Vara við rangfærslum og hræðsluáróðri 29. maí 2010 06:00 Evrópusamtökin segja unga bændur slíta orð Angelu Merkel úr samhengi. Evrópusamtökin mótmæla í yfirlýsingu auglýsingum Samtaka ungra bænda, sem birtust í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í gær. Samtökin segja umræðu um málefni Evrópusambandsins verða að vera málefnalega, ekki byggða á rangfærslum og hræðsluáróðri. Í auglýsingunnni segir: „Við viljum ekki senda afkomendur okkar í Evrópusambandsherinn." Þar var vitnað í orð Angelu Merkel Þýskalandskanslara, þar sem hún sagði lengi hafa staðið til að koma upp Evrópusambandsher. Evrópusamtökin segja ummæli Merkel slitin úr samhengi og mistúlkuð í auglýsingunni. „Við hjá Evrópusamtökunum vitum varla hvort við eigum að hlæja eða gráta vegna þessarar auglýsingar. Það er alveg ljóst að engar hugmyndir eru uppi innan Evrópusambandsins um stofnun sameiginlegs hers í líkingu við her einstakra landa," segir í yfirlýsingu Evrópusamtakanna. Þar segir enn fremur að komið hafi verið á laggirnar hraðsveitum skipuðum hermönnum úr herjum aðildarlandanna. Sveitunum sé ætlað að stilla til friðar á átakasvæðum. Hverju aðildarlandi sé það í sjálfsvald sett hvort það sendi hermenn sína í þessar sveitir. Helgi Haukur Hauksson, formaður Samtaka ungra bænda, segir þetta eitt af þeim málum sem verði að ræða nú þegar Ísland hafi sótt um inngöngu í ESB. Hann segir að þó nú sé stefnt á ákveðið fyrirkomulag segi það ekki til um hvað gerist í framtíðinni. Ungir bændur vilji ekki að íslensk ungmenni deyi í hernaði.- bj Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira
Evrópusamtökin mótmæla í yfirlýsingu auglýsingum Samtaka ungra bænda, sem birtust í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í gær. Samtökin segja umræðu um málefni Evrópusambandsins verða að vera málefnalega, ekki byggða á rangfærslum og hræðsluáróðri. Í auglýsingunnni segir: „Við viljum ekki senda afkomendur okkar í Evrópusambandsherinn." Þar var vitnað í orð Angelu Merkel Þýskalandskanslara, þar sem hún sagði lengi hafa staðið til að koma upp Evrópusambandsher. Evrópusamtökin segja ummæli Merkel slitin úr samhengi og mistúlkuð í auglýsingunni. „Við hjá Evrópusamtökunum vitum varla hvort við eigum að hlæja eða gráta vegna þessarar auglýsingar. Það er alveg ljóst að engar hugmyndir eru uppi innan Evrópusambandsins um stofnun sameiginlegs hers í líkingu við her einstakra landa," segir í yfirlýsingu Evrópusamtakanna. Þar segir enn fremur að komið hafi verið á laggirnar hraðsveitum skipuðum hermönnum úr herjum aðildarlandanna. Sveitunum sé ætlað að stilla til friðar á átakasvæðum. Hverju aðildarlandi sé það í sjálfsvald sett hvort það sendi hermenn sína í þessar sveitir. Helgi Haukur Hauksson, formaður Samtaka ungra bænda, segir þetta eitt af þeim málum sem verði að ræða nú þegar Ísland hafi sótt um inngöngu í ESB. Hann segir að þó nú sé stefnt á ákveðið fyrirkomulag segi það ekki til um hvað gerist í framtíðinni. Ungir bændur vilji ekki að íslensk ungmenni deyi í hernaði.- bj
Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira