Náttúruvernd og ferðaþjónusta Svandís Svavarsdóttir skrifar 1. desember 2010 11:10 Ferðaþjónusta á Íslandi hefur vaxið og dafnað um árabil og er orðin einn af mikilvægustu atvinnuvegum landsmanna. Tekjur af ferðamönnum námu að talið er um 155 milljörðum króna árið 2009. Hlutfall erlendra ferðamanna á íbúa er nú hærra á Íslandi en í Frakklandi, Spáni og Ítalíu og benda spár til þess að fjöldi ferðamanna gæti farið yfir milljón innan eins eða tveggja áratuga. Náttúra Íslands er sú auðlind sem ferðaþjónustan byggir á. Mikill meirihluti erlendra ferðamanna segist koma til Íslands til að upplifa náttúruna, sem er mjög ólíkt því sem þekkist í þéttbýlli löndum. Náttúra Íslands er óneitanlega stórfengleg, með eldfjöllum sínum, jöklum og fossum, en hún getur líka verið viðkvæm.Ástand friðlýstra svæða Nýleg greinargerð Umhverfisstofnunar um ástand friðlýstra svæða hefur vakið mikla athygli. Í henni er fjallað um okkar þekktustu ferðamannastaði sem margir hverjir hafa látið á sjá og nauðsynlegt þykir að grípa til ráðstafana ef þeir eiga ekki að missa verndargildi sitt. Geysissvæðið og Gullfoss eru hér á meðal, auk Landmannalauga og Mývatns. Þessi svæði eru meðal okkar dýrmætustu náttúrugersema. Þetta er áhyggjuefni, en vandinn er fyrst og fremst bundinn við afmörkuð svæði og því er hægt að bregðast við honum. Bætt landvarsla, skipulag, aðstaða og stígagerð eru ekki óyfirstíganlega fjárfrekar aðgerðir, en geta skilað miklu. Það er hins vegar ekki kostur í stöðunni að gera ekki neitt. Sinnuleysi um náttúruperlur okkar er vont fyrir framtíð ferðaþjónustu og þá ímynd sem við viljum skapa af Íslandi sem ferðamannalandi. Frá sjónarhóli náttúruverndar er það einnig óásættanlegt. Umhverfisstofnun bendir á ýmsar leiðir til að bæta ástandið sem fæstar eru mjög dýrar. Kostnaður við náttúruvernd er að mestu leyti fjármagnaður af skattfé, enda er náttúra landsins ein okkar dýrmætasta eign sem þjóðar. Það er hins vegar eðlilegt að kostnaður við aðstöðu og umbætur á fjölsóttum ferðamannastöðum sé á einhvern hátt borinn af ferðamönnum. Það er í samræmi við nytjagreiðsluregluna svokölluðu, sem er einn af hornsteinum umhverfisréttar, og það er í samræmi við almenn sanngirnissjónarmið.Umræða um gjaldtöku Ferðamenn sýna hóflegri gjaldtöku oftast skilning ef þeir sjá að fénu er sannanlega varið í góða aðstöðu og metnaðarfulla vernd náttúrunnar sem þeir koma til að upplifa. Það eru hins vegar skiptar skoðanir um hvaða fyrirkomulag er best í þessu sambandi. Umræðan um þessi mál er brýn í ljósi vaxandi fjölda ferðamanna og aukinnar kröfu um náttúruvernd. Ferðamenn eru ekki ógn við náttúruvernd, heldur má segja þvert á móti að vaxandi ferðaþjónusta styrki kröfuna um náttúruvernd. Fyrirhyggjuleysi við móttöku ferðamanna er hins vegar ógn. Vanbúnaður í þeim efnum getur valdið skemmdum á náttúru Íslands og takmarkað möguleika ferðaþjónustu til vaxtar. Markmið okkar er að Ísland verði eftirsóttur áfangastaður fólks sem vill sjá stórbrotna náttúru og víðerni en njóta um leið öryggis og þæginda. Við megum aldrei taka Gullfossi, Geysi, Mývatni, Skaftafelli, Þingvöllum og öðrum vinsælustu náttúruperlum okkar sem sjálfsögðum hlut. Þær eru hluti af okkar þjóðararfi og þær eru andlit okkar gagnvart umheiminum. Náttúrufegurð Íslands er grundvöllur ferðaþjónustunnar og mun vera það áfram um langa framtíð, svo fremi að við berum gæfu til að vernda náttúruna gegn átroðningi og búa henni umgjörð við hæfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ferðaþjónusta á Íslandi hefur vaxið og dafnað um árabil og er orðin einn af mikilvægustu atvinnuvegum landsmanna. Tekjur af ferðamönnum námu að talið er um 155 milljörðum króna árið 2009. Hlutfall erlendra ferðamanna á íbúa er nú hærra á Íslandi en í Frakklandi, Spáni og Ítalíu og benda spár til þess að fjöldi ferðamanna gæti farið yfir milljón innan eins eða tveggja áratuga. Náttúra Íslands er sú auðlind sem ferðaþjónustan byggir á. Mikill meirihluti erlendra ferðamanna segist koma til Íslands til að upplifa náttúruna, sem er mjög ólíkt því sem þekkist í þéttbýlli löndum. Náttúra Íslands er óneitanlega stórfengleg, með eldfjöllum sínum, jöklum og fossum, en hún getur líka verið viðkvæm.Ástand friðlýstra svæða Nýleg greinargerð Umhverfisstofnunar um ástand friðlýstra svæða hefur vakið mikla athygli. Í henni er fjallað um okkar þekktustu ferðamannastaði sem margir hverjir hafa látið á sjá og nauðsynlegt þykir að grípa til ráðstafana ef þeir eiga ekki að missa verndargildi sitt. Geysissvæðið og Gullfoss eru hér á meðal, auk Landmannalauga og Mývatns. Þessi svæði eru meðal okkar dýrmætustu náttúrugersema. Þetta er áhyggjuefni, en vandinn er fyrst og fremst bundinn við afmörkuð svæði og því er hægt að bregðast við honum. Bætt landvarsla, skipulag, aðstaða og stígagerð eru ekki óyfirstíganlega fjárfrekar aðgerðir, en geta skilað miklu. Það er hins vegar ekki kostur í stöðunni að gera ekki neitt. Sinnuleysi um náttúruperlur okkar er vont fyrir framtíð ferðaþjónustu og þá ímynd sem við viljum skapa af Íslandi sem ferðamannalandi. Frá sjónarhóli náttúruverndar er það einnig óásættanlegt. Umhverfisstofnun bendir á ýmsar leiðir til að bæta ástandið sem fæstar eru mjög dýrar. Kostnaður við náttúruvernd er að mestu leyti fjármagnaður af skattfé, enda er náttúra landsins ein okkar dýrmætasta eign sem þjóðar. Það er hins vegar eðlilegt að kostnaður við aðstöðu og umbætur á fjölsóttum ferðamannastöðum sé á einhvern hátt borinn af ferðamönnum. Það er í samræmi við nytjagreiðsluregluna svokölluðu, sem er einn af hornsteinum umhverfisréttar, og það er í samræmi við almenn sanngirnissjónarmið.Umræða um gjaldtöku Ferðamenn sýna hóflegri gjaldtöku oftast skilning ef þeir sjá að fénu er sannanlega varið í góða aðstöðu og metnaðarfulla vernd náttúrunnar sem þeir koma til að upplifa. Það eru hins vegar skiptar skoðanir um hvaða fyrirkomulag er best í þessu sambandi. Umræðan um þessi mál er brýn í ljósi vaxandi fjölda ferðamanna og aukinnar kröfu um náttúruvernd. Ferðamenn eru ekki ógn við náttúruvernd, heldur má segja þvert á móti að vaxandi ferðaþjónusta styrki kröfuna um náttúruvernd. Fyrirhyggjuleysi við móttöku ferðamanna er hins vegar ógn. Vanbúnaður í þeim efnum getur valdið skemmdum á náttúru Íslands og takmarkað möguleika ferðaþjónustu til vaxtar. Markmið okkar er að Ísland verði eftirsóttur áfangastaður fólks sem vill sjá stórbrotna náttúru og víðerni en njóta um leið öryggis og þæginda. Við megum aldrei taka Gullfossi, Geysi, Mývatni, Skaftafelli, Þingvöllum og öðrum vinsælustu náttúruperlum okkar sem sjálfsögðum hlut. Þær eru hluti af okkar þjóðararfi og þær eru andlit okkar gagnvart umheiminum. Náttúrufegurð Íslands er grundvöllur ferðaþjónustunnar og mun vera það áfram um langa framtíð, svo fremi að við berum gæfu til að vernda náttúruna gegn átroðningi og búa henni umgjörð við hæfi.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun