Morðið á Gunnari leigubílstjóra verður að kvikmynd Freyr Gígja Gunnarsson skrifar 28. september 2010 08:30 Gunnar Sigurður Tryggvason leigubílstjóri var myrtur í Reykjavík árið 1968. Morðið vakti mikinn óhug og er eitt örfárra sem ekki hefur enn verið upplýst. „Ég nefndi þetta einhvern tímann við Júlíus [Kemp] að við þyrftum ekki að leita langt yfir skammt til að finna glæp, við erum nefnilega báðir úr Laugarnesinu," segir Lars Emil Árnason handritshöfundur. Kvikmyndafélag Íslands hyggst ráðast í gerð kvikmyndar í fullri lengd um morðið á leigubílstjóranum Gunnari Sigurði Tryggvasyni sem var myrtur í Reykjavík árið 1968 með einu skoti í hnakkann. Myndin verður gerð eftir handriti Lars sem byggir meðal annars á tilgátum úr bók Þorsteins B. Einarssonar, „Morðið á Laugalæk", sem kom út á vegum Skruddu árið 2007. Lars segist muna vel eftir allri umfjölluninni á sínum tíma um morðið sem telst einstakt í íslenskri samtímasögu en það er, enn þann dag í dag, óupplýst þrátt fyrir ítarlega rannsókn lögreglu. „Ég man sérstaklega eftir því þegar maðurinn sem hafði setið í gæsluvarðhaldi vegna málsins var sýknaður árið 1971," segir Lars og bætir því við að það hafi alltaf blundað í honum að gera mynd um þetta mál. „Svo kom Júlíus bara með bókina hans Þorsteins til mín fyrir þremur árum og þá fóru hjólin að snúast," útskýrir Lars. Ekki er enn búið að ákveða hvenær farið verði í tökur á myndinni en ráðgert er að hún verði frumsýnd 2012.Ingvar Þórðarson og Júlíus Kemp hyggjast framleiða kvikmyndina eftir handriti Lars Emils Árnasonar.Lars segir þetta eiga að vera svokallaða períódu-mynd, hún hefjist haustið 1967 og ljúki 1971 en Lars mun sjálfur leikstýra myndinni. Lars hefur viðað að sér efni alls staðar að og hann minnir á að það hafi enginn verið dæmdur í þessu máli. „Hvort ég er að fara að upplýsa það verður bara að koma í ljós, ég vann eftir ákveðnum tilgátum sem birtust í bókinni hans Þorsteins og vann þetta í góðu samstarfi við hann." Lars bætir því við að handritið sé enn opið. „Það er ekki búið að loka því og ef einhver er með upplýsingar um málið er hægt að hafa samband í gegnum netfangið info@kisi.is. Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fleiri fréttir Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
„Ég nefndi þetta einhvern tímann við Júlíus [Kemp] að við þyrftum ekki að leita langt yfir skammt til að finna glæp, við erum nefnilega báðir úr Laugarnesinu," segir Lars Emil Árnason handritshöfundur. Kvikmyndafélag Íslands hyggst ráðast í gerð kvikmyndar í fullri lengd um morðið á leigubílstjóranum Gunnari Sigurði Tryggvasyni sem var myrtur í Reykjavík árið 1968 með einu skoti í hnakkann. Myndin verður gerð eftir handriti Lars sem byggir meðal annars á tilgátum úr bók Þorsteins B. Einarssonar, „Morðið á Laugalæk", sem kom út á vegum Skruddu árið 2007. Lars segist muna vel eftir allri umfjölluninni á sínum tíma um morðið sem telst einstakt í íslenskri samtímasögu en það er, enn þann dag í dag, óupplýst þrátt fyrir ítarlega rannsókn lögreglu. „Ég man sérstaklega eftir því þegar maðurinn sem hafði setið í gæsluvarðhaldi vegna málsins var sýknaður árið 1971," segir Lars og bætir því við að það hafi alltaf blundað í honum að gera mynd um þetta mál. „Svo kom Júlíus bara með bókina hans Þorsteins til mín fyrir þremur árum og þá fóru hjólin að snúast," útskýrir Lars. Ekki er enn búið að ákveða hvenær farið verði í tökur á myndinni en ráðgert er að hún verði frumsýnd 2012.Ingvar Þórðarson og Júlíus Kemp hyggjast framleiða kvikmyndina eftir handriti Lars Emils Árnasonar.Lars segir þetta eiga að vera svokallaða períódu-mynd, hún hefjist haustið 1967 og ljúki 1971 en Lars mun sjálfur leikstýra myndinni. Lars hefur viðað að sér efni alls staðar að og hann minnir á að það hafi enginn verið dæmdur í þessu máli. „Hvort ég er að fara að upplýsa það verður bara að koma í ljós, ég vann eftir ákveðnum tilgátum sem birtust í bókinni hans Þorsteins og vann þetta í góðu samstarfi við hann." Lars bætir því við að handritið sé enn opið. „Það er ekki búið að loka því og ef einhver er með upplýsingar um málið er hægt að hafa samband í gegnum netfangið info@kisi.is.
Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fleiri fréttir Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira