Bloggvinkonur með sýningu 23. ágúst 2008 04:30 Katrín og bloggvinkonur hennar ætla að efna til samsýningar í Ráðhúsi Reykjavíkur sem verður opnuð 30. ágúst. fréttablaðið/gva Fimm myndlistarkonur sem kynntust á blogginu fyrir einu og hálfu ári ætla að halda samsýningu í Ráðhúsi Reykjavíkur sem verður opnuð 30. ágúst. „Við erum allar bloggvinkonur. Ég bjó á Englandi, tvær hafa verið á Spáni, ein í Grikklandi og ein í Reykjavík," segir myndlistarkonan Katrín Snæhólm. „Við ætlum að hittast, sumar í fyrsta skipti á ævinni, til að halda sýninguna saman og erum búnar að skipuleggja hana í gegnum netið." Katrín segir sýninguna sérstaklega spennandi því þær komi hver úr sinni áttinni og séu enn þá að kynnast. „Það er fullt af bloggvinum sem eru spenntir að koma. Þetta sýnir líka hvað bloggið er frábært. Það tengir saman fólk sem er að gera svipaða hluti. Maður kynnist öðrum sem eru að vinna að skapandi verkefnum sem maður hefði kannski aldrei kynnst annars." Ekki bundin af listaelítuÁ blogginu hefur Katrín tekið þátt í samsýningum, auk þess sem hún opnaði þar kortaverslun þar sem hún selur eigin kort. Einnig selur hún eftirprentanir af málverkum sínum í gegnum bloggið. „Netið er frábær vettvangur fyrir listamenn. Ég hef heyrt það á öðrum listamönnum að það séu ákveðnir aðilar sem stjórna því hvert þú kemst og hvar þú getur sýnt, enda hafa myndlistarmenn tjaldað í Hljómskálagarðinum í mótmælaskyni yfir því að komast hvergi að. En í gegnum netið geturðu komið þér sjálfur á framfæri og ert ekki endilega bundinn af einhverri listaelítu," segir hún. Bloggvinkonur Katrínar heita Elín Björk Guðbrandsdóttir, Guðný Svava Strandberg, Katrín Níelsdóttir og Zordís og stendur sýning þeirra yfir til 14. september. Áhugasamir geta kynnt sér bloggheim Katrínar á síðunni katrinsnaeholm.blog.is. freyr@frettabladid.is Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Fimm myndlistarkonur sem kynntust á blogginu fyrir einu og hálfu ári ætla að halda samsýningu í Ráðhúsi Reykjavíkur sem verður opnuð 30. ágúst. „Við erum allar bloggvinkonur. Ég bjó á Englandi, tvær hafa verið á Spáni, ein í Grikklandi og ein í Reykjavík," segir myndlistarkonan Katrín Snæhólm. „Við ætlum að hittast, sumar í fyrsta skipti á ævinni, til að halda sýninguna saman og erum búnar að skipuleggja hana í gegnum netið." Katrín segir sýninguna sérstaklega spennandi því þær komi hver úr sinni áttinni og séu enn þá að kynnast. „Það er fullt af bloggvinum sem eru spenntir að koma. Þetta sýnir líka hvað bloggið er frábært. Það tengir saman fólk sem er að gera svipaða hluti. Maður kynnist öðrum sem eru að vinna að skapandi verkefnum sem maður hefði kannski aldrei kynnst annars." Ekki bundin af listaelítuÁ blogginu hefur Katrín tekið þátt í samsýningum, auk þess sem hún opnaði þar kortaverslun þar sem hún selur eigin kort. Einnig selur hún eftirprentanir af málverkum sínum í gegnum bloggið. „Netið er frábær vettvangur fyrir listamenn. Ég hef heyrt það á öðrum listamönnum að það séu ákveðnir aðilar sem stjórna því hvert þú kemst og hvar þú getur sýnt, enda hafa myndlistarmenn tjaldað í Hljómskálagarðinum í mótmælaskyni yfir því að komast hvergi að. En í gegnum netið geturðu komið þér sjálfur á framfæri og ert ekki endilega bundinn af einhverri listaelítu," segir hún. Bloggvinkonur Katrínar heita Elín Björk Guðbrandsdóttir, Guðný Svava Strandberg, Katrín Níelsdóttir og Zordís og stendur sýning þeirra yfir til 14. september. Áhugasamir geta kynnt sér bloggheim Katrínar á síðunni katrinsnaeholm.blog.is. freyr@frettabladid.is
Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“