Töfralausnirnar 11. mars 2009 00:01 Mikil leit hefur staðið yfir að lausnum eftir hrunið mikla. Eins og við var að búast var reiðin mest áberandi fyrsta kastið, og er raunar enn ríkjandi sem eðlilegt er. Þeim sem báru ábyrgð á ástandinu skyldi refsað. Reiðin beindist gegn ríkisstjórn, þingmönnum og framagosum viðskiptalífsins. Fólkið kom ríkisstjórninni frá og fékk kosningar í gegn tveimur árum fyrr en áætlað var. Og rannsókn er hafin á viðskiptalífinu í aðdraganda og eftirleik hrunsins. Og nú virðist allt vera að falla í sama farið. Allt virðist komið í ákveðinn farveg og því ekkert meira fyrir okkur almenning að gera. Nema fara á hausinn og kjósa rétt. Krafturinn sem einkenndi byltinguna er í það minnsta horfinn. Nú snýst allt um prófkjör og kosningar og hver hefur tíma til að hugsa um eðli þjóðfélagsgerðarinnar á slíkum spennutímum? Í það minnsta virðumst við hafa verið ansi ánægð með það fólk sem var í fararbroddi stjórnmálanna. Það raðar sér í efstu sæti lista í prófkjörum og kannanir sýna að þeir flokkar sem tímabundið guldu fyrir hrunið í skoðanakönnunum virðast hafa náð sér aftur á strik. umræðan hefur líka æ frekar farið að snúast um einstök mál. Æ ofan í æ heyrir maður menn halda einhverju ákveðnu máli á lofti; sko þetta er mín töfralausn! Evrópusambandið, stjórnlagaþing, stjórnarskrárbreyting, beint lýðræði, kosningar. Hver og einn heldur fram sinni töfralausn sem kyndlinum sem lýsa á okkur leið úr svartnættinu. Hvar er umræðan um heildarendurskoðun samfélagsgerðarinnar núna? Hvar er krafan um gjörbyltingu í samfélaginu? Hvar er orkan sem leysti úr læðingi eitt stykki byltingu? Öllu þessu hefur verið beint í hefðbundna farvegi stjórnmálanna. Ekkert hefur í raun breyst. Stjórnmálaflokkarnir gera það sem þeir eiga að gera; útmála sig og sín málefni í sem fegurstum litum til að fá sem flest atkvæði. Og stjórnmálamenn munu geta skreytt sig með endurnýjuðu umboð að kosningum loknum. staðreyndin er sú að það eru engar töfralausnir til. Breyting á stjórnarskránni ein og sér mun ekkert segja, beint lýðræði breytir engu, nýtt þing alls engu. Ekkert nema róttæk endurskoðun á gildum okkar dugar. Og er slík endurskoðun ekki hið besta mál? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun
Mikil leit hefur staðið yfir að lausnum eftir hrunið mikla. Eins og við var að búast var reiðin mest áberandi fyrsta kastið, og er raunar enn ríkjandi sem eðlilegt er. Þeim sem báru ábyrgð á ástandinu skyldi refsað. Reiðin beindist gegn ríkisstjórn, þingmönnum og framagosum viðskiptalífsins. Fólkið kom ríkisstjórninni frá og fékk kosningar í gegn tveimur árum fyrr en áætlað var. Og rannsókn er hafin á viðskiptalífinu í aðdraganda og eftirleik hrunsins. Og nú virðist allt vera að falla í sama farið. Allt virðist komið í ákveðinn farveg og því ekkert meira fyrir okkur almenning að gera. Nema fara á hausinn og kjósa rétt. Krafturinn sem einkenndi byltinguna er í það minnsta horfinn. Nú snýst allt um prófkjör og kosningar og hver hefur tíma til að hugsa um eðli þjóðfélagsgerðarinnar á slíkum spennutímum? Í það minnsta virðumst við hafa verið ansi ánægð með það fólk sem var í fararbroddi stjórnmálanna. Það raðar sér í efstu sæti lista í prófkjörum og kannanir sýna að þeir flokkar sem tímabundið guldu fyrir hrunið í skoðanakönnunum virðast hafa náð sér aftur á strik. umræðan hefur líka æ frekar farið að snúast um einstök mál. Æ ofan í æ heyrir maður menn halda einhverju ákveðnu máli á lofti; sko þetta er mín töfralausn! Evrópusambandið, stjórnlagaþing, stjórnarskrárbreyting, beint lýðræði, kosningar. Hver og einn heldur fram sinni töfralausn sem kyndlinum sem lýsa á okkur leið úr svartnættinu. Hvar er umræðan um heildarendurskoðun samfélagsgerðarinnar núna? Hvar er krafan um gjörbyltingu í samfélaginu? Hvar er orkan sem leysti úr læðingi eitt stykki byltingu? Öllu þessu hefur verið beint í hefðbundna farvegi stjórnmálanna. Ekkert hefur í raun breyst. Stjórnmálaflokkarnir gera það sem þeir eiga að gera; útmála sig og sín málefni í sem fegurstum litum til að fá sem flest atkvæði. Og stjórnmálamenn munu geta skreytt sig með endurnýjuðu umboð að kosningum loknum. staðreyndin er sú að það eru engar töfralausnir til. Breyting á stjórnarskránni ein og sér mun ekkert segja, beint lýðræði breytir engu, nýtt þing alls engu. Ekkert nema róttæk endurskoðun á gildum okkar dugar. Og er slík endurskoðun ekki hið besta mál?
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun