Óbreytt framtíðarsýn laskaðra sparisjóða 25. mars 2009 00:01 Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis var skráður á markað í október 2007. Gengi bréfa sparisjóðsins stóð í tæpum 17 krónum á hlut á fyrsta degi en gerði lítið annað en að lækka. Það stóð í 1,9 krónum á hlut þegar viðskipti með bréfin voru stöðvuð í bankahruninu tæpum tveimur árum síðar. Viðskipti með þau hófust aldrei aftur. Nýr kafli var skrifaður í sögu sparisjóða landsins um helgina þegar lyklavöldin voru tekin af stjórnum Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis og Sparisjóðabankans. Útlit er fyrir að tilvist þeirra beggja færist fljótlega í sögubækur. Því til viðbótar hafa sex sparisjóðir óskað eftir eiginfjárframlagi frá hinu opinbera til að bæta úr slæmri stöðu. Þrettán sparisjóðir standa nú eftir. Líklegt má telja að vaxtartímabili þeirra sé lokið í bili og muni þeir snúa sér að rótunum, starfi í heimabyggð líkt og á upphafsárum þeirra. Banki Búlausra vinnumannaGuðjón GuðmundssonSparisjóðirnir eiga rætur að rekja allt aftur til þess þegar Jón Sigurðsson forseti talaði fyrir eflingu á innlendum sparnaði og nauðsyni þess að afla fjár til framfara um miðja nítjándu öld. Ráðamenn þjóðarinnar skeggræddu um stofnun innlendra fjármálastofnana í kjölfarið en áhuginn var lítill og koðnaði hugmyndin niður.Fyrsti sparisjóðurinn mun hafa verið Sparnaðarsjóður búlausra í Skútustaðahreppi, sem stofnaður var um mitt ár 1858 á Grænavatni í Mývatnssveit. Stofnendur voru fátækir þingeyskir vinnumenn sem ekki fengu fyrirgreiðslu í fjármálastofnunum þess tíma. Saga sjóðsins var stutt en hann þraut örendi sökum lausafjárskorts í sveitinni tveimur árum síðar. Íslendingar voru almennt seinir til að tileinka sér sparisjóðahugmyndina. Fyrsti sparisjóðurinn hafði litið dagsins ljós um hálfri öld fyrr í Bretlandi og nokkrum áratugum fyrr í Bandaríkjunum.Þótt tilraunin í Mývatnssveit hafi ekki gefist vel í fyrstu atrennu litu fleiri sparisjóðir dagsins ljós fljótlega í íslenskum sveitum eftir þetta. Saga þeirra reyndist þó margra skammvinn, ekki síst fyrir þær sakir að Landsbanki Íslands og Búnaðarbankinn sóttu hart fram á markaðssvæðum sparisjóðanna og gáfu þeir undan gegn ofuraflinu í minni byggðum. Vörn sparisjóðanna gegn áföllum var stofnun Sambands íslenskra sparisjóða árið 1967. Í kjölfarið var blásið til sóknar gegn viðskiptabönkunum stóru. Um áratug síðar jókst vörnin frekar með tilkomu Tryggingasjóðs sparisjóðanna. Sjóðurinn hefur rétt sparisjóðum hjálparhönd á erfiðum tímum. Í honum eru í dag um 400 milljónir króna og má hann ekki við miklu í samfélagi sparisjóða. Aldrei hefur verið gert ráð fyrir kerfishruni í líkingu við þau dómínóáhrif sem fóru af stað við fall bankanna í fyrrahaust Hákarlar guða á gluggaFall sparisjóðanna um helgina tengist mörgum þáttum, svo sem djarfri þátttöku þeirra á hlutabréfamarkaði og nánu samstarfi eftir aldamótin síðustu samhliða umróti í hópi stofnfjáreigenda.Nokkru eftir síðustu aldamót hófst það tímabil í sögu sparisjóðanna, sem einkenndist af samþjöppun tengdum viðskiptum með stofnfjárbréf sparisjóðanna Dæmi eru um að stofnfjáreigendur, sem setið höfðu á bréfum sínum í áratugi, og töldu þá nokkurra tugþúsunda virði fengu boð í bréfin upp á allt að fimmtíu milljónir króna. Viðskipti sem þessi tengdust að mestu Sparisjóði Hafnarfjarðar (nú Byr).„Þetta var raunverulegt áhlaup á sparisjóðina og þeir börðust gegn því," segir Guðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka sparisjóða. Hann líkir andstöðu stofnfjáreigenda gegn viðskiptum með stofnfjárbréf á yfirverði við baráttu við hákarla sem hafi séð fjárfestingartækifæri í sjóðunum. Stofnfjárbréfin hafi verið lítill hluti af eiginfé sparisjóðanna og því auðvelt að freista stofnfjáreigenda með gylliboðum. Sterk bein hafi þurft til að neita þeim.Hann segir sparisjóðina hafa barist af alefli gegn stofnfjársölu á sínum tíma en Fjármálaeftirlitið slegið vopnin úr höndum þeirra þegar það gaf græna ljósið á sölu bréfanna á yfirverði í kjölfar baráttunnar um SPRON. Guðjón segir ljóst að „hákarlarnir" hafi ekki haft tilfinningar til sparisjóðanna sem barist var um með sama hætti og stofnfjáreigendur. Þegar markmiðum þeirra hafi verið náð hafi almenningur séð á eftir sparisjóðunum úr heimabyggð. „Það gerðu sér allir grein fyrir því að hákarlarnir voru ekki að hugsa um hag sparisjóðanna," segir hann.Nær eina vörn sparisjóðanna gegn áhlaupinu var stofnfjáraukning þar sem stofnfjáreigendum - bændum, ekkjum stofnfjáreigenda og afkomendum þeirra - gafst kostur á að auka við eigið fé sparisjóðsins með kaupum á stofnfjárbréfum gegn vilyrði um vænar arðgreiðslur. Margir brugðu á slík ráð til varnar því að sparisjóðurinn lenti í röngum höndum. Vopnin hafa snúist í höndum margra upp á síðkastið, ekki síst þeirra sem skuldsettu sig með erlendum lánum í varnarleiknum. Óbreytt framtíðarsýnSparisjóðirnir tóku margir þátt í góðærinu, án þess í raun að hagnast verulega á því. Sem dæmi skiluðu einungis tveir sparisjóðir hagnaði af grunnstarfsemi sinni, inn- og útlánastarfsemi, á góðærisárinu 2007 á sama tíma og aðrir skiluðu tapi. Þá var eiginfjárhlutfall margra sparisjóða þegar orðið mjög nálægt þeim átta prósenta mörkum sem sett eru fyrir rekstur fjármálafyrirtækja.Þeim sparisjóðum sem mesta áhættu tóku, svo sem SPRON og Sparisjóðabankanum, en eignarhlutur Sparisjóðabankans í Existu nam 80 prósentum af eiginfé hans 2006, tókst ekki að nýta sér góðærið með skikkanlegum hætti. Að sama skapi voru þeir afar viðkæmir fyrir sveiflum á hlutabréfamörkuðum. Botninn tók svo endanlega úr með falli bankanna og gengishruni Existu sem hreinsaði upp gengishagnað margra sparisjóða. Vika var í gær síðan Guðjón kynnti framtíðarsýn sparisjóðanna þar sem áætlað var að einn til tveir sparisjóðir yrðu á suðvesturhorni landsins en fjórir til sex á landsbyggðinni. Þær áætlanir eru óbreyttar, að hans sögn. Undir smásjánni Mest lesið Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Fleiri fréttir Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Sjá meira
Nýr kafli var skrifaður í sögu sparisjóða landsins um helgina þegar lyklavöldin voru tekin af stjórnum Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis og Sparisjóðabankans. Útlit er fyrir að tilvist þeirra beggja færist fljótlega í sögubækur. Því til viðbótar hafa sex sparisjóðir óskað eftir eiginfjárframlagi frá hinu opinbera til að bæta úr slæmri stöðu. Þrettán sparisjóðir standa nú eftir. Líklegt má telja að vaxtartímabili þeirra sé lokið í bili og muni þeir snúa sér að rótunum, starfi í heimabyggð líkt og á upphafsárum þeirra. Banki Búlausra vinnumannaGuðjón GuðmundssonSparisjóðirnir eiga rætur að rekja allt aftur til þess þegar Jón Sigurðsson forseti talaði fyrir eflingu á innlendum sparnaði og nauðsyni þess að afla fjár til framfara um miðja nítjándu öld. Ráðamenn þjóðarinnar skeggræddu um stofnun innlendra fjármálastofnana í kjölfarið en áhuginn var lítill og koðnaði hugmyndin niður.Fyrsti sparisjóðurinn mun hafa verið Sparnaðarsjóður búlausra í Skútustaðahreppi, sem stofnaður var um mitt ár 1858 á Grænavatni í Mývatnssveit. Stofnendur voru fátækir þingeyskir vinnumenn sem ekki fengu fyrirgreiðslu í fjármálastofnunum þess tíma. Saga sjóðsins var stutt en hann þraut örendi sökum lausafjárskorts í sveitinni tveimur árum síðar. Íslendingar voru almennt seinir til að tileinka sér sparisjóðahugmyndina. Fyrsti sparisjóðurinn hafði litið dagsins ljós um hálfri öld fyrr í Bretlandi og nokkrum áratugum fyrr í Bandaríkjunum.Þótt tilraunin í Mývatnssveit hafi ekki gefist vel í fyrstu atrennu litu fleiri sparisjóðir dagsins ljós fljótlega í íslenskum sveitum eftir þetta. Saga þeirra reyndist þó margra skammvinn, ekki síst fyrir þær sakir að Landsbanki Íslands og Búnaðarbankinn sóttu hart fram á markaðssvæðum sparisjóðanna og gáfu þeir undan gegn ofuraflinu í minni byggðum. Vörn sparisjóðanna gegn áföllum var stofnun Sambands íslenskra sparisjóða árið 1967. Í kjölfarið var blásið til sóknar gegn viðskiptabönkunum stóru. Um áratug síðar jókst vörnin frekar með tilkomu Tryggingasjóðs sparisjóðanna. Sjóðurinn hefur rétt sparisjóðum hjálparhönd á erfiðum tímum. Í honum eru í dag um 400 milljónir króna og má hann ekki við miklu í samfélagi sparisjóða. Aldrei hefur verið gert ráð fyrir kerfishruni í líkingu við þau dómínóáhrif sem fóru af stað við fall bankanna í fyrrahaust Hákarlar guða á gluggaFall sparisjóðanna um helgina tengist mörgum þáttum, svo sem djarfri þátttöku þeirra á hlutabréfamarkaði og nánu samstarfi eftir aldamótin síðustu samhliða umróti í hópi stofnfjáreigenda.Nokkru eftir síðustu aldamót hófst það tímabil í sögu sparisjóðanna, sem einkenndist af samþjöppun tengdum viðskiptum með stofnfjárbréf sparisjóðanna Dæmi eru um að stofnfjáreigendur, sem setið höfðu á bréfum sínum í áratugi, og töldu þá nokkurra tugþúsunda virði fengu boð í bréfin upp á allt að fimmtíu milljónir króna. Viðskipti sem þessi tengdust að mestu Sparisjóði Hafnarfjarðar (nú Byr).„Þetta var raunverulegt áhlaup á sparisjóðina og þeir börðust gegn því," segir Guðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka sparisjóða. Hann líkir andstöðu stofnfjáreigenda gegn viðskiptum með stofnfjárbréf á yfirverði við baráttu við hákarla sem hafi séð fjárfestingartækifæri í sjóðunum. Stofnfjárbréfin hafi verið lítill hluti af eiginfé sparisjóðanna og því auðvelt að freista stofnfjáreigenda með gylliboðum. Sterk bein hafi þurft til að neita þeim.Hann segir sparisjóðina hafa barist af alefli gegn stofnfjársölu á sínum tíma en Fjármálaeftirlitið slegið vopnin úr höndum þeirra þegar það gaf græna ljósið á sölu bréfanna á yfirverði í kjölfar baráttunnar um SPRON. Guðjón segir ljóst að „hákarlarnir" hafi ekki haft tilfinningar til sparisjóðanna sem barist var um með sama hætti og stofnfjáreigendur. Þegar markmiðum þeirra hafi verið náð hafi almenningur séð á eftir sparisjóðunum úr heimabyggð. „Það gerðu sér allir grein fyrir því að hákarlarnir voru ekki að hugsa um hag sparisjóðanna," segir hann.Nær eina vörn sparisjóðanna gegn áhlaupinu var stofnfjáraukning þar sem stofnfjáreigendum - bændum, ekkjum stofnfjáreigenda og afkomendum þeirra - gafst kostur á að auka við eigið fé sparisjóðsins með kaupum á stofnfjárbréfum gegn vilyrði um vænar arðgreiðslur. Margir brugðu á slík ráð til varnar því að sparisjóðurinn lenti í röngum höndum. Vopnin hafa snúist í höndum margra upp á síðkastið, ekki síst þeirra sem skuldsettu sig með erlendum lánum í varnarleiknum. Óbreytt framtíðarsýnSparisjóðirnir tóku margir þátt í góðærinu, án þess í raun að hagnast verulega á því. Sem dæmi skiluðu einungis tveir sparisjóðir hagnaði af grunnstarfsemi sinni, inn- og útlánastarfsemi, á góðærisárinu 2007 á sama tíma og aðrir skiluðu tapi. Þá var eiginfjárhlutfall margra sparisjóða þegar orðið mjög nálægt þeim átta prósenta mörkum sem sett eru fyrir rekstur fjármálafyrirtækja.Þeim sparisjóðum sem mesta áhættu tóku, svo sem SPRON og Sparisjóðabankanum, en eignarhlutur Sparisjóðabankans í Existu nam 80 prósentum af eiginfé hans 2006, tókst ekki að nýta sér góðærið með skikkanlegum hætti. Að sama skapi voru þeir afar viðkæmir fyrir sveiflum á hlutabréfamörkuðum. Botninn tók svo endanlega úr með falli bankanna og gengishruni Existu sem hreinsaði upp gengishagnað margra sparisjóða. Vika var í gær síðan Guðjón kynnti framtíðarsýn sparisjóðanna þar sem áætlað var að einn til tveir sparisjóðir yrðu á suðvesturhorni landsins en fjórir til sex á landsbyggðinni. Þær áætlanir eru óbreyttar, að hans sögn.
Undir smásjánni Mest lesið Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Fleiri fréttir Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur