Tölvuþrjótar ráðast á Steam 11. nóvember 2011 21:35 Árásin á Steam er ein af mörgum sem tölvuleikjafyrirtæki hafa þurft að þola á árinu. Kreditkorta- og persónuupplýsingar tæplega 35 milljón notenda tölvuleikjaþjónustunnar Steam eru í hættu. Þetta tilkynnti Gabe Newell, stofnandi og stjórnarformaður Valve. Steam er dreifingarkerfi fyrir ýmsa tölvuleiki en notendur greiða fyrir aðgang að leikjunum. Í tilkynningu frá Newell kom fram að allar kreditkortaupplýsingar séu dulkóðaðar. Hann sagði algjörlega óvíst hvort að tölvuhakkararnir hefðu haft aðgang að upplýsingunum. Upp komst um árásina eftir að spjallsvæði Steam var skemmt af tölvuþrjótunum. Ljóst er að hakkararnir komust yfir mikið magn upplýsinga - þar á meðal notendanöfn og gömul lykilorð, ásamt fyrri kaupum notenda og dulkóðuðum kreditkortaupplýsingum. Newell bað notendur Steam um að fylgjast með notkun kreditkorta sinna. Nokkur tölvuleikjafyrirtæki hafa orðið fyrir árás hakkara það sem af er ári. Í apríl þurfti Sony að loka fyrir netkerfi Playstation leikjatölvunnar eftir að tölvuþrjótar komust yfir persónuupplýsingar notenda þess en þeir eru um 70 milljón talsins. Leikjavísir Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Terry Reid látinn Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið
Kreditkorta- og persónuupplýsingar tæplega 35 milljón notenda tölvuleikjaþjónustunnar Steam eru í hættu. Þetta tilkynnti Gabe Newell, stofnandi og stjórnarformaður Valve. Steam er dreifingarkerfi fyrir ýmsa tölvuleiki en notendur greiða fyrir aðgang að leikjunum. Í tilkynningu frá Newell kom fram að allar kreditkortaupplýsingar séu dulkóðaðar. Hann sagði algjörlega óvíst hvort að tölvuhakkararnir hefðu haft aðgang að upplýsingunum. Upp komst um árásina eftir að spjallsvæði Steam var skemmt af tölvuþrjótunum. Ljóst er að hakkararnir komust yfir mikið magn upplýsinga - þar á meðal notendanöfn og gömul lykilorð, ásamt fyrri kaupum notenda og dulkóðuðum kreditkortaupplýsingum. Newell bað notendur Steam um að fylgjast með notkun kreditkorta sinna. Nokkur tölvuleikjafyrirtæki hafa orðið fyrir árás hakkara það sem af er ári. Í apríl þurfti Sony að loka fyrir netkerfi Playstation leikjatölvunnar eftir að tölvuþrjótar komust yfir persónuupplýsingar notenda þess en þeir eru um 70 milljón talsins.
Leikjavísir Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Terry Reid látinn Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið