann gert það. "Nei, það er nefnilega það," sagði Jón Kr. og snéri upp á sig. Þótti mér þetta vel mælt hjá nafna en afréð þó að horfa á leikinn. Þegar nokkrar mínútur eru eftir og ljóst orðið að Ísland myndi gjörsigra Spanjólanna kemur hópur spænskra ferðamanna á Vegamót að fá sér Bíldudals-bacalao. Annan eins hvalreka hafði ég ekki orðið vitni að í Arnarfirði. Ég vind mér að hópnum til að gamna mér og spyr samkvæmt íslenskri hefð hvernig fólkið kunni við landið. Síðan benti ég þeim á að ekki væri nóg með að hlíðin væri fögur og landkostir góðir heldur byggju hér kappar miklir eins og til dæmis þeir sem nú væru að taka spænska landsliðið í karphúsið. Var mér skemmt en þeim síður og féll tal okkar niður. Síðastliðinn mánudag var síðan komið að reikningsskilum. Þá var ég á Azahara kránni í spænska bænum Priego de Córdoba. Ég var einn innan um Spánverjanna, meira að segja íslenska bjartsýnin yfirgaf mig strax í fyrri hálfleik. Varð ég því að sitja undir gorti álíka því og ég hafði viðhaft á mínum heimaslóðum síðsumars árið 2008. Ekki nóg með það heldur fékk ég annan skammt af slíku þar sem ég hélt tölu í framhaldsskóla í bænum síðar um daginn. Kom ég þar sem gestakennari í sagnfræði. Þurftu nemendur að hafa mörg orð um ófarir landa minna fyrr um daginn. Síðan rakti ég samband Íslands og Spánar í gegnum tíðina. Er það mál manna að ég hafi talað um Spánverjavíginn af mikilli innlifun. Miskunarlaus reikningsskil eftir heimskulega typpastæla; sá er jafnan endir á Íslendingasögum.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun