Mig langar að vera með Illugi Jökulsson skrifar 16. október 2010 06:00 Ég ætla að bjóða mig fram til stjórnlagaþingsins sem haldið verður á næsta ári. Ástæðan fyrir framboðinu er fyrst og fremst sú að mig langar ekki að standa afsíðis þegar ráðum verður ráðið um skipan samfélags okkar á 21. öldinni. Mig langar að taka þátt í að skapa samfélaginu umgjörð sem getur komið í veg fyrir að það verði framar leiksoppur spillingarafla í stjórnmálum og/eða viðskiptalífi. Mig langar að taka þátt í að semja leikreglur sem efla lýðræði í landinu og auka möguleika fólks á að hafa eftirlit með stjórnarathöfnum, stórum sem smáum. Sú leyndarhyggja sem alltof lengi hefur ráðið ferðinni í íslenskri stjórnsýslu átti sinn þátt í hruninu, og hún verður að hverfa. Ný stjórnarskrá getur orðið öflugt vopn til að berja niður leyndarhyggjuna, klíkuskapinn og duttlungaræðið sem hefur orðið okkur svo dýrt. Mig langar að taka þátt í að semja þann texta þar sem íslenska þjóðin sjálf setur fram það sem hún telur mikilvægast í samfélaginu í framtíðinni. Sjálfur mun ég beita mér fyrir því að þar verði öflug og afdráttarlaus ákvæði sem heimili aldrei að gengið verði á rétt fólk til jafnréttis, tjáningarfrelsis og mannsæmandi lífs. Frelsi, jafnrétti og bræðralag voru kjörorð frönsku byltingarinnar, og þau geta enn gagnast okkur, en í viðbót eiga að koma skilningur, velferð og gegnsæi. Mig langar að taka þátt í að koma því á hreint í eitt skipti fyrir öll að sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar eigi líka að vera í sameiginlegri eigu hennar, og hún eigi því öll að njóta arðsins af þeim. Mig langar að verða fulltrúi á þingi þar sem fulltrúar þjóðarinnar koma saman til að semja framtíð sína – en fulltrúum hagsmunaaðila og feyskinna stjórnmálaafla verði haldið úti. Mig langar að vera með í að semja þann texta sem vonandi getur orðið íslenskri þjóð innblástur og von um betra líf, en ekki einungis leiksoppur lagatækna. Texta sem er skýr og greinilegur og vonandi fallegur, og hefur – umfram allt – raunverulega merkingu í eyrum almennings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Illugi Jökulsson Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Ég ætla að bjóða mig fram til stjórnlagaþingsins sem haldið verður á næsta ári. Ástæðan fyrir framboðinu er fyrst og fremst sú að mig langar ekki að standa afsíðis þegar ráðum verður ráðið um skipan samfélags okkar á 21. öldinni. Mig langar að taka þátt í að skapa samfélaginu umgjörð sem getur komið í veg fyrir að það verði framar leiksoppur spillingarafla í stjórnmálum og/eða viðskiptalífi. Mig langar að taka þátt í að semja leikreglur sem efla lýðræði í landinu og auka möguleika fólks á að hafa eftirlit með stjórnarathöfnum, stórum sem smáum. Sú leyndarhyggja sem alltof lengi hefur ráðið ferðinni í íslenskri stjórnsýslu átti sinn þátt í hruninu, og hún verður að hverfa. Ný stjórnarskrá getur orðið öflugt vopn til að berja niður leyndarhyggjuna, klíkuskapinn og duttlungaræðið sem hefur orðið okkur svo dýrt. Mig langar að taka þátt í að semja þann texta þar sem íslenska þjóðin sjálf setur fram það sem hún telur mikilvægast í samfélaginu í framtíðinni. Sjálfur mun ég beita mér fyrir því að þar verði öflug og afdráttarlaus ákvæði sem heimili aldrei að gengið verði á rétt fólk til jafnréttis, tjáningarfrelsis og mannsæmandi lífs. Frelsi, jafnrétti og bræðralag voru kjörorð frönsku byltingarinnar, og þau geta enn gagnast okkur, en í viðbót eiga að koma skilningur, velferð og gegnsæi. Mig langar að taka þátt í að koma því á hreint í eitt skipti fyrir öll að sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar eigi líka að vera í sameiginlegri eigu hennar, og hún eigi því öll að njóta arðsins af þeim. Mig langar að verða fulltrúi á þingi þar sem fulltrúar þjóðarinnar koma saman til að semja framtíð sína – en fulltrúum hagsmunaaðila og feyskinna stjórnmálaafla verði haldið úti. Mig langar að vera með í að semja þann texta sem vonandi getur orðið íslenskri þjóð innblástur og von um betra líf, en ekki einungis leiksoppur lagatækna. Texta sem er skýr og greinilegur og vonandi fallegur, og hefur – umfram allt – raunverulega merkingu í eyrum almennings.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar