Taldi hraunmolann uppsprettu ógæfu kolbeinn@frettabladid.is skrifar 30. júní 2010 06:15 Hraunmolinn, eða hrunmolinn, var tekinn skömmu fyrir efnahagshrun. fréttablaðið/stefán Breskur ferðamaður hefur skilað aftur hraunmola sem hann tók héðan í leyfisleysi. Taldi molann uppsprettu allrar sinnar ógæfu. Molanum hefur verið skilað aftur og var flogið með þyrlu á gosstöðvarnar. Gömul þjóðtrú er tengd steinum. Breskur ferðamaður sem var hér á ferð skömmu fyrir efnahagshrun, er sannfærður um að hraunmoli sem hann hafði með sér af landi brott sé uppspretta allrar hans ógæfu. Eftir að hann kom heim með molann varð hann fyrir ýmsum skakkaföllum, bæði í einka- og opinbera lífinu, og tengdi það molanum. Hann sá að við svo búið máti ekki standa og sendi molann til Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands og bað um að honum yrði komið á tilhlýðilegan stað.„Honum var full alvara með þetta og hann var ekkert að grínast," segir Rikke Pedersen, sérfræðingur á stofnuninni. „Hann hafði verið í ferðalagi með fjölskyldu sinni hér og alls kyns slæmir hlutir hentu hann þegar hann kom heim. Hann var alveg viss um að það væri vegna steinsins sem hann hafði tekið í leyfisleysi. Hann var viss um að þetta myndi lagast ef hann sendi hann til Íslands."Molinn fór til Bretlands og aftur heim.Rikke fékk steininn ásamt bréfi með útskýringum, en hefur það því miður ekki lengur undir höndum. Hún gerði gangskör að því í gær að verða við bónum um steininn og kom honum á Iceland Tourist Assistance. Þar höfðu menn samband við Norðurflug og þaðan var flogið með hann á gosstöðvarnar í gær, en þar er að finna nýjasta hraunið hér á landi.„Það má tengja þetta þjóðtrú um steina," segir Kristinn H. Schram þjóðfræðingur. Hann segir Jón Árnason ræða um náttúrusteina í Íslenskum þjóðsögum og ævintýrum. Bæði séu til heillasteinar og óheilla og samkvæmt Jóni þurfi mikla kunnáttu og þekkingu til að nýta sér þá. Best er að tína þá á Jónsmessu.„Á hinn bóginn má setja þetta í samhengi við trú á álagabletti. Það hefur verið gömul þjóðtrú að allt þess konar væri í eign einhverrar vættar eða álfa sem legðu reiði sína á bóndann ef hann nytjaði blettina. Það væri honum hins vegar til hagsbóta ef hann gerði það ekki."Kristinn segir þetta tengjast náttúrufriðun sem komin sé inn í ferðaþjónustuna. „Þetta eru náttúrulega ekki nákvæm vísindi, en maður sér í þessari þjóðtrú með hvaða hætti hún er tengd náttúrufriðun, bændum og búaliði til hagsbóta. Í þessu tilfelli er þetta kannski komið yfir í ferðamennskuna þar sem svona frásagnir göfga landið." Innlent Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Breskur ferðamaður hefur skilað aftur hraunmola sem hann tók héðan í leyfisleysi. Taldi molann uppsprettu allrar sinnar ógæfu. Molanum hefur verið skilað aftur og var flogið með þyrlu á gosstöðvarnar. Gömul þjóðtrú er tengd steinum. Breskur ferðamaður sem var hér á ferð skömmu fyrir efnahagshrun, er sannfærður um að hraunmoli sem hann hafði með sér af landi brott sé uppspretta allrar hans ógæfu. Eftir að hann kom heim með molann varð hann fyrir ýmsum skakkaföllum, bæði í einka- og opinbera lífinu, og tengdi það molanum. Hann sá að við svo búið máti ekki standa og sendi molann til Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands og bað um að honum yrði komið á tilhlýðilegan stað.„Honum var full alvara með þetta og hann var ekkert að grínast," segir Rikke Pedersen, sérfræðingur á stofnuninni. „Hann hafði verið í ferðalagi með fjölskyldu sinni hér og alls kyns slæmir hlutir hentu hann þegar hann kom heim. Hann var alveg viss um að það væri vegna steinsins sem hann hafði tekið í leyfisleysi. Hann var viss um að þetta myndi lagast ef hann sendi hann til Íslands."Molinn fór til Bretlands og aftur heim.Rikke fékk steininn ásamt bréfi með útskýringum, en hefur það því miður ekki lengur undir höndum. Hún gerði gangskör að því í gær að verða við bónum um steininn og kom honum á Iceland Tourist Assistance. Þar höfðu menn samband við Norðurflug og þaðan var flogið með hann á gosstöðvarnar í gær, en þar er að finna nýjasta hraunið hér á landi.„Það má tengja þetta þjóðtrú um steina," segir Kristinn H. Schram þjóðfræðingur. Hann segir Jón Árnason ræða um náttúrusteina í Íslenskum þjóðsögum og ævintýrum. Bæði séu til heillasteinar og óheilla og samkvæmt Jóni þurfi mikla kunnáttu og þekkingu til að nýta sér þá. Best er að tína þá á Jónsmessu.„Á hinn bóginn má setja þetta í samhengi við trú á álagabletti. Það hefur verið gömul þjóðtrú að allt þess konar væri í eign einhverrar vættar eða álfa sem legðu reiði sína á bóndann ef hann nytjaði blettina. Það væri honum hins vegar til hagsbóta ef hann gerði það ekki."Kristinn segir þetta tengjast náttúrufriðun sem komin sé inn í ferðaþjónustuna. „Þetta eru náttúrulega ekki nákvæm vísindi, en maður sér í þessari þjóðtrú með hvaða hætti hún er tengd náttúrufriðun, bændum og búaliði til hagsbóta. Í þessu tilfelli er þetta kannski komið yfir í ferðamennskuna þar sem svona frásagnir göfga landið."
Innlent Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira