PS3 leikjatölvan hökkuð 25. janúar 2010 20:05 Bandaríski tölvuþrjóturinn George Hotz, sem var frægur sem unglingur þegar hann hakkaði iPhone símann frá Apple, segist hafa leikið sama leikinn á PlayStation 3 leikjatölvuna vinsælu. Hotz segir að það hafi tekið hann fimm vikur að hakka tölvuna en það gerir fólki kleift að spila sjóræningjaútgáfur af tölvuleikjunum á PS3. Hingað til hefur tölvan verið sú eina sem tölvuþrjótum hefur ekki tekist að hakka og það þrátt fyrir að hún hafi verið á markaði í þrjú ár. Hotz segir í samtali við BBC að hann muni skýra frá aðferðinni í smáatriðum á Netinu innan skamms. Talsmenn Sony segjast vera að kanna hvað hæft sé í fullyrðingum mannsins en að öðru leyti vilja menn þar á bæ ekki tjá sig nánar. Auk þess að gera fólki kleift að spila sjóræningjaútgáfur af PS3 leikjum segir Hotz að nú geti menn einnig spilað PlayStation 2 leiki á tölvunni, en Sony ákvað að koma í veg fyrir þann möguleika þegar PS3 kom út, mörgum til lítillar gleði. Leikjavísir Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Terry Reid látinn Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið
Bandaríski tölvuþrjóturinn George Hotz, sem var frægur sem unglingur þegar hann hakkaði iPhone símann frá Apple, segist hafa leikið sama leikinn á PlayStation 3 leikjatölvuna vinsælu. Hotz segir að það hafi tekið hann fimm vikur að hakka tölvuna en það gerir fólki kleift að spila sjóræningjaútgáfur af tölvuleikjunum á PS3. Hingað til hefur tölvan verið sú eina sem tölvuþrjótum hefur ekki tekist að hakka og það þrátt fyrir að hún hafi verið á markaði í þrjú ár. Hotz segir í samtali við BBC að hann muni skýra frá aðferðinni í smáatriðum á Netinu innan skamms. Talsmenn Sony segjast vera að kanna hvað hæft sé í fullyrðingum mannsins en að öðru leyti vilja menn þar á bæ ekki tjá sig nánar. Auk þess að gera fólki kleift að spila sjóræningjaútgáfur af PS3 leikjum segir Hotz að nú geti menn einnig spilað PlayStation 2 leiki á tölvunni, en Sony ákvað að koma í veg fyrir þann möguleika þegar PS3 kom út, mörgum til lítillar gleði.
Leikjavísir Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Terry Reid látinn Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið