Kosningasvik 14. mars 2009 07:15 Forseti Alþýðusambandsins lýsti á dögunum vonbrigðum með viðtal við fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Í því hafði komið fram að óskýrar áætlanir eru um hvernig koma má landinu úr fjötrum gjaldeyrishafta. Þetta var réttmæt athugasemd í því ljósi að nú skiptir tvennt mestu máli: Að varða þær leiðir sem fylgja á til að endurreisa peningakerfið og ná jöfnuði í ríkisfjármálum. Væntanlega er ríkisstjórnin búin að greina Alþjóðagjaldeyrissjóðnum frá áformum sínum í ríkisfjármálum. Þeim á hins vegar að halda leyndum þar til eftir kosningar. Það þýðir að kjósendur eiga ekki kost á að velja leið út úr þeim mikla vanda. Ríkisstjórnin sýnir aukheldur engan vegvísi í peningamálum. Þar af leiðir að þjóðin fær ekki að kjósa þar um og veita ríkisstjórninni skýrt umboð. Enn sem komið er hefur stjórnarandstaðan ekki heldur sýnt endurreisnaráætlun. Ríkisstjórnin og stjórnarandstaðan jóðla um evru og krónu án þess að taka af skarið. Á meðan sekkur þjóðin dýpra í fenið. Öllum á þó að vera ljóst að upp úr því kemst hún ekki án skýrrar framtíðarstefnu. Forsætisráðherra hefur lagt frumvarp til stjórnskipunarlaga fyrir Alþingi. Þar er ekki að finna heimild sem opnar möguleika á aðild að Evrópusambandinu. Hitt er verra að í því er ákvæði sem með rökum hefur verið bent á að beinlínis hindri að Ísland geti tekið það skref og stefnt óhikað að upptöku evru. För forsætisráðherra á fund Viðskiptaráðs er lýsandi fyrir stöðuna. Þar kallar hann á Evrópusambandsaðild. Rakleiðis þaðan heldur hann á Alþingi. Þar krefst hann þess að stjórnarskránni verði breytt jafnvel þó að þar með sé settur Þrándur í Götu Evrópusambandsaðildar. Að verðleikum hefur forsætisráðherra unnið sér traust á málasviði sínu fyrir stefnufestu. Í nýju hlutverki skipar ráðherrann sér hins vegar á burstina við hliðina á vindhananum. Illa fer á því. Hlutverk forsætisráðherrans er einfaldlega of stórt til að eiga þar heima. Með fullnýttum fiskistofnum leggur sjávarútvegurinn ekki mikið til hagvaxtar á komandi tíð. Landbúnaðurinn eykur tæplega framleiðslu með því að þjóðin borðar ekki mikið meira en hún gerir. Báðar þessar atvinnugreinar þurfa á hinn bóginn að auka framleiðni með færri framleiðslueiningum og færra fólki. Hagvöxturinn verður að koma frá iðnaði og þjónustu. Þær atvinnugreinar kalla á opið alþjóðlegt hagkerfi með gjaldgengri mynt. Að öðrum kosti eiga þær takmarkaða vaxtarmöguleika og skapa ekki ný störf í þeim mæli sem þörfin krefur. Vandinn er sá að hvorki ríkisstjórnin né stjórnarandstaðan hafa sýnt þjóðinni vegvísi að þessu viðskiptalega umhverfi. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa ríflegan meirihluta á Alþingi. Skoðanakannanir sýna að hann mun fremur styrkjast en hitt. Þar af leiðir að ekki er verið að kjósa til að gefa öðrum umboð. Á hinn bóginn þarf að kjósa til þess að gefa fólkinu í landinu kost á að segja til um hvaða leiðir á að fara. Það fæst ekki. Forsætisráðherra virðist staðráðinn í því að sýna ekki á spil ríkisstjórnarinnar, hvorki í peningamálum né ríkisfjármálum. Stjórnarandstaðan er enn sem komið er í sömu sporum. Bjóði stjórnmálin ekki upp á skýra vegvísa og trúverðuga framtíðarsýn á slíkum örlagatímum er verið að svíkja kjósendur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen Skoðun
Forseti Alþýðusambandsins lýsti á dögunum vonbrigðum með viðtal við fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Í því hafði komið fram að óskýrar áætlanir eru um hvernig koma má landinu úr fjötrum gjaldeyrishafta. Þetta var réttmæt athugasemd í því ljósi að nú skiptir tvennt mestu máli: Að varða þær leiðir sem fylgja á til að endurreisa peningakerfið og ná jöfnuði í ríkisfjármálum. Væntanlega er ríkisstjórnin búin að greina Alþjóðagjaldeyrissjóðnum frá áformum sínum í ríkisfjármálum. Þeim á hins vegar að halda leyndum þar til eftir kosningar. Það þýðir að kjósendur eiga ekki kost á að velja leið út úr þeim mikla vanda. Ríkisstjórnin sýnir aukheldur engan vegvísi í peningamálum. Þar af leiðir að þjóðin fær ekki að kjósa þar um og veita ríkisstjórninni skýrt umboð. Enn sem komið er hefur stjórnarandstaðan ekki heldur sýnt endurreisnaráætlun. Ríkisstjórnin og stjórnarandstaðan jóðla um evru og krónu án þess að taka af skarið. Á meðan sekkur þjóðin dýpra í fenið. Öllum á þó að vera ljóst að upp úr því kemst hún ekki án skýrrar framtíðarstefnu. Forsætisráðherra hefur lagt frumvarp til stjórnskipunarlaga fyrir Alþingi. Þar er ekki að finna heimild sem opnar möguleika á aðild að Evrópusambandinu. Hitt er verra að í því er ákvæði sem með rökum hefur verið bent á að beinlínis hindri að Ísland geti tekið það skref og stefnt óhikað að upptöku evru. För forsætisráðherra á fund Viðskiptaráðs er lýsandi fyrir stöðuna. Þar kallar hann á Evrópusambandsaðild. Rakleiðis þaðan heldur hann á Alþingi. Þar krefst hann þess að stjórnarskránni verði breytt jafnvel þó að þar með sé settur Þrándur í Götu Evrópusambandsaðildar. Að verðleikum hefur forsætisráðherra unnið sér traust á málasviði sínu fyrir stefnufestu. Í nýju hlutverki skipar ráðherrann sér hins vegar á burstina við hliðina á vindhananum. Illa fer á því. Hlutverk forsætisráðherrans er einfaldlega of stórt til að eiga þar heima. Með fullnýttum fiskistofnum leggur sjávarútvegurinn ekki mikið til hagvaxtar á komandi tíð. Landbúnaðurinn eykur tæplega framleiðslu með því að þjóðin borðar ekki mikið meira en hún gerir. Báðar þessar atvinnugreinar þurfa á hinn bóginn að auka framleiðni með færri framleiðslueiningum og færra fólki. Hagvöxturinn verður að koma frá iðnaði og þjónustu. Þær atvinnugreinar kalla á opið alþjóðlegt hagkerfi með gjaldgengri mynt. Að öðrum kosti eiga þær takmarkaða vaxtarmöguleika og skapa ekki ný störf í þeim mæli sem þörfin krefur. Vandinn er sá að hvorki ríkisstjórnin né stjórnarandstaðan hafa sýnt þjóðinni vegvísi að þessu viðskiptalega umhverfi. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa ríflegan meirihluta á Alþingi. Skoðanakannanir sýna að hann mun fremur styrkjast en hitt. Þar af leiðir að ekki er verið að kjósa til að gefa öðrum umboð. Á hinn bóginn þarf að kjósa til þess að gefa fólkinu í landinu kost á að segja til um hvaða leiðir á að fara. Það fæst ekki. Forsætisráðherra virðist staðráðinn í því að sýna ekki á spil ríkisstjórnarinnar, hvorki í peningamálum né ríkisfjármálum. Stjórnarandstaðan er enn sem komið er í sömu sporum. Bjóði stjórnmálin ekki upp á skýra vegvísa og trúverðuga framtíðarsýn á slíkum örlagatímum er verið að svíkja kjósendur.
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun