Einkabankar búa til lögeyri landsins 15. september 2010 06:00 Thomas Jefferson, höfundur sjálfstæðisyfirlýsingar Bandaríkjanna og þriðji forseti þeirra, varaði við því að afhenda einkabönkum valdið til að gefa út gjaldmiðil þjóðarinnar. Varúðarorð hans eiga vel við í dag, en hann sagði: „Ef bandaríska þjóðin leyfir einkabönkum nokkurn tíma að stjórna útgáfu þjóðargjaldmiðilsins, fyrst með verðbólgu, síðan með verðhjöðnun, þá munu bankarnir og einkafyrirtækin sem vaxa upp í kringum þá svipta fólkinu öllum þeirra eigum þar til börnin þeirra vakna heimilislaus í landinu sem forfeður þeirra byggðu.“ Peningakerfi Íslands í dagLandslög segja að íslenska krónan skuli vera lögeyrir og í henni skuli innheimta skatta. Allir sem vilja lifa og starfa á Íslandi verða því að eiga og versla með íslenskar krónur. Alþingi fól Seðlabankanum ábyrgð á því að stuðla að stöðugu verðlagi ásamt valdi til að gefa út gjaldmiðilinn. Seðlabankinn afhenti hins vegar einkabönkum valdið til að skapa mikinn meirihluta nýrra krónupeninga og hugðist fjarstýra verðstöðugleikanum. Við lifum og störfum í rústum þessa peningakerfis. Eitt meginmarkmið Seðlabanka Íslands er að kaupmáttur krónunnar lækki um 2,5% árlega. Þetta skal gert með því að auka magn nýrra peninga meira en magn vöru og þjónustu sem þeir kaupa. Í daglegu tali heitir þessi kaupmáttarskerðing verðbólga. Í peningakerfinu eru nýir peningar skapaðir og settir í umferð til að valda stöðugri kaupmáttarskerðingu. Fjármálafyrirtæki í einkaeigu hafa svo lögvarin forréttindi til að skapa mikinn meirihluta nýrra peninga og til að fá á stýrivöxtum það litla sem Seðlabankinn býr til sjálfur. Hvoru tveggja eykur lánsfé einkabankanna sem gerir það ódýrara en veldur verðbólgu í kjölfarið. Bróðurpartur af lánsfé fer til hinna efnamestu sem mesta lánsvild hafa. Meðan verðbólgan fer verst með fátæka þegar verð á nauðþurftum hækkar. Peningakerfi Íslands niðurgreiðir því lánsfé til hinna ríku með verðbólguskatti á almenning. Ójöfnuður er innbyggður í peningakerfið. Allar krónur á Íslandi fara því í umferð sem skuld við einkaaðila sem ómögulegt er að endurgreiða þar sem aldrei eru í umferð nægar krónur til að borga bæði höfuðstólinn, þ.e. upprunalega lánið, og vextina sem á hann falla. Aukin gjaldþrot, og kostnaðurinn sem af þeim hlýst, er því byggður inn í peningakerfið. Seðlabankinn reynir svo að fjarstýra peningaútgáfu einkabankanna og stuðla þannig að stöðugleika. Tölur frá Seðlabankanum sjálfum sýna hve algerlega honum hefur mistekist að tryggja þannig stöðugleika á verðlagi og í hagkerfinu í heild. Leiðréttingin er einföldÞessar kerfisvillur þarf að leiðrétta og það er einfalt. Fyrst þarf að taka af einkaaðilum valdið til að búa til lögeyri landsins. Svo þarf að finna aðra leið til að koma nýjum peningum í umferð og gera það án vaxta. Í stað þess að Seðlabankinn reikni fyrst hvað mikið þarf að skapa af nýjum peningum og reyna svo að fjarstýra hve mikið einkabankar skapa, þá getur Seðlabankinn sjálfur gefið út alla nýja peninga. Í stað þess að nýir peningar fara í umferð á vöxtum og í gegnum fjármálafyrirtæki sem taka þóknun fyrir að úthluta þeim til útvalinna, þá geta nýir peningar farið í umferð sem greiðsla frá ríkinu fyrir betra velferðarkerfi og til að borga upp skuldir ríkissjóðs. Þessar kerfisvillur eru þær sömu og fyrir hrun. Í peningakerfi Íslands er enn innbyggður ójöfnuður, óhagkvæmni og óstöðugleiki. Umræðu og úrbóta er þörf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Skoðanir Mest lesið Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Thomas Jefferson, höfundur sjálfstæðisyfirlýsingar Bandaríkjanna og þriðji forseti þeirra, varaði við því að afhenda einkabönkum valdið til að gefa út gjaldmiðil þjóðarinnar. Varúðarorð hans eiga vel við í dag, en hann sagði: „Ef bandaríska þjóðin leyfir einkabönkum nokkurn tíma að stjórna útgáfu þjóðargjaldmiðilsins, fyrst með verðbólgu, síðan með verðhjöðnun, þá munu bankarnir og einkafyrirtækin sem vaxa upp í kringum þá svipta fólkinu öllum þeirra eigum þar til börnin þeirra vakna heimilislaus í landinu sem forfeður þeirra byggðu.“ Peningakerfi Íslands í dagLandslög segja að íslenska krónan skuli vera lögeyrir og í henni skuli innheimta skatta. Allir sem vilja lifa og starfa á Íslandi verða því að eiga og versla með íslenskar krónur. Alþingi fól Seðlabankanum ábyrgð á því að stuðla að stöðugu verðlagi ásamt valdi til að gefa út gjaldmiðilinn. Seðlabankinn afhenti hins vegar einkabönkum valdið til að skapa mikinn meirihluta nýrra krónupeninga og hugðist fjarstýra verðstöðugleikanum. Við lifum og störfum í rústum þessa peningakerfis. Eitt meginmarkmið Seðlabanka Íslands er að kaupmáttur krónunnar lækki um 2,5% árlega. Þetta skal gert með því að auka magn nýrra peninga meira en magn vöru og þjónustu sem þeir kaupa. Í daglegu tali heitir þessi kaupmáttarskerðing verðbólga. Í peningakerfinu eru nýir peningar skapaðir og settir í umferð til að valda stöðugri kaupmáttarskerðingu. Fjármálafyrirtæki í einkaeigu hafa svo lögvarin forréttindi til að skapa mikinn meirihluta nýrra peninga og til að fá á stýrivöxtum það litla sem Seðlabankinn býr til sjálfur. Hvoru tveggja eykur lánsfé einkabankanna sem gerir það ódýrara en veldur verðbólgu í kjölfarið. Bróðurpartur af lánsfé fer til hinna efnamestu sem mesta lánsvild hafa. Meðan verðbólgan fer verst með fátæka þegar verð á nauðþurftum hækkar. Peningakerfi Íslands niðurgreiðir því lánsfé til hinna ríku með verðbólguskatti á almenning. Ójöfnuður er innbyggður í peningakerfið. Allar krónur á Íslandi fara því í umferð sem skuld við einkaaðila sem ómögulegt er að endurgreiða þar sem aldrei eru í umferð nægar krónur til að borga bæði höfuðstólinn, þ.e. upprunalega lánið, og vextina sem á hann falla. Aukin gjaldþrot, og kostnaðurinn sem af þeim hlýst, er því byggður inn í peningakerfið. Seðlabankinn reynir svo að fjarstýra peningaútgáfu einkabankanna og stuðla þannig að stöðugleika. Tölur frá Seðlabankanum sjálfum sýna hve algerlega honum hefur mistekist að tryggja þannig stöðugleika á verðlagi og í hagkerfinu í heild. Leiðréttingin er einföldÞessar kerfisvillur þarf að leiðrétta og það er einfalt. Fyrst þarf að taka af einkaaðilum valdið til að búa til lögeyri landsins. Svo þarf að finna aðra leið til að koma nýjum peningum í umferð og gera það án vaxta. Í stað þess að Seðlabankinn reikni fyrst hvað mikið þarf að skapa af nýjum peningum og reyna svo að fjarstýra hve mikið einkabankar skapa, þá getur Seðlabankinn sjálfur gefið út alla nýja peninga. Í stað þess að nýir peningar fara í umferð á vöxtum og í gegnum fjármálafyrirtæki sem taka þóknun fyrir að úthluta þeim til útvalinna, þá geta nýir peningar farið í umferð sem greiðsla frá ríkinu fyrir betra velferðarkerfi og til að borga upp skuldir ríkissjóðs. Þessar kerfisvillur eru þær sömu og fyrir hrun. Í peningakerfi Íslands er enn innbyggður ójöfnuður, óhagkvæmni og óstöðugleiki. Umræðu og úrbóta er þörf.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun