Óljóst hver fær milljónina - mun borga með bros á vör 26. október 2011 17:50 Verðmæti úranna voru mest 70 milljónir króna. Mynd / Stefán Karlsson „Þetta hefði ekki bara verið mikið tap, heldur hræðilegt ef málið hefði verið óupplýst um ókomna tíð," segir sonur Franks Michelsen, Róbert, en lögreglan tilkynnti í dag að hún væri búin að endurheimt þýfið, alls 49 úr, sem voru tekin í bíræfnu ráni í skartgripabúðinni á Laugaveginum fyrir níu dögum síðan. Einn hefur verið handtekinn og þrír aðrir eftirlýstir. Verðmæti úranna voru á bilinu 50 - 70 milljónir króna. Róbert segir fjölskylduna ótrúlega þakkláta lögreglunni, sem tókst að upplýsa rán sem lögregluembætti í Evrópu eiga í fyllstu erfiðleikum með, en upp hafa komið keimlík rán í skarptgripabúðum í öðrum löndum. Svo virðist sem ræningjarnir, sem eru allir pólskir að uppruna, hafi komið hingað til lands gagngert til þess að ræna búðina. Þeir hafa engin tengsl við Ísland svo vitað sé. „Við erum bara gríðarleg þakklát lögreglunni fyrir óeigingjarnt og þrotlaust starf en við vitum hversu erfiðar aðstæður lögreglumenn vinna við, svo ég tali nú ekki um lág laun," segir Róbert. Það er ljóst að lögreglan mun ekki þiggja milljónina sem Frank lofaði hverjum þeim sem gæti gefið upplýsingar um málið. Róbert segist ekki vita til þess að lögreglan hafi upplýst málið vegna vísbendinga frá almenningi, „sé svo þá mun faðir minn borga milljónina með bros á vör," segir Róbert sem ítrekar þakklæti fjölskyldunnar til lögreglunnar. Rán í Michelsen 2011 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Fleiri fréttir Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu Sjá meira
„Þetta hefði ekki bara verið mikið tap, heldur hræðilegt ef málið hefði verið óupplýst um ókomna tíð," segir sonur Franks Michelsen, Róbert, en lögreglan tilkynnti í dag að hún væri búin að endurheimt þýfið, alls 49 úr, sem voru tekin í bíræfnu ráni í skartgripabúðinni á Laugaveginum fyrir níu dögum síðan. Einn hefur verið handtekinn og þrír aðrir eftirlýstir. Verðmæti úranna voru á bilinu 50 - 70 milljónir króna. Róbert segir fjölskylduna ótrúlega þakkláta lögreglunni, sem tókst að upplýsa rán sem lögregluembætti í Evrópu eiga í fyllstu erfiðleikum með, en upp hafa komið keimlík rán í skarptgripabúðum í öðrum löndum. Svo virðist sem ræningjarnir, sem eru allir pólskir að uppruna, hafi komið hingað til lands gagngert til þess að ræna búðina. Þeir hafa engin tengsl við Ísland svo vitað sé. „Við erum bara gríðarleg þakklát lögreglunni fyrir óeigingjarnt og þrotlaust starf en við vitum hversu erfiðar aðstæður lögreglumenn vinna við, svo ég tali nú ekki um lág laun," segir Róbert. Það er ljóst að lögreglan mun ekki þiggja milljónina sem Frank lofaði hverjum þeim sem gæti gefið upplýsingar um málið. Róbert segist ekki vita til þess að lögreglan hafi upplýst málið vegna vísbendinga frá almenningi, „sé svo þá mun faðir minn borga milljónina með bros á vör," segir Róbert sem ítrekar þakklæti fjölskyldunnar til lögreglunnar.
Rán í Michelsen 2011 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Fleiri fréttir Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu Sjá meira