Kreppuráð japanskra kvenna eru giftingar 18. mars 2009 13:09 Þegar Yumiko Iwate starfsmaður póstverslunar í Tókýó varð fyrir launalækkun á síðasta ári voru hún og vinkonur hennar sammála að eina leiðin út úr vandanum væri að finna eiginmann. „Ég vil gifta mig fljótlega, vonandi fyrir árslok," segir hin 36 ára gamla Iwate í samtali við Bloomberg-fréttaveituna sem fjallar um þetta alkunna kreppuráð japanskra kvenna, giftingu. „Kreppan gerði mér ljóst að ég mun ekki þéna eins mikið og ég átti von á og það væri meiri stöðugleiki í lífi mínu að vera á heimili með tvöfaldar launatekjur." Hjónaböndum í Japan fjölgaði töluvert á síðasta ári og höfðu þau ekki verið meiri í fimm ár. Alls gengu 731.000 pör í hnapphelduna í fyrra. Á sama tíma stóðu laun í stað og atvinnuleysi var það mesta í landinu undanfarin sex ár. Eftir að Japan tók upp ný jafnréttislög fyrir 23 árum dró mikið úr hjónaböndum í landinu eða að meðaltali um 5% á hverju ári næsta áratuginn. Konur létu frama sinn á vinnumarkaðinum hafa forgang fram yfir hjónabönd og barneignir. En þrátt fyrir jafnréttið þéna japanskar konur að meðaltali um 43% minna en karlmenn og því hafa þær meiri þörf til að leita sér að maka þegar kreppir að. Kreppur hafa áður haft það í för með sér að giftingum hefur fjölgað í Japan. Bloomberg nefnir þar tvö dæmi. Annarsvegar í upphafi níunda áratugarins þegar fasteignabólan í Japan sprakk og hinsvegar í upphafi þessarar aldar þegar netbólan sprakk. Þessi aukni áhugi japanskra kvenna á giftingum hefur leitt til þess að sérstakir „giftingarbarir" eins og t.d. Green í Tókýó blómstra sem aldrei fyrr. Á Green borga menn sem svarar 13.000 kr. í hverri heimsókn sinni á barinn svo að þjónarnir þar kynni þá fyrir konum í giftingarhugleiðingum. Konurnar aftur á móti fá frítt inn. Og viðskiptin hjá O-Net, stærstu stefnumótamiðlun Japans, eru einnig í mikilli uppsveiflu. Aðildarumsóknum hefur fjölgað um 10% á síðasta ári m.v. árið á undan. Japanskar konur ganga einbeittar til verks þegar þær leita sér eiginmanns. Þannig nefnir Bloomberg sem dæmi hina 25 ára gömlu Natsuko Ono. Hún hefur eytt 370.000 jenum eða um 400.000 kr. í leitina. Fjárhæðin hefur að mestu farið í myndatökur hjá atvinnumanni og skráningu hjá hjónabandsmiðlunum. „Þetta hljómar eins og mikið fé en þegar hafi er í huga að þetta er leið til að finna eiginmann finnst mér þetta sanngjörn fjárfesting," segir Ono um leið og hún kannar mannavalið á barnum á Green. Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir X-ið hans Musk virðist liggja niðri Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Sjá meira
Þegar Yumiko Iwate starfsmaður póstverslunar í Tókýó varð fyrir launalækkun á síðasta ári voru hún og vinkonur hennar sammála að eina leiðin út úr vandanum væri að finna eiginmann. „Ég vil gifta mig fljótlega, vonandi fyrir árslok," segir hin 36 ára gamla Iwate í samtali við Bloomberg-fréttaveituna sem fjallar um þetta alkunna kreppuráð japanskra kvenna, giftingu. „Kreppan gerði mér ljóst að ég mun ekki þéna eins mikið og ég átti von á og það væri meiri stöðugleiki í lífi mínu að vera á heimili með tvöfaldar launatekjur." Hjónaböndum í Japan fjölgaði töluvert á síðasta ári og höfðu þau ekki verið meiri í fimm ár. Alls gengu 731.000 pör í hnapphelduna í fyrra. Á sama tíma stóðu laun í stað og atvinnuleysi var það mesta í landinu undanfarin sex ár. Eftir að Japan tók upp ný jafnréttislög fyrir 23 árum dró mikið úr hjónaböndum í landinu eða að meðaltali um 5% á hverju ári næsta áratuginn. Konur létu frama sinn á vinnumarkaðinum hafa forgang fram yfir hjónabönd og barneignir. En þrátt fyrir jafnréttið þéna japanskar konur að meðaltali um 43% minna en karlmenn og því hafa þær meiri þörf til að leita sér að maka þegar kreppir að. Kreppur hafa áður haft það í för með sér að giftingum hefur fjölgað í Japan. Bloomberg nefnir þar tvö dæmi. Annarsvegar í upphafi níunda áratugarins þegar fasteignabólan í Japan sprakk og hinsvegar í upphafi þessarar aldar þegar netbólan sprakk. Þessi aukni áhugi japanskra kvenna á giftingum hefur leitt til þess að sérstakir „giftingarbarir" eins og t.d. Green í Tókýó blómstra sem aldrei fyrr. Á Green borga menn sem svarar 13.000 kr. í hverri heimsókn sinni á barinn svo að þjónarnir þar kynni þá fyrir konum í giftingarhugleiðingum. Konurnar aftur á móti fá frítt inn. Og viðskiptin hjá O-Net, stærstu stefnumótamiðlun Japans, eru einnig í mikilli uppsveiflu. Aðildarumsóknum hefur fjölgað um 10% á síðasta ári m.v. árið á undan. Japanskar konur ganga einbeittar til verks þegar þær leita sér eiginmanns. Þannig nefnir Bloomberg sem dæmi hina 25 ára gömlu Natsuko Ono. Hún hefur eytt 370.000 jenum eða um 400.000 kr. í leitina. Fjárhæðin hefur að mestu farið í myndatökur hjá atvinnumanni og skráningu hjá hjónabandsmiðlunum. „Þetta hljómar eins og mikið fé en þegar hafi er í huga að þetta er leið til að finna eiginmann finnst mér þetta sanngjörn fjárfesting," segir Ono um leið og hún kannar mannavalið á barnum á Green.
Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir X-ið hans Musk virðist liggja niðri Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Sjá meira